Vísbending


Vísbending - 15.10.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 15.10.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Uppreisn dverganna Ásgeir Jónsson hagfræðingur Nú er allt útlit fyrir að nýtt sjálfstætt ríki bætist í samfélag þjóðanna þar sem indónesískar hersveitir hafa yfirgefið Austur-Tímor. Tala sjálfstæðra ríkja í heiminum er þá farin að nálgast 200. Þjóðríkjum hefur fjölgað geipilega á þessari öld og þau hafa jafnframt smækkað. Nú eru 87 ríki með færri en fimm milljónir íbúa og af þeim eru 35 lönd með færri en 500.000 sálir innanborðs. Það er allt útlit fyrir að dvergríkjunum fjölgi enn frekar á næstu öld. Á fyrsta helmingi þessarar aldar öðlaðist eitt ríki sjálfstæði á ári að meðaltali og þessi tala tvöfaldaðist eftir 1950 er nýlendur Vesturveldanna náðu sjálfstæði. En frá 1990 hefurfjölgun ríkja tekið mikinn kipp og þrjú ný ríki hafa litið dagsins ljós á hverju ári síðan. Islendingar munu því fá æ fleiri keppinauta á Olympíuleikum smáþjóða þegar fram líða stundir en það er spurning hvaða aðra þýðingu aukinn fjöldi dvergríkja hefur fyrir landsmenn. Island hefur lengi notið þess að vera dvergur sem fær að sitja til borðs með risum en áhrif landsins hafa verið mun meiri en stærð og styrkur þess segir til um. Þessu sæti verður æ erfiðara að halda þegar fram í sækir. Þá má spyrja hvaða leið sé best til þess að viðhalda og jafnvel auka áhrif landsins. Er aðild að Evrópusambandinu svarið? Hrokafullar smáþjóðir Það verður æ erfiðara að nota hervald til þess að halda saman ólíkum þjóðarbrotum. Vesturveldin gáfust upp á því fyrir margt löngu. Nú hafa slavnesk ríkjasambönd verið að brotna upp og það er allt útlit fyrir að mörg ríki þriðja heimsins muni sæta sömu örlögum. Áður fyrr voru styrjaldir háðar til þess að stækka ríkisheildir, en nú hefur dæmið snúist við. Flestar orrahríðir standa nú um að minnka viðurkennd ríki. Þessi pólitíska brotgirni virðist skjóta skökku við aukin utanríkis- viðskipti sem hafa tengt strönd við strönd í efnahagslífi heimsins. Efnahagslegur samruni virðist því sundra löndum í pólitískum skilningi því lítil ríki eiga nú auðveldara með að standa á eigin fótum. Jafnvel má færa rök fyrir því að einstök héruð standi sig betur ein á báti en sem hluti af stærri heild. Það er margreynt lögmál að traustar girðingar skapa góða nágranna og eyða úlfúð á milli ólíkra hópa, s.s. á milli Tékka og Slóvaka. Þar á ofan hafa lítil ríki oft víðari sýn og eru opnari fyrir tækninýjungum og frumkvæði. Þá er miklu minna svigrúm fyrir millifærslur af ýmsu tagi í smáríkjum, s.s. að niðurgreiða einstaka atvinnugreinar á kostnað annarra. Þess vegna ætti ekki að koma á óvart að hagvöxturog lífskjöreru yfirleitt betri í litlum ríkjum en stórum. Um allan heim eru smáríki sem hafa náð mjög glæsilegum árangri í efnahagsmálum. Hins vegarerekki sjálfgefiðað sjálfstæði skapi auðlegð og til að mynda eru mörg Afríkuríki nú mun verr stödd efna- hagslega en þau voru sem nýlendur þar sem landsframleiðsla á mann er nú minni en hún var fyrir 30-40 árum síðan. En þessi ríki höfnuðu að vísu alþjóða- væðingu og frjálsum mörkuðum með tollum og sósíalisma. Hagsýni ræður Beinar hagsýnisástæður eru einnig oft stór þáttur í því hvort þjóðir sækjast eftir sjálfstæði eður ei. Til að mynda vilja Langbarðar á Norður-Ítalíu losna undan þeirri byrði að halda uppi fátækum löndum sínum í suðri. Tungu- mál, menning eða þjóðerni geta verið ástæða aðskilnaðar frá annarri ríkisheild en það er yfirleitt aðeins efnahagslegt sjálfsöryggi sem sannfærir venjulegt fólk um að láta drauminn rætast. Um leið og tollamúrar rofna og frjáls verslun er hafin til vegs og virðingar auðveldar það mjög leikinn fyrir lítil ríki. Sjálfstæðissinnaðir Québecbúar vonast til þess að aukin verslun við önnur ríki muni sannfæra meirihluta íbúanna um að héraðið muni ekki líða efnahagslegt tjón af sjálfstæði. En þótt þetta frönskumælandi hérað vilji losna úr tengslum við hið enskumælandi Kan- ada þá vilja Québecbúar óðir og uppvægir auka tengslin við Bandaríkin og stuðningur við fríverslunarbandalag Norður-Ameríku (NAFTA) var hvergi meiri en þar. Þá er einnig hægt að minnast þess af hverju íslendingar gáfu frá sér sjálfstæði sittárið 1262. Aukþess að vera orðnir þreyttir á vígaferlum þá óttuð- ust landsmenn um framtíð utanríkisversl- unar sinnar vegna tregra siglinga til lands- ins. Þegar þeir gengu Noregskonungi á hönd var það með því loforði að Norðmenn myndu senda hingað sex skip á ári til þess að versla. Það er einnig athyglisvert að sjálf- stæðisbaráttan hófst ekki af neinum krafti fyrr en Islendingar fengu verslunarfrelsi. YfiiTáð Dana og versl- unareinokun voru af mörgum álitin “nauðsynlegt böl” allt þar til efna- hagslegt sjálfsöryggi og frjáls verslun sannfærðu landsmenn um hið gagn- stæða. Er ESB tímaskekkja? Þá vaknar sú spurning hvort Evrópu sambandið sé tímaskekkja því á meðan aðrar þjóðir sækjast eftir sjálf- stæði halda þjóðir Vestur-Evrópu í þveröfuga átt eða til þess að skapa stóra og þunglamalega ríkisheild. Það er ljóst að margt við ESB er forneskja, s.s. tollar, reglugerðir, ríkisafskipti og niður- greiðslur af ýmsu tagi en jafnframt var stofnun sambandsins að mörgu leyti skref til framtíðar. Þótt sjálfstæði einstakra Evrópuríkja hafi minnkað hefur sjálfstæði einstakra héraða og þjóðarbrota aukist. Tökum Baska sem dæmi. Um ár og aldir hafa þeir verið undir járnhæl Spánarveldis og þurft að sækja öll sín mál þangað. Nú hins vegar geta þeir leitað beint til ESB. Hið sama á við um mörg önnur héruð í Evrópu, s.s. Skota eða Walesbúa. Það má því segja að ESB stuðli að menningar- fjölbreytni í Evrópu þó margir haldi hinu gagnstæða fram. Dvergar skipa risum fyrir Það er ljóst að almennt munu þjóðríki hafa minni áhrif á efnahagsstjórn í framtíðinni. Nú er svo kornið að æ fleiri hagsmunamál ráðast utan landamæra einstakra ríkja og af aðilum sem hafa engan þjóðfána. Þetta á við um svo ólíka hluti sem mengun og viðskipti. Þess vegna eru alþjóðlegir samningar eina leiðin fyrir þjóðríki að seilast út fyrir (Framhald á síðu 4) Mynd 1. Fjöldi nýrra rikja sem bœtist við samfélag þjóðanna á hverju ári að meðaltali 1900-1950 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.