Vísbending


Vísbending - 17.09.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 17.09.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 17. september 1999 37. tölublað 17.árgangur Vondir kjúklingar Kjúklingar komust í fréttirnar fyrir kampýlóbaktersýkingu á sumar- mánuðum. Þetta mál er áhuga- vert fyrir margra hluta sakir en hér er tekin fyrir sii hlið mála sem snýr að vandamálinu um takmarkaðar upplýs- ingar um gæði. Takmarkaðar upplýsingar Upplýsingar geta verið takmarkaðar af ýmsum ástæðum; þær fimm helstu eru sennilega: 1) Upplýsingar eru misáreiðanlegar, bæði skiptir máli hvaðan upplýsingarnar koma og svo geta upplýsingar orðið úreltar. 2) Það er kostnaðarsamt að safna upplýsingum. Það er of dýrt (tímafrekt, þreytandi) fyrir neytendur að leggja of mikið á sig til að safna upplýsingum, jaðarávinningur verður að vera jafn eða nieiri jaðarkostnaðinum. 3) Neytendur muna einungis takmarkað magn upplýsinga. Sérstaklega getur það verið erfitt að muna verð og bera saman gæði á ólíkum vörum í ólíkum verslunum. 4) Það er skilvirkara fyrir neytendur að nota einfaldar reglur til að muna upplýsingar. 5) Neytendur hafa ekki alla þá þekkingu sem til þarf til að skilja allar þær upplýsingar sem eru þó tiltækar. Bíladæmið Sennilega er þekktasta rannsóknin um hvernig takmarkaðar upplýsingar geta haft áhrif á markaðinn rannsókn Akerlofs frá 1970. Hugmyndin er tiltölulega einföld. Slæmir bílar eru ofmetnir en góðir bílar vanmetnir. Hægt er að hugsa sér dæmi þar sem tvær tegundir af bílum eru á markaðinum, annars vegar góðir bílar sem markaður- inn metur á 200 þúsund krónur og hins vegar vondir bflar (m. háa bilanatíðni) sem markaðurinn metur á 100 þúsund krónur. Markaðurinn er hluflaus gagnvart áhættu, þ.e. kaupendum er sama hvort þeir hafa 100 þúsund krónur eða eitthvað sem 50% líkur er að sé einskis virði og 50% líkur að sé 200 þúsund króna virði. Þetta þýðir að virði bifreiðar fyrir notanda er 150 þúsund krónur (= 1/2 * 100.000 +1/2 * 200.000). Kaupandi er þess vegna tilbúinn til að borga meira en sem nemur virði vondrar bifreiðar vegna þess að hún gæti verið góð en hann er ekki tilbúinn að borga fullt verð fyrir góða bifreið vegna þess að hún gæti verið slæm. Áhrifin verða þau að vondir bílar ýta góðum bílum út af markaðinum vegna þess að þó að seljandi vondrar bifreiðar sé ánægður með 150 þúsund fyrir 100 þúsund króna bifreið þá er seljandi 200 þúsund króna bifreiðar ekki tilbúinn að selja hana á 150 þúsund krónur. Kjúklingadæmið Það sem gerðist í kjúklingaharm- leiknum er að það kom í ljós að fjöldri skráðra tilfella kampýlóbaktersýkinga hafði fimmfaldast á fyrstu sex mánuðum ársins í samanburði við fyrstu sex mánuði ársins 1998 og allan áratuginn. Nokkur atriði eru athygliverð í þessu máli, eftir að kunngert hafði verið um tíðni sýkinga, í sambandi við takmarkaðar upplýsingar: I fyrsta lagi vita neytendur að sumir kjúklingar eru sýktir en aðrir ekki; í öðru lagi er þó engin leið fyrir neytandann að vita hvaða kjúklingar eru lausir við sýkingu og hverjir ekki; og í þriðja lagi vita neytendur ekki hvaða framleiðendur selja örugga framleiðslu og hverjir ekki. Það er þó ljóst að bakteríusýkingin hefur komið upp í mismiklu magni eftir framleiðendum. Eftir situr að á markaðinum eru annars vegar það sem kalla má góða kjúklinga, sem eru eins og kjúklingar eiga að vera, þ.e. lausir við kampýló- baktersýkingu, og hins vegar vondir kjúklingar sem eru sýktir. Neytendur eru tilbúnir að greiða gott verð fyrir góða kjúklinga, hugsanlega meira núna en áður en upplýsingarnar um kampýló- baktersýkinguna komu fram ef tryggt er að það séu góðir kjúklingar. Neytendur eru hins vegar ekki tilbúnir að greiða mikið fyrir vonda kjúklinga. Til verður eitthvert verð sem er mun lægra en virði góðra kjúklinga er en mun hærra en virði vondra kjúklinga. Þar af leiðandi er búið að skekkja samkeppnisstöðu þeirra framleiðenda sem leggja metnað sinn í að framleiða góða kjúklinga og borga þann umframviðskiptakostnað sem felst í því að tryggja slíka framleiðslu. Samkvæmt bíladæminu hér á undan ættu þá vondir kjúklingar að ýta góðum kjúklingum út af markaðinum þar sem framleiðendur góðra kjúklinga myndu ekki selj a sína framleiðslu þar sem verðið er of lágt. Það er ólfklegt að sú sé raunin, enda geymsla á kjúklingum flóknari en að bíða með að selja bifreið. Það sem hefur hins vegar gerst er að framleið- endur vondra kjúklinga hafa sýkt markaðinn fyrir framleiðendum góðra kjúklinga og verð hefur lækkað á öllum kjúklingum að hluta til vegna þess að neytandinn getur ekki gert greinarmun á góðum og vondum kjúklingum. Kaup- menn hafa þó lækkað verð enn meira en þörf var fyrir til að auka eftirspurn. Leiðirtilúrbóta Yfirleitt er vandinn við takmarkaðar upplýsingar að framleiðandi eða seljandi hefur upplýsingar sem neytandi eða kaupandi hefur ekki, þeir sitja ekki við sama borð. Ef báðir aðilar hefðu sömu upplýsingar um gæði myndi verðið endurspegla sannvirði vörunnar. Nokkrar leiðir hafa verið farnar til að tryggja neytendum betri upplýsingar eða til að minnka óvissuna um hvort seljandi er að veita kaupanda réttar upplýsingar. Algengt er að gefin séu út tryggingarbréf eða gefinn ákveðinn skilafrestur á vörunni. Þá eru skaða- bótalög að vissu leyti til þess gerð að kaupandi hafi möguleika til að sækja rétt sinn til dómstóla ef seljandi hefur brotið á honum með því að gefa ekki upp viðeigandi upplýsingar. Þá getur orðspor og ímynd verið tákn um gæði. Loks getur þriðji aðili, annaðhvort af hálfu hins opinbera eða sjálfstæður, skorið úr um gæði vörunnar og haft eftirlit með því að gæðin standist sett skilyrði eða upplýst kaupanda um raunveruleg gæði vörunnar. (Framhald á síðu 4) 1 Þetta var erfitt sumar fyrir kjúklingamarkaðinn sem hefur haft veruleg áhrif á verð á kjúklingum. 2 Starfsmannahvatning er vandmeðfarin en athygli- vert er hve víða úrelt hugmyndafræði ríkir. 3 Allt stefnir í að árið 1999 verði eins viðburðaríkt og árið 1998 hvað varðar sameiningu fyrirtækja. 4 Yfirleitt er yfirlýst ástæða þeirra samvirkni en vegna hennar er fyrirtæki mis- verðmætt fyrir kaupendur.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.