Vísbending


Vísbending - 15.10.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 15.10.1999, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 15. október 1999 41. tölublað 17. árgangur I leit að hamingiunni Aðalumræðuefnið á fyrsta degi nýsetts haustþings var „þensla“ og ekki að ástæðulausu. Flestir hagfræðingar eru sammála um að skynsamlegt sé að hægja á þeirri þeysireið sem íslenska efnahagskerfið er á um þessar mundir. Kaupgleði Þjóðfélagið er á fullu. Allir eru að byggja: sementssala jókst um 9% á fyrtu átta mánuðum ársins. Allir eru að kaupa nýtt húsnæði: raunverð hús- næðisverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur vaxið hratt síðasta árið, um 10% á fyrri hluta ársins í samanburði við fyrri hluta árs 1998. Bflar hafa einnig verið vinsæl innkaupsvara síðustu tvö ár og jókust nýskráningar bifreiða um 24% á milli fyrri hluta áranna 1998 og 1999. Þá hefur velta í smásöluverslun aukist um 5% á sama tímabili. Innflutningur jókst um 22% á síðasta ári á meðan útflutning- ur jókst einungis um 2,6%. Kaupgleði Islendinga er því mikil og til marks um góða tíma í íslenskum þjóðarbúskap. Venjulega þegar svo langt er Iiðið á góðæri þá eru það neytendur sem átta sig á því að uppsveiflan mun ekki vara að eilífu og draga úr eyðslunni. Nú virðist hins vegar ekkert lát vera á bjartsýninni. Á meðan hagkerfið óx um 5,0% árið 1998 jókst einkaneyslan um 11,0% á sama tíma. Á fyrri hluta þessa árs var munurinn þó minni, 5,1% hag- vöxtur og 6,0% aukning einkaneyslu, svo að það gæti verið að neytendur séu að átta sig á stöðunni. Um efni fram egar vel árar þá er skynsamlegt að leggja hluta aflans til hliðar og spara til að byggja upp forðabúrið fyrir þá tíð þegar harðnar í ári. Sparnaður virðist hins vegar ekki vera mönnum ofarlega í huga, þvert á móti hefur vöxtur útlána og peningamagns verið á bilinu 15-20% síðustu ár. Fólk virðist stundum horfa á næsta þjóðfélagshóp fyrir framan sig hvað kaupgetu varðar og telur sig tilheyra honum og eyðir um efni fram til þess að ná lífsgæðum þess hóps. Svona gengur þetta koll af kolli þangað til komið er að þeim sem eru ríkastir en margir þeirra virðast vilja bera sig saman við milljarða- mæringa í útlöndum og kaupa allt sem hönd getur fest á. Sumir hagfræðingar hafa líkt þessari neysluhegðun fólks við naggrís sem hleypur og hleypur í hjólinu sínu þó hann færist ekki úr stað en um leið heldur hann (efnahags)- hjólinu á fullri ferð. Forráðamenn landsins vilja hægja á þessu hjóli. Vandamálið er að þegar fólk er farið að leika þennan annars ágæta leik kemur alltaf að því að lokum að það áttar sig á því að það hefur ekki efni á að þykjast eiga meira en það á. Krónurnar í baukn- um nægja ekki og fyrr eða síðar hætta aðrir, t.d. lánastofnanir, að vilja fjár- magna ný kaup fyrr en skuldarinn hefur gert upp þau síðustu. Hamingja ó svo að sumt fólk haldi því fram að flottir bflar, stór hús og mikil eyðsla skapi hamingju þá er það ekki alltaf svo og sennilega sjaldnar en fólk heldur. Spennan og gleðin varir varla lengur en það tekur að taka umbúðirnar af vörunni. Það er kannski þess vegna sem fólk er strax komið aftur með veskið á loft í leit að nýjum spennuvaka. Betri lífshættir geta eytt mörgum áhyggjum en yfirleitt skapa þeir einhverjar nýjar í staðinn. Hagfræðingar hafa í gegnum tíðina gert ráð fyrir að neytendur séu yfirleitt skynsamir og að neytandi fjárfesti einungis ef það hámarkar lífsgæði hans eða öllu heldur ef ávinningur af ein- stökum kaupum er meiri en kostnaður- inn. Ef neytandinn væri skynsamur þá ætti hann að geta fært kostnaðinn til núvirðis og borið saman við ávinning- inn og þannig tekið skynsamlega ákvörðun, þ.e. keypt ef ávinningurinn er meiri eða jafn og kostnaðurinn en annars ekki. Þetta er hins vegar ekki alltaf raunin. Stundum er skynsemin ekki alltaf fyrir hendi og fólk telur að annað hvort þurfi það ekki að greiða í framtíðinni eða að það heldur að það verði betur í stakk búið til að takast á við greiðslubyrðina en raunin er. Aukin eyðsla hefur þó góð áhrif á framleiðslu og verslun í þjóðfélaginu sem leiðir til minna atvinnuleysis en það er eitt mesta böl sem hægt er að leggja á fólk. Þannig skapar aukin eyðsla án nokkurs vafa aukna hamingju. Skráð atvinnuleysi var 2,1% á fyrri hluta ársins í samanburði við 3,1% á síðasta ári og hefur farið lækkandi allt frá árinu 1995. Að kunna sér hóf að er hægt að líkja eyðslu þjóðarinnar við eitt allsherjarfyllerí sem getur verið skemmtilegt á meðan á því stendur en ef drukkið er of rnikið og of lengi þá má búast við slæmum timburmönnum. Mjúk lending er þó einnig möguleg. Fylleríið mun einhvem tfmann taka enda sem verðleiðrétting í hagkerfinu. Yfir- leitt gerist það með offjárfestingu, of rniklu peningamagni í umferð, of miklum lánveitingum eða einfaldlega óhóflegri bjartsýni og ofvexti fyrirtækja og frum- kvöðla. Fjárfestingin leiðir til offram- boðs, framleiðendur og smásalar finna ekki markað fyrir allt sem þeir hafa að bjóða og eigendur fyrirtækjahúsnæðis finna ekki kaupendur eða leigjendur. Lengi vel virðist allt vera í góðum málum og eftirspurn vera fyrir hendi en að Iokum birtist blákaldur raunveruleikinn og fjárfestar fara á hausinn sem síðan dregur úr fjárfestingum og hagkerfið tekur dýfu. Sumir trúa þvf þó að ekkert sé að óttast og að upplýsingar og tækni hafi gert það sama fyrir hagkerfið og viagra- lyfið hefur gert fyrir karlþjóðina, að eina leiðin sé áframhaldandi uppgangur. Frá þeirra sjónarhóli varir hagvöxturinn ótakmarkað lengi og niðursveiflur og kreppur heyra sögunni til. Bæði neytendur og fyrirtæki virðast heimfæra eða framlengja þá þróun sem hefur verið til skamms tíma á framtíðina og haga sér samkvæmt því. Mörgum finnst sopinn góður og eru ekki tilbúnir til að hætta að skála fyrir en síðasti dropinn er uppurinn, í leit að hamingjunni. Heimildir: Hagvísar, ÞHS. Þensla var aðalumræðu- ^ Nethugmyndir hafa víða ^ Ásgeir Jónsson hag- a hefur fyrir ísland öp' I efni alþingis á fyrstu } fengið nokkra athygli í -2 fræðingur fjallar um smá- /| hvernig smáþjóð eins og dögum þess enda fer viðskiptum og skipulagi þjóðir og hvaða þýðingu ísland getur haldið sömu ^ verðbólga vaxandi.______________fyrirtækja.___________________aukinn fjöldi smáþjóða________áhrifum eftir sem áður.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.