Vísbending


Vísbending - 08.10.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 08.10.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Yegtollar, repúblikanar og Rússland Þorvaldur Gylfason prófessor Þingsályktunartillaga Einars K. Guðfinnssonar o.fl. um vegtolla, sem samþykkt var á alþingi fyrr á þessu ári, er í góðu samræmi við þann hátt, sem hafður er í síauknum mæli á hagstjórn og umferðarstjórn víða um heim. Hreyfing og kyrrstaða Það hefur lengi tíðkazt hér á Islandi sem annars staðar að hemja og dreifa umferð með því að taka gjald af bílum í kyrrstöðu (stöðumælagjald). Tillaga Einars og félaga er rökrétt framhald á stöðumælagjaldi: það er að taka í sama skyni sams konar gjald af bílum á hreyfingu og af bílum í kyrrstöðu. Þessa gjaldheimtu þarf ekki að binda við ákveðin svæði eða dreifðar byggðir; það er þvert á móti eðlilegt að taka slíkt gjald einkum í þéttbýli, þar sem umferðin er mest og tímasóun og mengun vegna umferðartafa eru mestar. Singapúr er gott dæmi, því að umferð um þá borg er að nokkru leyti stýrt með gjaldheimtu með þeim árangri, að Singapúr er eina stórborgin í Suðaustur-Asíu, þar sem umferðaröngþveiti er óþekkt. Indverskur leigubílstjóri þarna suður frá færði málið í tal við okkur hjónin ekki alls fyrir löngu, sem við ókum með honum á fleygiferð um miðborgina um háanna- tímann. Ég hugsaði með mér: þurfum við nú að hlusta á grátsöng um óréttmæta gjaldtöku af leigubflstjórum? En það fór á aðra leið. Bflstjórinn sagði: „Það, sem skiptir okkur mestu máli, er menntun unga fólksins. Hún kostar sitt. Samfélagið verður að afla tekna til að standa skil á sínum skerfi til skóla- kerfisins.Umferðargjaldiðgreiðiégþess vegna glaður, og ég vona, að farþegar mínir geri það einnig, því að við skiptum því bróðurlega með okkur.“ Við bættum ríflega ofan á reikninginn í leiðarlok. Bflstjórinn skildi, að veigamikil efna- hagsrök hníga að vegtollum af því tagi, sem þingsályktunartillagan íslenzka stefnir að, bæði hagkvæmnisrök og réttlætisrök. Hagkvæmnin felst í því, að sanngjörn gjaldheimta dreifir umferð í tíma og rúmi og dregur með því móti úr þeim töfum, mengun og öðrum kostnaði, sem ökumenn leggja hver á annan við frjálsa umferð um vegi og götur. Auk þess er gjaldtaka af þessu tagi ein hagkvæmasta tekjuöflunarleið, sem almannavaldið á kost á, og skapar svigrúm til þess að létta óhagkvæmum sköttum af fólki og fyrirtækjum. Réttlætisrökin eru þau, að þeir, sem mest ríður á að aka um fjölfarnar slóðir, geta keypt sér aðgang að vegum og gatnakerfum og komizt greiðlega leiðar sinnar, án þess að aðrir, sem ekki liggur eins mikið á, leggi tafir á þá. Hversu mikiðmönnum liggurá, birtist í því gjaldi, sem þeir eru fúsir að greiða í aðgangs- eyri. Þingsályktunartillaga Einars K. Guðfinnssonar o.fl. er því tillaga um markaðsbúskap á mikilvægum vett- vangi: í umferð. Þeir, sem leggjast gegn slflcri tillögu, eru í raun og veru að lýsa sig andvíga markaðsbúskap og þeirri hagkvæmni og því réttlæti, sem jafnan fylgja markaðslausnum langt umfram aðrar færar leiðir að settu marki. „Ný skattheimta“ Algengasta mótbáran gegn veg- tollum er sú, að þeir feli í sér nýja skattheimtu. „Hann varð ástfanginn upp fyrir haus af öllum nýjum sköttum," sögðu repúblikanar á Bandaríkjaþingi einu sinni í lítilsvirðingarskyni um Herbert Stein, einn helzta sérfræðing sinn og Bandaríkjanna í ríkisfjármálum, en hann er nú nýlátinn. Þeir gerðu sér ekki fulla grein fyrir mikilvægi rfkis- fjármálanna — og virðast í reyndinni ekki gera það enn, enda hleypa þeir ríkisfjármálum Bandaríkjanna í bál og brand, hvenær sem þeir komast í kassann. Ronald Reagan forseti gerði Bandaríkjamenn að skuldugustu þjóð heims (í dollurum talið) á fáeinum árum eftir 1980. Hallarekstur ríkisins á þessum ámm varð til þess, að hrein þjóðarskuld Bandaríkjanna tvöfaldaðist rniðað við landsframleiðslu frá 1980 til 1992: þjóðarskuldin jókst úr 19% af lands- framleiðsluárið 1980uppí38%árið 1992, á meðan þjóðarskuldin lækkaði í Bretlandi (úr 48% af landsframleiðslu í 32%) og í Japan (úr 17% í 5%). Þessu fylgdi skiljanlega uppsveifla í banda- rísku efnahagslífi, því að lánsfé flæddi inn yfir landið og örvaði bæði neyzlu og fjárfestingu. Það er að vísu þingið, sem setur landinu fjárlög, en driffjöðrin á bak við þessi umskipti var forsetinn sjálfur. Skattalækkun virðist vera æðsta boðorð repúblikana í ríkisfjármálum óháð öllu öðru. Þá varðar yfirleitt ekki um skuldasöfnun og enn síður um þarfir samfélagsins t.d. í menntamálum eða heilbrigðis- og tryggingamálum; þeir virðast ekki sjá samhengið. Það er eins og þeim sé um nregn að lyfta leppunum frá báðum augum í einu. Þeim virðist mörgum standa á sama, þótt þjónusta ríkis og byggða við þegnana drabbist niður. Sumir þeirra stæra sig af því að hafa aldrei komið til útlanda. Og þeir virðast margir hverjir ekki heldur gera sér grein fyrir því, að sum gjaldheimta til samfélagsins er hag- kvæmari en önnur, enda eru þeir sjálfir yfirleitt allra manna harðdrægastir, þegar að því kemur að mylja undir hvers kyns sérhagsmunahópa (t.d. tóbaks- bændur og byssuvini) á kostnað almennings. Þá mega þeir ekkert aumt sjá. Þeim virðist fyrirmunað að sjá og skilja, að ein leiðin til að draga úr óhagfelldri skattheimtu er að finna hagkvæmari gjaldstofna í staðinn — eins og t.d. umferðarkraðak í þéttbýli eða ofveiði til sjós, sem er sömu ættar. Ef slíkir stjórnmálamenn væru sam- kvæmir sjálfum sér, þá my ndu þeir reyna að fá ævinlega sem lægst verð fyrir ríkiseignir við einkavæðingu, því að ríkið fer svo illa með allt sitt aflafé, eins og þeir segja sjálfir. Rússnesk einkavæðing Einmitt þetta virðist raunar öðrum þræði vera hugsunin á bak við sölu ríkiseigna langt undir sannvirði til útvalinna einkavina t.a.m. í Rússlandi, fyrir nú utan græðgina og stelsýkina. Én þangað austur virðast sumir einnig í auknum mæli sækja innblástur og ýmsar fyrirmyndir, sem sízt skyldi, ekki síður en til bandarískra repúblikana, enda er skammt þar á milli.' Það ætti þó að segja sig sjálft, að stjómvöldum ber skylda til að afla tekna til samfélagsþarfa með hagkvæmasta og réttlátasta hætti, sem völ er á, og selja ríkiseignir við hæsta verði, sem býðst á frjálsum markaði. Þeim, sem falla á öðru prófinu, hættir til að falla einnig á hinu. * Ronald Reagan sótti um inngöngu í Kommúnistaflokk Bandaríkjanna á fjórða áratugnum, en fékk ekki. Þetta kemur fram í nýrri „opinberri" ævisögu forsetans fyrr- verandi. Inýútkominni ævisögu Ronalds Reagans, „Dutch“, sem tók fjórtán ár að skrifa, er dreginn upp athygliverð mynd af þessum fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Skrásetjari sögunnar kemst að þeirri niðurstöðu að „Ronnie" hafi verið leiðinlegur, sjálfumglaður og áhugalaus um annað fólk en engu að síður hafi hann verið einn af merkustu forsetum Bandaríkjanna þar setrt hann ^gaf þjóð sinni von og bjartsýni._ 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.