Vísbending


Vísbending - 08.10.1999, Side 1

Vísbending - 08.10.1999, Side 1
ISBENDING 8. október 1999 40. tölublað Viku r i t u m viðskipti og efnahagsmál 17.árgangur Kínamúrinn ann 1. október síðastliðinn fagnaði Kínverska alþýðulýð- veldið 50 ára afmæli. Kína má muna fífil sinn fegri í samanburði við aðrar þjóðir en ýmis framfaraspor á síðustu árum gætu leitt til þess að á nýrri öld verði Kína jafnvel aftur það stórveldi sem það eitt sinn var. Úr farvegi fortíðarinnar að vita sennilega ekki allir að við síðustu árþúsundamót var Kína fremst allra ríkja hér í heimi. Sumir sagnfræðingar hafa jafnvel haldið því fram að í nokkrar aldir á eftir hafi yfirburðir þeirra verið óvefengjanlegir. Uppfinningar eins og hjólbörur, átta- vitinn, pappír, prentun, byssupúður og postulín sýna að það var margt sem vestræn menning sótti til Kína. Jafnvel um 1820 var kínverska hagkerfið það stærsta þó að það stafaði fyrst og fremst af fjölmenni þjóðarinnar, allt fram til 1890 þegar það bandaríska var orðið stærra. Tímabilið frá 1820 allt til 1952 var mikið hnignunarskeið í sögu Kína, aðallega vegna þess að nær stanslaust frá 1895 til 1952 var Kína í einhvers konar hernaðarátökum. A árunum frá 1952 til 1978 varð hagvöxtur meiri en alla öldina þar á undan, aðallega vegna þess að tiltölulega friðsamlegt var þessi ár. Engu að síður dróst Kína enn aftur úr öðrum þjóðum á þessum tíma og það varð ekki breyting á því fyrr en með tilkomu Deng Xiaoping árið 1978. Land í eigin fjötrum Margir fræðimenn hafa velt fyrir sér þeirri spurningu af hverju Kína tapaði þessu forskoti.sem það virðist hafa haft við síðustu árþúsundaskipti. Y msar ástæður hafa verið gefnar, allt frá menningarlegum til efnhagslegra ástæðna. Flestir seinni tíma fræðimenn hallast þó að vöntun á frjálsum markaði og eignarrétti ráði þar mestu um. Kínversk stjómvöld hafa aldrei í gegnum söguna getað leyft frjálsum markaði og einkafyrirtækjum að vaxa og dafna í friði. A tímum Ming-ættarveldisins (1368- 1644) var t.d. reynt að banna öll viðskipti við erlend ríki, sem leiddi til spillingar og stríðsátaka. Etienne Balazs, sem er einn þekktasti fræðimaður í tungu, bók- menntum og sögu Kínverja, telur að frumkvæði og frumleiki Kínverja hafi horfið vegna alræðisstefnu stjórnvalda: það var engin þörf fyrir frumkvæði einstaklingsins og enginn sá þörfina fyrir að reyna eða hafði möguleikann á því yfirleitt. Um leið staðnaði kínverska hagkerfið. Valdníðsla ó að efnahagslegt ástand hafi batnað og friðsamlegra hafi orðið í kringum Kína eftir að Mao formaður tók við stjórnartaumunum árið 1949 er ekki þar með öll sagan sögð. Áætlað er að á tæplega þrjátíu ára valdaferli beri Mao ábyrgð á dauða rúmlega 35 milljóna manna. Hann byrjaði á að slátra 1-2 milljónum landeigenda í nafni alræðis öreiganna til þess að byggja upp samyrkjubú. Þegar „samvinnan" leiddi ekki til þeirrar hagsældar sem búist hafði verið við lét hann flytja fólk af samyrkjubúunum til þess að byggja stíflur og vinna að annarri innri uppbyggingu. Um leið var meira af landbúnaðarafurðum flutt til borganna. Minna vinnuafl í landbúnaði þýddi minni uppskeru og meiri uppskera til borganna þýddi að það var minni til fyrir þá sem bjuggu í dreifbýli. Afleiðingin var hungursneyð sem dró þrjátíu milljónir manna til dauða. í menningarbyltingunni árið 1966 kom svo Mao menntastéttinni fyrir kattar- nef, rúmlega milljón manns var drepin og hundrað milljónir manna urðu fyrir ofsóknum. Þó að breyttir tímar í sögu Kína hafi orðið eftir dauða Mao fer það ekki á milli mála að ennþá er það fámenn „elíta“ sem ræður ríkjum og ef hún heldur eitthvað ógna sér er hún tilbúin til að beita valdi. Fjöldamorð á stúdentum á Tiananmen-torgi árið 1989, ofsóknir á hendur friðsamlegri trúarhreyfingu, Falun Gong, og duldar hótanir eins og heræfingar við Taívan og kjarnorku- tilraunir sýna að enginn veit nákvæmlega við hverju má búast af kínverskum stjórnvöldum. ✓ Otrúlegar framfarir Arið 1978 tók Deng Xiaoping við völdum og valdi kapítalisma til þess að leiða þjóð sína úr örbirgð. Hann innleiddi markaðslögmálin inn í bændasamfélagið sem smám saman varð nægilega ríkt til þess að geta tekið þátt í verslun. Eignarrétti var aftur að einhverju leyti komið á og landið var opnað fyrir milliríkjaverslun og erlendum fjárfestingum. Áhrifin létu ekki á sér standa, verg landsframleiðsla jókst að meðaltali um 9,7% árlega og (Framhald á síðu 2) Mynd 1. Hagvöxtur í Kína frá 1991 til 1998 og áætlun fyrir 1999 (%). Kínverska alþýðulýð- T^áruin hefur kínverska ^ Þorvaldur Gylfason t Grænmeti hefurveriðnefnt^ I veldið hélt upp á fnnmtíu 1 þjóðin sennilega upplifað 4 prófessor fjallar um veg- /| í sömu andrá og ofurtollar X ára afmæli sitt 1. október jLmt bæði sfnar verstu og bestu tolla, repúblikana og og lákeppni, ástæðan er síðastliðinn. Á fimmtíu stundir. Rússland í grein sinni. óhóflega hátt verð.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.