Vísbending


Vísbending - 22.10.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 22.10.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING 22. október 1999 42. tölublað V i k u r i t u m v i ð s k i p t i o g efnahagsmál 17.árgangur Þjóðfélagsgerðin breytist að er yfirleitt erfitt að spá fram í tímann um það sem verða skal. Það eina sem má örugglega reikna með er að margt muni breytast. Þó að það sé erfítt að spá um óorðna hluti er mikilvægt að velta fyrir sér hver áhrif þeirra atburða sem þegar hafa orðið verða. Þetta er hægt að gera í sambandi við mannfjölda og aldursskiptingu hans. Það er þess vegna vitað með nokkurri vissu að hlutfall eldri borgara í iðnríkjum fer vaxandi og sú þróun mun einnig verða hér á landi. Breyttirtímar Margt hefur gerst á þessari öld. Eitt af því er að lífslíkur fólks eru mun meiri nú en fyrir 100 árum. Nú þykir 65 ára aldurinn oft vera til marks um að nýtt tímabil á æviskeiðinu sé að hefjast. Fyrir hundrað árum hefði þessi aldur markað endalok æviskeiðsins. Nú þykir í sjálfu sér eðlilegt að 65 ára gamalt fólk lifi í a.m.k. 15-20 ár til viðbótar. Á íslandi hafa lífslíkur eftir 65 ára aldur aukist úr 12 árum í byrjun aldarinnar í 18 ár í lok hennar. í byrjun tíunda áratugarins voru 18% af fólki í OECD-löndunum yfir 60 ára aldri. Eftirþrjátíu árgæti þessi tala verið komin yfir 30%. Ástæðan fyrir því að þetta hlutfall fer vaxandi er að lífslíkur hafa aukist og fæðingartíðni hefur jafnframt minnkað. Þegar svokölluð „baby-boom“ kynslóð sem nú er á vinnualdri fer á eftirlaun verður því nokkur breyting á hlutfallinu á milli fólks sem er á „vinnualdri“ (15-65 ára skv. OECD) og fólks á „eftirlaunaaldri" (þeirra sem eru eldri en 65 ára). Afleiðingin er að færri þurfa að vinna fyrir fleirum, þ.e. hlutfall þeirra sem eru á vinnualdri af heildarmann- fjölda verður nokkuð minna en það er í dag. Það þýðir að öllu óbreyttu að hlutfallsleg frainleiðsla mun minnka en það leiðir til þess að minna verður til skiptanna fyrir alla. Þó að eldri borgarar hætti að framleiða þá eru þeir áfram neytendur. Þessi breytta mynd gæti hæglega orðið eitt stærsta vandamál nýrrar aldar. Flestar þjóðir hafa þó áttað sig á að það verður að bregðast við vandanum strax ef ekki á að fara í óefni. Lífeyriskerfi er stærsta málið, það hvernig á að fjár- magna lífeyriskerfi framtíðarinnar, til þess að geta mætt því að stærri hluti fólks verður eldri borgarar en áður. Mest hefur þessi umfj öllun um aukið hlutfall eldri borgara verið einskorðuð við iðnríkin en engu að síður er vanda- málið einnig mjög alvarlegt í þróunar- ríkjunum. I mörgum löndum Mið- og Suður-Ameríku og Asíu má búast við að hlutfall eldri borgara muni tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. I Kína er líklegt að hlutfallið breytist úr 10%, eins og það er núna, í 22% árið 2030. Áhrif Breyting á aldurssamsetningu þjóða mun hafa veruleg áhrif á hagstjórn, félagsmál og stjórnmál á næstu öld. Um leið og þeim fjölgar sem eru yfir 65 ára aldri stækkar þessi hópur sem kjósenda- hópur og um leið vaxa áhrif hans sem þrýstihóps. I síðustu alþingiskosn- ingum hér á landi mátti sjá að eldri borgarar eru nú þegar öflugur þrýsti- hópur en þeir eru nú um 15% af þjóðinni. Það er nokkuð ljóst að áhrif þeirra munu aukast veru lega þegar hlutfallið er komið upp í 24%, ekki síst í ljósi þess að eldri borgarar skila sér yfirleitt betur á kjör- stað en yngri aldurshópar. í þjóðfélagsgerð þar sem eldra fólk er áberandi í aldursamsetningu þjóðar dregur að öllu jöfnu úr framleiðni og efnislegum lífsskilyrðumhennar. Áhrifin eru þó í sjálfu sér ekki sú tímasprengja sem sumir hafa viljað halda fram. Upp- söfnuð áhrif á næstu tveimur til þremur áratugum geta þó orðið veruleg. Aðal- vandamálið er fjármögnun á lífeyri annars vegar og heilsugæslu hins vegar. Samkvæmt gögnum frá Evrópu- sambandinu eru 88% af öllum lífeyri í löndum Evrópusambandsins greidd með svokölluðu „pay-as-you-go“ eða gegnumstreymiskerfi, sem þýðir að greiðslur inn í kerfið á hverju ári nema útgjöldum sama árs, þ.e. að enginn sjóður er fyrir hendi. Hættan við þetta kerfi er sú að um leið og ekki fæst fyrir útgreiðslum af einhverjum orsökum er kerfið sprungið og verður gjaldþrota. Til þess að slíkt kerfi geti staðið undir aukinni fjárþörf sem aukið hlutfall eldri borgara hefur í för með sér þyrfti að auka álögur á þá sem greiða í kerfið en lífeyriskostnaður er þegar um 10% af VLF í löndum Evrópusambandsins (sjá (Framhald á síðu 2) Cg Hlutfall þeirra sem eru mál á nýrri öld. Hér á landi ^ Nýlega gaf Ásmundur G. a Bók Ásmundar er grunnur I eldri en 65 ára fer hækk- 1 verður svipuð þróun en X Vilhjálmsson hdl. út bók /\ að grein um skattlagningu X andi víða í heiminum og þjóðinerþóvelístakkbúin sem nefnist „Skattur á hlutabréfakaupa starfs- það getur skapað vanda- til að takast á við vandann. fjármagnstekjurogeignir“. manna. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.