Vísbending


Vísbending - 15.10.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 15.10.1999, Blaðsíða 4
(Framhald af si'ðu 2) Síminn er gott dæmi um þetta, ef einungis einn á síma þá er síminn lítils virði einfaldlega vegna þess að hann getur ekki hringt í neinn en því fleiri sem símeigendurnir verða því meira virði verður hver sími fyrir eiganda sinn þar sem hann getur hringt í fleiri og fleiri. Það sama á við um netið þar sem því fleiri sem tengjast því því meira virði hefur það fyrir hvern notanda. Reyndar gleymist stundum að taka með í reikninginn í þessu lögmáli að vaxandi notkun þýðir aukna umferð sem getur dregið úr hraða og skilvirkni kerfisins og um leið jaðarnotunum eins og margir hafa reynt þegar þeir eru á Netinu á sama tíma og þorri Bandaríkjamanna. En það breytir því ekki að notin af fyrirbærinu vaxa hratt, sérstaklega til að byrja með, með fleiri notendum. Um leið og fleiri tengjast netinu verða framleiðendur reiðubúnari til þess að framleiða sérstaklega vörur, t.d. hug- búnað, sem tengjast netinu beint. Þetta er eftirspurnarhagkvæmnin. Þó að lög- málið um vaxandi jaðarnytjar eigi ekki við um Herbalife þá er hins vegar eftirspurnarhagkvæmni að vera á netinu þar sem dreifikerfið gæti nýst öðrum framleiðendum eða fyrir aðrar vörur. Netþjóðfélagið Nethugmyndin getur haft veruleg áhrif á þjóðfélagið. Kevin Kelly ritstjóri netritsins „Wired“ hefur fjallað um að byltingin sem við erum að upplifa sé samskiptabylting þar sem allt tengist hvert öðru. Tæki munu geta haft samskipti sín á milli og fólk við hvern sem er hvar sem það er. Samskipta- og upplýsingabyltingin mun gera það að verkum að kostnaður við samskipti og upplýsingar mun lækka það mikið að allt nema mjög sértækar upplýsingar verði það almennar að fólk alls staðar í þjóðfélaginu hafi aðgang að þeim. Þetta mun draga úr miðstýringu og auka lýðræði. Um leið er sá möguleiki fyrir hendi að þjóðfélagið verði margbrotnara og auðugra þegar fólk getur sniðið upplýsingar og skemmtun að sínu áhugasviði. Þá er einnig lfklegt að sér- fræðingunum fjölgi. Þess vegna er ekki ólíklegt að hver og einn þjóðfélagsþegn verði virkari og axli meiri ábyrgð rétt eins og starfsmenn í fyrirtæki sem byggir á netskipulagi. En um leið og net- lýðræðið getur verið réttlátara en margt annað er hætta á því að þeir sem einhvern veginn ná ekki að komast inn í netið eigi erfitt með að fóta sig í tilverunni. Það getur einmitt verið umhugsunarefni fyrir þau fyrirtæki og jafnvel þjóðir sem telja sig geta staðið fyrir utan þá netþróun í viðskiptum sem svo víða hefur náð útbreiðslu. Net sem getur auðveldað þeirn að fanga árangur og framfarir fyir en ella. (Framhald af síðu 3) landamærin og grípa á vandamálum. Alþjóðasamvinna er yfirleitt fremur hagstæð litlum ríkjum þar sem “kaupfélagsform” ræður yfirleitt í atkvæðagreiðslum (eitt ríki = eitt atkvæði) fremur en bein stærðarhlutföll. Til að mynda hefur Island sömu stöðu innan Nató og önnur riki þótt Iandið sé bæði herlaust og því sem næst mannlaust. Fræðilega séð hefðu Islendingar getað stöðvað loftárásirnar á Kosovo þar sem ísland hefur neitunar- vald eins og önnur Natóríki. Henry Kissinger, sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna á tímum Þorskastríðsins, á ekki orð til þess að lýsa hroka Islendinga í endurminningum sínum. Að sögn notuðu íslendingar Nató til þess að þrýsta á Bandaríkjamenn um að hafa stjórn á Bretum. Að áliti Kissingers hafði “kaupfélagsformið” gengið út í öfgar og gert það að verkum að dvergríkin voru farin að skipa risunum fyrir verkum. Kaup kaups Island hefur löngum komist upp með það að vera þriðjudeildarlið sem fær að keppa í fyrstu deild. Hins vegar um leið og þriðjudeildarliðum fjölgar með fleiri smáum þjóðrikjum hlýtur þrýstingur að aukast um að Island spili í sinni réttu deild. Þá verður einnig erfiðara að halda sérstökum tengslum við einstaka risa, s.s. Bandaríkin, sem hafa einfaldlega í fleiri horn að líta en áður. Þess vegna, ef Island vildi hámarka áhrif sín á alþjóðavettvangi, væri besta leiðin að ganga í Evrópusambandið. Þá myndi landið öðlast áhrif sem væru langt umfram það sem fólksfjöldi eða efna- hagsstyrkur segði til um. Hins vegar yrði íslenska ríkið, um leið og landið næði meiri áhrifum ytra, að afsala sér hluta fullveldisins þar sem innan- landsmálefni myndu þá lenda á könnu annarra Evrópuþjóða. Þetta yrðu því kaup kaups. ( Vísbendingin ( f ' \ Hinn kanadíski Robert Mundell fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár. Mundell hefur verið mikill fylgismaður fastgengisstefnu og gjaldeyrisband- alaga eins og evrópska myntbandalags- ins. Þó að evran hafi ekki komið eins sterk inn á markaðinn og ntargir von- uðust bendir ýmislegt til að hún sé að styrkjast. 1 Gallupkönnun sent gerð var nýlega meðal stjórnenda 267 alþjóða- sjóða kom fram að 64% þeirra völdu evruna sem sinn uppáhaldsgjaldmiðil og veðja á að hún styrkist á næstunni^ ISBENDING Aðrir sálmar Við eigum bágt Það var gaman að kenna í framhalds- skólanum á níunda áratugnum. Nemendur voru líflegir, námsefni skemmtilegt og aðstaða góð. Fríin voru löng og tíð. f stuttu máli sagt var þetta hið besta starf. Aðeins eitt skyggði á, það voru frímínúturnar, en í þeim hittust kennarar. Ekki það að kennararnir væru ekki hið vænsta fólk því þeir gátu verið afburða skemmtilegir. Það sem skyggði á gleðina var bjargföst trú þeirra að þjóðfélagið væri að fara illa með þá. Bág kjör kennara voru umræðuefni frá því snemma á morgnana frarn á kvöld. Það virtist svo séð frá kennarastofunni að „allir væru að meika það nema ég“. Smám saman urðu þeir sem höfðu haldið að kennsla væri hið besta starf sannfærðir um að þeir hefðu rangt fyrir sér. Varla lýgur almannarómur. Snögg yfirferð bendir þó til þess að flestir þeir kennarar sem þá voru við störf séu enn að og una væntanlega hag sínum hið versta. Á Vestfjörðum urðu kjaradeilur í síðustu samningum harðari en víðast annars staðar á landinu. Fiskverkafólk þar setti fram kröfur urn meiri hækkun launa en aðrir fengu og fór í verkfall löngu eftir að aðrir voru búnir að semja. Samningar tókust loks á líkum nóturn og annars staðar. Síðan hefur mörgunt vestfirskum fyrirtækjum vegnað illa. Launakröfur voru ekki í neinu samræmi við greiðslugetu fyrirtækjanna. En af laununum getur enginn lifað sögðu fulltrúar verkalýðsins, sem virtust líflegri en flestir sem á skjánum birtast. Aldraðir hafa skelegga talsmenn, menn sem sanna það að alls ekki er raunhæft að miða eftirlaunatöku við sama aldur hjá öllum. En í fásinni sínu hafa þessir ágætu foringjar tekið upp á því að ýta undir kröfur aldraðra um að þjóðfélagið geri meira fyrir þá. Hvers vegna gerðu þeir ekki meira sjálfir þegar þeir höfðu aðstöðu og aldur til? Tölur um kjör aldraðra benda til þess flestir þeirra geti allvel við unað, en þeir hafa mikinn tíma til þess að tala um hve heimurinn sé vondur við gamalt fólk. Ábyrgð foringja er rnikil því eltir höfðinu dansa limirnir. Ef þeir mála ástandið stöðugt dökkum litum verður veröldin svört í augum hinna. v_______________Z___________________) /Ritstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.