Vísbending


Vísbending - 22.10.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 22.10.1999, Blaðsíða 3
V ÍSBENDING Um hlutabréfakaup starfsmanna Nýlega kom út bókin „Skattur á fjármagnstekjur og eignir“ eftir Asmund G. Vilhjálmsson hdl. Eftir gróflega skoðun virðist hér vera á ferðinni viðamikið og vandað verk. Bókin getur nýst fyrirtækjum og einstaklingum sem uppflettirit um skattlagningu fjármagnstekna og eigna. Bókin er ágæt til þess að skoða skatt- lagningu á hlutabréfakaupum starfs- manna þegar annars vegar er um forkaupsrétt til starfsmanna að ræða og hins vegar kaupréttarsamninga, þ.e. þegar starfsmenn fá rétt til þess að kaupa hlutabréf á ákveðnum tíma í framtíðinni á fyrirframákveðnu gengi. Hlutabréf til starfsmanna A ðundanförnuhefurallnokkuð verið /Vfjallað um aukna tilhneiging hjá eigendum fyrirtækja til að umbuna starfsmönnum fyrir vel unnin störf með því að láta þá fá hlutabréf í fyrirtækinu sem þeir vinna hjá. Hugmyndin er að það hvetji þá til þess að vinna betur fyrir fyrirtækið þar sem þeir verða með hlutabréfakaupunum ekki lengur ein- ungis starfsmenn heldur hluthafar. Margir telj a þetta eðlilega þróun á tímum aukinnar valddreifingar innan fyrir- tækja, hreyfanlegra vinnuafls og harðari samkeppni en áður fyrr. Markmiðið er að auka ábyrgðartilfinningu starfs- manna og halda í góða starfsmenn. Grundvöllur fyrir þessa hugmynd hefur orðið betri með tilkomu virks hluta- bréfamarkaðar. Um skattlagningu hlutabréfa hjá starfsmönnum segir Ásmundur: „[...] er því til að svara að í skattarétti mun almennt gengið út frá þeirri ímynd að þeir hafi keypt bréfin á markaðsverði fyrir laun er fyrirtækið hefur greitt þeim. Fái starfsmennirnir afhent bréfin endurgjaldslaust eða fyrir lægri fjárhæð en markaðsverði þeirra nemur, ber þeim þar af leiðandi að greiða launatekjuskatt af mismuninum. Við síðari sölu starfs- manna á bréfunum telst það verð því kaupverð þeirra." og „Mismunurinn á markaðsverði bréfanna og því verði, sem starfsmennirnir greiða fyrir þau, telst til tekna hjá þeim sem laun á því ári er þeir samþykkja viðtöku bréfanna. Algeng- ast er þó að miðað sé við afhendingar- dag.“ Sama regla á einnig við ef starfs- mönnum er gefinn forkaupsréttur á að kaupa hlutabréf í félaginu þegar það fer á almennan markað. Ef kaupverð bréf- anna er lægra en markaðsverð þeirra við fyrstu skráningu ber starfsmönnum að greiða launatekjuskatt af mismuninum. Asmundur tekur ágætt dæmi um þetta í neðanmálsgrein (nr. 343) þar sem segir frá útboði Tryggingarmiðstöðvarinnar hf. í september 1998: „Selt var hlutafé fyrir 4 milljónir að nafnverði og gafst starfsmönnum fyrirtækisins ásamt mökum kostur á að skrifa sig fyrir 10.000 kr. hlut á mann á genginu 14 en almennt útboðsgengi á 15.000 kr. hámarkshlut að nafnverði var 25. Við fyrstu skráningu á aðallista Verðbréfaþings Islands þriðjudaginn 29. sept. 1998 var gengið 28,70. Hafi starfsmenn nýtt sér áskriftar- rétt sinn að fullu, nemur hagnaður sérhvers þeirra því 287.000 - 140.000 = 147.000 kr. Af þeirri fjárhæð ber starfs- manni því væntanlega að greiða launa- tekjuskatt.“ Hlutabréf í ríkiseigu Sama grundvallarregla ætti einnig að gilda um forkaupsrétt starfsmanna í útboðum hlutafélaga í ríkiseigu. Ásmundur tekur athyglivert dæmi um Landsbanka Islands sem ákvað þann 3. september 1998 að auka hlutafé sitt um 1.000 milljónir: „Af þeirri fjárhæð skyldi starfsmönnum, sem verið höfðu í föstu starfi í bankanum og dótturfélögum hans frá og með 1. janúar 1997, boðnar 325 millj. að nafnverði á genginu 1,285. Hámarkshlutur, sem hver starfsmaður gat skrifað sig fyrir, var 250.000 kr. að nafnverði en [321.250] kr. að söluverði. Almenningi skyldu boðnar 625 millj. á genginu 1,9 sem sérfræðingar höfðu talið að væri markaðsverð hlutafjár í bankanum, en hæstbjóðanda þær 50 millj. sem eftir voru. Utboðinu lauk 23. september og við opnun á tilboðum kom í ljós að einn aðili var tilbúinn að kaupa 50. millj. á genginu 2,566.“ Tilboðinu var tekið og eftir skráningu á aðallista Verðbréfaþings íslands 27. nóvember 1998 reyndist lokagengi vera 2,39. Samkvæmt almennu reglunni ætti því launatekjuskattur að svara til mismunar á kaupum og sölu kauphlutar á genginu 2,39 og 1,285 eða 276.250 kr. Hins vegar kom fram í bréfi til allra skattstjóra sem ríkisskattstjóri sendi í tilefni málsins að viðmiðunargengið ætti að vera 1,9 í þessu sambandi: „sama gengi og almenningur gat keypt bréfin á enda þótt það gengi væri ekki markaðs- verðmæti bréfanna við fyrstu skráningu samkvæmt framansögðu“, eins og Ásmundur orðar það. Þessi niðurstaða ríkisskattstjóra gæti haft fordæmisgildi fyrir hlutafélög á almennum markaði. Kaupréttur í hlutabréfum Að undanförnu hefur aukist mjög að fyrirtæki gefi starfsmönnum kost á því að kaupa hlutabréf eftir einhvern ákveðinn tíma á því gengi sem er þegar samningurinn er gerður. Hugmyndin er svipuð og á bak við sölu á hlutabréfum til starfsmanna nema áhætta starfs- manna er minni þar sem þeir geta sleppt kaupunum ef hlutabréfaverðið lækkar á tímabilinu. Að sama skapi eykst þó hættan á því að starfsmenn taki meiri áhættu hjá fyrirtækinu í von um aukinn gróða. Þeir verða áhæltusæknari þar sem þeir bera ekki skaðann sjálfir ef illa fer. Þessi réttindi sem felast í valrétti teljast til viðskiptabréfa, samkvæmt Ásmundi, sem unnt er að selja sér- staklega: „Hlotnist manni slík réttindi, ber því að verðmeta þau og sé kaupverðið lægra en markaðsverðinu nemur, telst mismunurinn til tekna hjá starfsmanni sem laun eins og þegar um hlutabréf er að ræða.“ Ef markaðsverð væri til á valréttarsamningi starfsmanns væri hugsanlega hægt að núvirða m.v. gildistíma samningsins og „telja starfs- manninum til tekna sem laun, en mismunurinn á lokavirði og núvirði greiðslunnar telst til tekna hjá honum sem vextir." Ef einungis er um að ræða loforð hlutafélags um „að tiltekinn starfsmaður megi kaupa hlutabréf í atvinnurekstri þess á markaðverði þegar tilboðið er gefið eftir tiltekinn árafjölda í starfi, er hins vegar ekki verðbréf. Hefur það því ekkert markaðsverðmæti í sjálfu sér. Um skattalegu áhrifin gilda hins vegar ólíkar reglur eftir því hvort starfsmaðurinn samþykkir þegar tilboðið og lýsir því yfir að hann muni starfa hjá fyrirtækinu hinn umrædda tíma eða hann bíður með að tjá sig um það. Er þannig spurning hvort ekki verði í fyrra tilviki samræmis vegna að telja verðhækkun hlutabréfs- ins á hverjum tíma til tekna hjá starfsmanninum sem laun. Það sem mælir hins vegar á móti því, er að bréfið getur lækkað í verði og hvað á þá að gera?“ Niðurstaðan er sú að valréttar- samningar (kaupréttarsamningar) eru í skattalegum skilningi eins og hlunnindi sbr. 7 gr. skattalaga og er mismunur á innlausnarverði og markaðsverði tekju- skattsstofn. Þegar starfsmaður selur svo bréfín er tekið tillit til ákvörðunar kaupverðs og mismunur á því kaupverði og söluverði skattlagður sem fjármagns- tekjuskattur í 10% þrepi. Alitamál Nokkur álitaefni eru uppi bæði varðandi forkaupsréttinn og val- réttarsamningana. Nokkur óánægja er með þá ákvörðun skattayfirvalda að (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.