Vísbending


Vísbending - 22.10.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 22.10.1999, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) skattleggja starfsmenn banka eins og greint varfráhérað ofan. 15 tbl. Frjálsrar verslunar fjallaði Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi, um þetta mál og nefnir til þrenns konar rök fyrir því að slíkt beri ekki að gera. I fyrsta lagi er verið að skattleggja hagrænar tekjur þó að meginreglan í reikningshaldi segi að tekjur skuli ekki skráðar fyrr en þær eru innleystar og nefnir hann dæmi um að hagrænar tekjur séu á undanhaldi sem skattstofn. í öðru lagi telur Stefán að sjónarmið um peningastreymi hjá einstaklingum skipti máli því þó að meginreglan sé að tekjur séu skatt- skyldar þegar til þeirra er unnið eru til undantekningar eins og t.d. að áunninn eftirlaunaréttur er ekki skattskyldur fyrr en við móttöku eftirlaunanna. I þriðja lagi nefnir Stefán að það vakni spum- ingar um samkvæmni og nefnir nokkur dæmi þar sem ekki er farið eins að og með hlutabréfakaup starfsmanna en sem rétt væri að gera í ljósi samkvæmni, t.d. hvað varðar afsláttarkjör starfsmanna, niðurgreitt fæði og frímiða hjá Flug- leiðum: „sem þýðir í raun að [...] aðilar kaupa farmiða undir venjulegu verði“. Kjarni málsins er að með núverandi viðmiðunarreglum skattayfirvalda er mismunur ákaupverði og markaðsverði skattlagður með 40% álagningu en munur á markaðsverði á kaupdegi og söluverði skattlagður með 10% álagningu. Ef hins vegar farið yrði eftir þeim hugmyndum sem Stefán Svavars- son mælir með þá væri mismunur upphafslegs kaupverðs og söluverðs skattlagður með 10% álagningu. Líklegt er að ákvörðun skattayfirvalda í þessu máli verði áfrýjað til yfirskattanefndar þannig að ekki liggur fyrir hvaða leið verður að lokum farin í skattlagningu á hlutabréfakaupum starfsmanna. Skattamál atvinnulífsins Ekki eru heldur allir ánægðir með viðhorf skattayfirvalda til valréttar- samninga. Verslunarráð efndi nýlega til morgunverðarfundar þar sem kynntar voru tillögur skattahóps Verslunarráðs íslands um breytingar á skattalögum. I skýrslu sem hópurinn stóð að, „Skatta- mál atvinnulífsins", er fjallað um breyt- ingar sem hópurinn vill gera á skatta- reglum m.a. umkaupréttarsamningasem taka mið af bandarískum skattareglum. Meginbreytingar frá viðmiðunar- reglun skattayfirvalda eru tvær, annars vegar að skattlagningu við innlausn bréfanna er frestað þangað til að starfs- maður selur bréfin og hins vegar að ef starfsmaður á bréfin lengur en í þrjú ár eftir að hann hefur innleyst þau að þá beri að skattleggja þau eins og fjármagnstekjur en elcki sem hlunnindi eða launatekjur. Ef starfsmaður selur hins vegar bréfin áður en þessi þrjú ár eru liðin ber að skoða mismun á kaupverði og markaðsverði á inn- lausnardegi sem tekjuskattsstofn. Vilnun Það er athyglivert að skoða afstöðu skattayfirvalda til valréttarsamninga með hliðsjón af vilnunar- og afleiðu- samningum. Það er hægt að ganga inn í fyrirtæki sem sérhæfir sig í verðbréfa- miðlun og gera samning sem hljóðar upp á möguleika á að kaupa hlutabréf í ákveðnu fyrirtæki á ákveðnum tíma í framtíðinni á því daggengi sem er þegar samningur er gerður. Ef svo vill til að samningsaðili er starfsmaður fyrirtækis- ins sem hann vill veðja á þá mun hann þurfa að greiða tekjuskatt af mis- muninum á markaðsverði og samnings- verði, þ.e. ef hann er jákvæður. Hann getur þó ekki nýtt kostnaðinn til frádráttar ef gengi fyrirtækis lækkar á sama tímabili. Ef um annað fyrirtæki er að ræða greiðir hann fjármagnstekju- skatt. Þetta þýðir að það væri sennilega skynsamlegra fyrir starfsmann hjá ákveðnu fyrirtæki A sem er í samkeppni viðfyrirtæki B aðveðjafrekaráfyrirtæki B en fyrirtæki A. Avinningur af samningi þeim sem hann gerir um samkeppnis- fyrirtækið fellur undir fjármagns- tekjuskatt en ávinningur af samningi um það fyrirtæki sem hann vinnur sjálfur hj á fellur undir tekj uskatt. í fyrra til vikinu verður milljón að níuhundruð þúsund krónum en í því seinna að sexhundruð þúsund krónum. Það er því tiltölulega auðvelt að sjá það fyrir að starfsmaður gæti haft meira út úr því að veðja á samkeppnisaðilann og reyna svo að flækjast sem mest fyrir sínum eigin vinnuveitenda í von um að það þýði að samkeppnisstaða og hlutabréfagengi samkeppnisfyrirtækis vaxi. Það gæti verið betri leið til aukinna auðæfa en að hafa kauprétt á hlutabréf í því fyrirtæki sem hann vinnur hjá. Svona er nú hvatningarmáttur skattkerfisins stund- um markviss og öflugur. Aðrir sálmar Viðskiptaumhverfið á íslandi hefur batnað mikið gagnvart þeim sem hefja vilja fyrirtækjarekstur á þessum áratug. Nú er svo komið að ýsamanburði við aðrar þjóðir þá stendur ísland rnjög vel að vígi. í könnun World Economic Forum fær Island 5,7 af 7 mögulegum í einkunn hvað þetta varðar og fylgir fast á eftir Bandaríkjunum og Nýja-Sjálandi og fær hærri einkunn en hin Norður- löndin. Þetta ætti að ýta á að frumk vöðlar stofni ný fyrirtæki hér á landi og auðgi þannig viðskiptaflóruna. Sérstæð sakamál Þjóðfélagsumræðan snýst þessa dagana urn misferli af ýmsu tagi. Einn daginn var stöðugt í fréttum útvarps- stöðva að 44 ára gamall kaupsýslu- maður hefði verið hnepptur í gæsluvarð- hald. Svo vill til að höfundur sálmsins passar við þessa lýsingu og reyndi hann eftir fremsta megni að vera sýnilegur á götum bæjarins þennan dag þangað til nafn hins fangelsaða var birt. Það er sérstætt að nú er misferli af þessu tagi í fyrsta sinn opinberlega tengt fyrirtæki sem margir hafa keypt vörur af daglega. Fyrirtækjastofnanir og -niðurlagn- ingar þeirra Helga Hjörvars og Hrannars B. Arnarssonar vöktu athygli fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Hrannar var tekinn til rannsóknar skattrannsóknarstjóra og var loks sekt- aður af yfirskattanefnd. Hann skýrir málið í Morgunblaðinu með þessum hætti: „Eg var auðvitað að berjast við að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti og viðskiptavinum þess frá miklu fjár- hagslegu tjóni og það má segja, að það, að hafa ekki á sama tíma ákveðið að eyða verulegum fjármunum í að færa bókhald, skila skattskýrslum og standa rétt að þeim atriðum öllum, sé að koma í hausinn á mér núna ...“. Nú vita kaup- sýslumenn semsagt að ein leið til þess að forða viðskiptavinum fyrirtækja frá fjárhagslegu tjóni er að hætta að „eyða“ verulegum fjármunum í bókhald. Viðskiptavinir Þjóðlífs kynntust þess- um vinnubrögðum. Þar kom fyrirtæki þeirra Hrannars og Helga mjög við sögu og sparaði sér mikla peninga með því að færa ekki til bókar hverjir hefðu greitt áskriftargjöld. Hvort konan á Akureyri sem var látin greiða háa sekt vegna þessa sparnaðarúrræðis samþykkir að fyrirtækið hafi forðað henni frá fjár- hagslegu tjóni er annað mál. Lands- byggðarfólk skilur ekki jafnvel þær fórnir sem þeir félagar færðu og við hér á mölinni sem veljum þá til forystu. Sérstæðast er kjarnorkuvopnamálið þar sem sönnun fyrir kjarnavopnum á Islandi er skjal þar sem nöfn eru máð út og íslands ekki getið í sýnilegum texta. Afsönnunin er hins vegar að Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur ekki fundið skjöl um hið gagnstæða. v____________________________________. f'Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri og^ ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.