Vísbending


Vísbending - 08.10.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 08.10.1999, Blaðsíða 2
(Framhald af síðu 1) hlutur Kína í vergri landsframleiðslu heimshagkerfisins jókst úr 5% árið 1978 í 11,8% árið 1998. Rúmlega200 milljónum manna var lyft upp fyrir fátæktarmörk. Þennan síðasta áratug aldarinnar hefur erlend fjárfesting aukist verulega í Kína, sem er nú það land sem fær þriðja mesta erlenda fjárfestingu til sín á eftir Bandaríkjunum og Bretlandi, eitthvað um 300 milljarðaBandaríkjadala saman- lagt þennan áratug. Kínverjar hafa einnig sýnt að þeir geta lært og eru tilbúnir til að læra af erlendum fyrirtækjum. Reyndar hafa alþjóðleg fyrirtæki kvartað yfir því að það sé það eina sem Kfnverjar vilja gera, loforð um aukinn aðgang fyrir alþjóðleg fyrirtæki sem hafa fjárfest ríkulega í Kína hafa ekki gengið eftir og eru margir orðnir langþreyttir á að kynda kínversku efnahagsvélina vitandi það að þegar Kínverjar hafa fengið næga þekkingu muni þeir ætla að framleiða vörurnar sjálfir. Mörg vandamál Stærsta spurningin sem erlendir fjárfestar og hagfræðingar spyrja sig varðandi Kína er hvort og hvernig stjórnvöld ætla að draga úr áhrifum sínum á markaðinum. Vandamál Kína eru ekki ósvipuð vandamálum fyrrum ríkja Sovétríkjanna í að leiða þjóðina til frjálsra markaðshátta. Stór hluti fyrirtækja er í ríkiseigu og er þjakaður af óhagkvæmni og óráðsíu sem að hluta til stafar af skorti á lögum og reglum um starfsemi og ábyrgð fyrirtækja og stjórnenda þeirra. Um ríkisrekin fyrirtæki í Kína er sagt: „Næstum öll þeirra eru gjaldþrota og næstum ekkert þeirra framleiðir vörur sem einhver vill kaupa. Engu að síður skapa þau atvinnu fyrir 100 milljónir manna, eða helming þess fólks sem ekki vinnur í landbúnaði."1 Auðinum ereinnig misskipt: á meðan þeir sem búa við strandlengjuna frá Peking (Beijing) til Hong Kong hafa fengið mestan efnahagsbatann og erlendu fjárfestinguna í sínar hendur hafa aðrir hlutar Kína ekki efnast að sama skapi. Framleiðnin er hætt að vaxa, á meðan fólksfjöldinn eykst og eykst. Frá árinu 1994 til ársins 1997 minnkuðu tekjur þeirra sem búa í dreifbýli úr 966 Bandaríkjadölum í 870 Bandaríkjadali, semerum 10%lækkun.Eitthvaðum800 milljónir búa í landbúnaðarhéruðunum en einungis 350 milljónir manns hafa vinnu, þó að sennilega sé þörfin fyrir vinnuafl ekki meiri en 150 milljónir. Fjöldinn allur af fólki er þess vegna líklegur til þess að leita til strand- lengjunnar í von og óvon, til að deyja eða til að finna gæfuna. Vandamálin eru fleiri, þjóðin er að eldast. I byrjun tíunda áratugarins var hlutfall þeirra sem eru eldri en sextíu ára V ISBENDING um 9% í Kína, áætlað er að þetta hlutfall verði komið í 20% árið 2030. Verulegur skortur er á menntuðum sérfræðingum, enda var hinni fámennu menntastétt slátrað í menningarbyltingunni og sú menntun sem er í hávegum höfð byggist á gömlum hefðum frekar en á þörfum framtíðarinnar. Einnig hefur glæpatíðni og svartamarkaðsbrask aukist verulega. Þá virðist eitthvað vera að hægjast á hagvextinum í Kína og margir efast um að sá 7-8% hagvöxtur sem kínversk stjórnvöld gefa upp sé raunin. I Economist sagði nýlega um hagvöxt í Kína: „Dragðu minnst tvö prósent frá sem tölfræðilegar ýkjur. Dragðu enn eitt til tvö prósent frá fyrir lélegar vörur sem enginn vill kaupa og hlaðast upp í birgðageymslum. Taktu burt önnur tvö til þrjú prósent einfaldlega vegna náttúrulegrar aukningar vinnuafls. An þessara þátta er ljóst að hagkerfið vex varla mikið.“ s Island — Kína Islendingar hafa á síðustu árum reynt að hressa upp á samskipti þjóðanna og árið 1997 mátti sjá verulega aukningu á útflutningi á sjávarafurðum til Kína. Utflutningur hefur þó eitthvað farið minnkandi tvö síðustu ár þar sem enn er nokkuð um inngönguhindranir í formi innflutningskvóta. Viðskiptajöfnuður- inn er mjög óhagstæður við Kína og eru íslensk stjómvöld ekki fullkomlega sátt við þá þróun. Eitthvað í kringum 10 skip eru í smíðum í Kína sem sýnir að íslensk stjórnvöld hafa staðið við sinn hluta samningsins en það er þó langt í land með að Kínverjar standi að sama skapi við sinn hluta. Alþj óðaviðskiptastofnunin Eftir að bandarískum hernaðar- sérfræðingum tókst næstum því að búa til nýja heimsstyrjöld með því að sprengja upp kínverska sendiráðið í Belgrad töldu margir að það myndi flýta fyrir að Kínverjar yrðu teknir inn í Alþjóðaviðskiptastofnunina. Margir eru reyndar enn á því að Kína verði orðinn meðlimur áður en árið er úti. Margt stendur þó í veginum, fyrst og fremst að Kínverjar eiga enn nokkuð í land með að taka til í viðskiptamálum hjá sér. En einnig er líklegt að forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum geti orðið til þess að Bandaríkin muni hætta við að greiða fyrir inngöngu Kína fyrr en eftir kosningar eða til ársins 2001. A1 Gore hefur ekki efni á því að styggja þá sem finnst að Kínverjar verði að gera stórátak í mannréttindamálum áður en það verður á einhvern hátt farið að greiða götu þeirra í alþjóðasamfélaginu. Hvort sem innganga Kína í Alþjóða- viðskiptastofnunina verður 1999 eða 2001 er ljóst að það getur haft veruleg ÍMynd 2. VLF á mann (í Bandaríkjad. I á verðlagi ársins 1990). 3000 1950 1973 1996 áhrif til framfara fyrir Kína jafnt sem alþjóðasamfélagið. Það mun bæði opna tækifæri fyrir alþjóðleg fyrirtæki og jafnframt leiða til hagkvæmni og hagræðingar í kínverska hagkerfinu. Þekking á stjórnun, tækni og upplýsingar geta lyft efnahagskerfinu og aukið gæði og skilvirkni kínverskra fyrirtækja. Þjónusta myndi sérstaklega eiga möguleika á að blómstra, eins og t.d. fjármálaþjónusta, símaþjónusta og allt í sambandi við tölvur og tölvu- samskipti. Innri uppbygging þarfnast einnig verulegra umbóta, eins og t.d. að koma upp öflugu símkerfi. Þá má ekki gleyma því að kínverska miðstéttin er um og yfir 400 milljónir manns sem er markaður sem erfitt er að horfa fram hjá. Inn í nýja öld Jiang Zemin er þriðji leiðtoginn í Kína eftir að alþýðulýðveldið var stofnað 1. október 1949. Sjálfur segir Jiang að hann sé þriðji „mikli“ leiðtoginn í röð til að stjórna Kína. f ræðu sinni 1. október síðastliðinn sagði hann að „reynslan hefur að fullu sannað að sósíalismi er eina leiðin til að bjarga og þróa Kína“. Það undirstrikar að lýðræði er ekki á næstu grösum. Og ef orð Jiang Zemin hafa ekki sannfært menn þá ætti hersýning að hætti hússins að hafa tekið af allan vafa. Engu að síður bendir flest til þess að Jiang Zemin ætli að halda áfram þeini umbótum sem fyrirrennari hans í embætti hóf. Það eru þó ekki allir sem trúa því að það takist að gera Kína að því stórveldi sem það eitt sinn var. Kínversk stjórnvöld hafa múrað í kringum sig veggi af vandamálum sem erfitt er að sj á yfir eða fram hj á. Kínamúr sem verður ekki rifinn niður nema með tíð og tíma. 1) Peter Drucker, Drucker on Asia (1997), bls. 12. Heimildir: World Economic Outlook, ÍMF (október 1998); The Economist, (11— 17. september og 2.-8. október 1999); Fortune (11. október 1999); The Wealth and Poverty of Nations e. David Landes (1998), Globat Trends 2005 e. Michael J. Mazarr; Drucker on Asia og The New Realities e. Peter Drucker (1997 og 1989); Útflutningsráð íslands. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.