Vísbending


Vísbending - 10.09.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 10.09.1999, Blaðsíða 3
V ISBENDING Viðskiptahallinn og gengi krónunnar m Síðustu misseri hefur verið töluverður halli á vöruskiptum við útlönd. Viðskiptahallinn hefur komist í brennidepil landsmálaumræðu og skýtur hvað eftir annað upp kollinum í umræðum stjórnmálamanna og hagfræðinga. Sumir segja að Islendingar séu með tímasprengju í höndum sér, aðrir telja þetta vera eðlilega efnahagsþróun. Báðar skoðanir eru að nokkru leyti gildar. Viðskiptahalli táknar yfirleitt aukna fjárfestingu og hagvöxt og getur stundum verið blátt áfram nauðsynlegur. Hins vegar er neikvæður vöruskiptajöfnuður einnig teikn um umframeftirspurn og yfirvofandi þenslu. Þrálátur viðskiptahalli getur ennfremur brugðið fæti fyrir efnahagslegan stöðugleika ef inn- streymi á erlendu fjármagni nægir ekki til þess að standa straum af erlendum vörukaupum. Þannig geta markmið stjórnvalda um vaxtastig eða fast gengi fallið dauð niður. Það er sú hætta sem íslendingar standa nú frammi fyrir. Að standa í stórræðum að er algengt að ríki sem standa í miklum fjárfestingum og upp- byggingu séu með umtalsverðan viðskiptahalla, einkum ef erlent lánsfé notað til framkvæmdanna. Það þýðir að nýjar fjárfestingarvörur eru fluttar inn í landið, auk þess sem nýtt fjármagn örvar hagkerfið og eykur kaup á erlendum neysluvörum. Vöruskiptin við útlönd verða því neikvæð, allt þar til innlend framleiðsla hefur tekið við sér, fjárfestingarþörf minnkar og erlendu lánin eru greidd upp með viðskipta- afgangi við útlönd. Slík tímabil með miklum viðskiptahalla eru algeng hjá ríkjum sem eru að koma á legg nýjum atvinnuvegum og geta staðið yfir í nokkur ár eða áratugi. Fjárfestingar Norðmanna í olíuiðnaði í Norðursjó á áttunda áratugnum eru nærtækt dæmi, en þeirri uppbyggingu fylgdi umtalsverður viðskiptahalli. Reyndar höfðust íslendingar svipað að á þessum tíma með uppbyggingu botnfiskveiða. Viðskiptahalli íslendinga Eftir 1970 sköpuðust gífurleg fjár- festingartækifæri fyrir íslensku þjóðina. Landhelgin var færð út í 200 mílur og útlendingum var bægt frá fiskimiðunum. Á sama tíma og ný fiskveiðitækni, skuttogaramir, kom fram á sjónarsviðið jókst framleiðni botnfiskveiða til muna. Þessar nýju fjárfestingar voru að mestu fjár- magnaðar með erlendum lánum og vegna þeirra var viðskiptajöfnuður yfirleitt neikvæður síðustu þrjá áratugi. Hins vegar, eins og sést af mynd 1, hefur viðskiptahallinn farið minnkandi eftir því sem nær hefur dregið í tíma. Þessi leitni upp á við sést greinilega ef sex ára hlaupandi meðaltal er dregið upp á nefndri mynd og helst í hendur við hægan og bítandi samdrátt fjárfestinga á sama tímaskeiði. Á ámnum 1973-75 varunt 33% af landsframleiðslu varið til fjárfestinga en 20 árum síðar var sama hlutfall nálægt því helmingi minna eða 15-18%. Auðvitað ber að hafa í huga að fjárfestingum á áttunda áratugnum var mörgum hverjum ýtt áfram með neikvæðum raun- vöxtum og ríkis- afskiptum á lána- markaði. Nýttum fjárfestingar- kostum hefur aug- sýnilega fækkað á síðustu áratugum og viðskiptahalli þar með minnkað. Fjárfestingar hafa aftur á móti verið að aukast aftur síðustu 3-4 og þess vegna hefur viðskiptajöfnuður orðið neikvæður. En þessi langtímasýn lítur þó framhjá þeim áhrifaþáttum sem hafa verið að verki undanfarin misseri. Eldur og sina Iársbyrjun 1995 varð mikilvæg kerfis- breyting þegar fjármagnsflutningar til útlanda og þaðan urðu að fullu frjálsir. Með hið sama var aðgangur smærri lántakenda að fjármagni rýmkaður en með fyrri fjármagnsuppbyggingu voru heimili og lítil fyrirtæki að miklu leyti sniðgengin. Islenska hagkerfið hefur einnig verið í lægð nokkuð óslitið frá 1989 og þjóðin haldið að sér höndum varðandi kaup og fjárfestingar. Þá hefur ungu fólki sem vill gjarnan veðsetja framtíðarævitekjur sínar fyrir fjármagn til þess að koma sér fyrir í lífinu fjölgað umtalsvert frá þessum tíma. Þarna er því lagður eldur að sinu. Opnað er fyrir fjármagnsstrauma frá útlöndum á sama tíma og mikil kaupþörf hefur safnast fyrir á íslenskum heimilum. Afleið- ingarnar eru miklar erlendar lántökur. Á síðasta ári jukust hrein erlend lán einka- aðila um 69 milljarða og útlán hér innanlands hafa þanist út. Nú er verið að kaupa hluti sem teljast fjárfestingar frá sjónarhóli heimilanna, en kallast neysla samkvæmt skilgreiningu þjóð- hagfræðinnar. Eyðslufíkn er ekki vandinn etta er að mörgu leyti varhugaverð þróun, en ekki vegna þess að Islend- ingar séu sérstakir eyðslufíklar og kunni ekki fótum sínum forráð. Ráðagerðir hvers einstaklings geta verið fullkomlega skynsamlegar en samt sem áður getur heildarjafnvægi í hagkerfinu raskast ef margir taka sömu ákvarðanir á sama tíma. Þetta er augljóst varðandi þenslu á vinnumarkaði vegna mikilla byggingarframkvæmda eða verðhækk- anir á fasteignum vegna umframeftir- spurnar. Hins vegar er ekki jafnaugljóst að útreikningar lánastofnana og heimila gera ráð fyrir því að gengið haldist stöðugt og engin lausafjárvandræði skapist með erlendan gjaldeyri fyrir landið í heild. Þetta er þó með öllu óvíst. Hingað til hefur viðskiptahallinn ekki skapað nein sérstök vandræði vegna þess að uppsveifla er í hagkerfinu og rnikil eftirspum hefur verið eftir erlendu lánsfé sem hefurgengið á móti erlendum vörukaupum. Hins vegar eru takmörk fyrir því hvað byrinn endist lengi. Það er margreynt lögmál að álíka mikil vandamál skapast þegar allir halda að sér höndurn og ef allar hendur eru réttar fram í einu til þess að kaupa. Fjármagn á förum egar aftur hægir á efnahagslífinu og lánaeftirspurn dregst saman, leitar (Framhald á síðu 4) Ásgeir Jónsson hagfræðingur ( Mynd 1. Viðskiptajöfnuður sem hlutfall af landsframl. í [(brotin lítta) og sex ára hlaupandi meðaltal (heil lína) J 4% 0% -2% \ s * /S' * ' • 'ls'.' X *• > 'jjy xx ' ‘ ^ » » » ' » * » • ■ i -12% 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.