Vísbending


Vísbending - 12.11.1999, Page 2

Vísbending - 12.11.1999, Page 2
ISBENDING Fyrirtækið Packard Bell, sem eitt sinn var markaðsleiðtogi í Banda- ríkjunum í heimilistölvugeiranum, hefur verið lagt niður sem vörumerki í Bandaríkjunum og 80% starfsmanna var sagt upp nú við upphaf mánaðarins. Dell Computer er hins vegar orðið á skömmum tíma leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á tölvum. Lykilorðið er milliliðalaus viðskipti. Packard Bell Allt frá því að Packard Bell var yfir- tekið af japanska raftækjarisanum NEC árið 1996 hefur leið þess legið niður á við. Sem Packard Bell-Nec tókst fyrirtækinu, á árunum 1997 og 1998, að tapa rúmlega 1,14 milljörðum Bandaríkja- dala (79,5 milljörðum íslenskra króna m. v. gengi krónunnar 1998). Þrátt fyrir metnaðarfulla áætlun um að snúa rekstrinum til betri vegar eða að sameina fyrirtækið öðrum tölvusala, Micron, sem notar sama sölulíkan og Dell, þá ákváðu japanskir eigendur þess að hætta starf- semi fyrirtækisins enda hefur NEC, sem á sjálft í miklum fjárhagserfiðleikum, veitt rúmlega tveimur milljörðum Bandaríkja- dala í reksturinn frá 1996. Björgunar- áætlunin, sem ekki gekk eftir, var að reyna að selja tölvurnar með svipuðu móti og Dell (og Gateway), leggja meiri rækt við rannsóknir og þróun og selja meira af nýjungum en Dell gerir. Dell Computer Asama tíma og Packard Bell synti með bautastein um hálsinn út í óvissuna, frá 1996 til 1999, þá upplifði Dell sitt mesta vaxtarskeið. Á árinu 1998 einu og sér hækkaði gengi hlutabréfa í Dell um 200%, sem var meira en hjá nokkru öðru fyrirtæki í S&P 500 og NAS- DAQ 100 vísitölunum. Hlutabréf Dell hafa náð bestum árangri á bandaríska hlutabréfamarkaðinum á tíunda ára- tugnum. Árangurinn var fyrst og fremst að þakka beinni sölu til neytenda á Netinu sem nam rúmum 12 milljónum Bandaríkjadala á dag árið 1998. Þó að Dell eyði ekki miklum tíma eða peningum í rannsóknir og þróun er þar með ekki sagt að fyrirtækið stundi ekki nýsköpun. Nýsköpun Dell felst í því hvernig fyrirtækið stundar viðskipti. Dell er að mörgu leyti frumkvöðull hvað varðar fjöldaframleiðslu á sérsmíðuðum tölvum, milliliðalausa sölu og rafræn viðskipti. í lok níunda áratugarins ætlaði Dell að feta sig á braut nýsköpunar í vöruframboði og hanna tölvuna Olymp- ic, sem þeir héldu að notendumir myndu vilja. Þeir komust þó að því að mat þeirra Dell 02 Bell var rangt og að það væri skynsamlegri stefna að hanna það sem notendur biðja um í stað þess að hanna það sem þeir halda að notendur vilji. MichaelDell Michael Dell var einungis 19 ára gamall þegar hann stofnaði fyrirtækið árið 1984. Hann er nú 34 ára gamall og er ríkasti Bandaríkjamaður undir fertugu og einn af ríkustu mönnum jarðar og eru eignir hans metnar á 21,5 millj arða B andaríkj adala sem er níu sinn- um meira en samanlagt markaðsvirði tíu verðmætustu fyrirtækja á VÞI m.v. sex mánaða uppgjör. Auðæfi hans eru þó einnig að miklu leyti fólgin í stofnfjár- festingum í netfyrirtækjum sem hafa vaxið upp úr öllu valdi síðustu tvö ár. Með þúsund dollara í vasanum stofnaði Michael Dell fyrirtæki í kringum þá hugmynd að hægt væri að bjóða notendum betri tölvur en þær sem þá voru á markaðinum. Með því að setja þær saman eftir óskum kaupenda og selja beint til notenda og sleppa milliliðum yrði verð á þeim lægra. Fyrirtækið hlaut fyrst verulega athygli þegar það kom fram með lang- hraðvirkustu tölvuna sem var á markað- inum árið 1986. Einungis ári síðar var fyrirtækið komið með dótturfyrirtæki á Bretlandseyjum og á næstu fjórum árum í ellefu öðrum löndum. Velta síðustu fjögurra ársfjórðunga var um 20 mi 1 ljarð- ar Bandaríkjadala og hefur Dell Comput- er vaxið um 53% árlega síðustu þrjú ár. Á lista BusinessWeek yfir verðmætustu fyrirtæki heims er Dell í 37. sæti. Viðskiptaferlið Viðskiptaferillinn hjá Dell er eftir- farandi: A) Viðskiptavinirhafaþrjár leiðir til þess að versla við fyrirtækið: 1) mæta á staðinn, 2) hringja og 3) að versla á Netinu (www.dell.com). B) Ef fyrri tvær leiðirnar eru famar skráir sölumaður pöntunina samstundis inn í tölvukerfi Dell. Ef þriðja leiðin er farin þá skráir viðskiptavinur sjálfur pöntunina. C) Birgðakerfið er byggt á „í-tæka-tíð“- skipulagi (just-in-time) sem þýðir að Dell fær tölvuhluti einungis þegar þörf er fyrir þá. D) Við skráningu á pöntun verður til verkbeiðni sem tilgreinir nákvæmlega hvað viðskiptavinur vill og fer hún í gegnum ferlið með pöntun- inni. E) Samkvæmt verkbeiðninnierþeim hlutum safnað saman í kassa sem þarf til þess að uppfylla pöntunina. F) Tölvan er sett saman eftir verkbeiðninni og hún prófuð. G) Fullbúin tölva fer í gegnum kerfisprófun og hugbúnaður Mynd 1. Þróun hlutabréfagengis Dellfrá 1995 til 1999 1995 1996 1997 1998 1999 er settur upp og prófaður. H) Tölvunni er pakkað niður með leiðbeiningum og er hún þá tilbúin til sendingar. Þetta ferli tekur ekki nema fimm klukkustundir. Hugmyndafræði Michael Dell gaf út bókina „Direct from Dell“ við upphaf þessa árs. Það þótti reyndar svolítið fyndið að um leið og bókin kom út féllu hlutabréf í Dell í frjálsu falli (sjá mynd 1). Síðan þá hafa þau aftur náð sér á strik og fallið svo aftur en virðast nú vera að stíga enn á ný- I bókinni segir Michael Dell frá helstu vendipunktum í sögu fyrirtækis- ins og hugmyndafræðinni sem leitt hefur til góðs árangurs. Hugmyndafræð- in á margt sameiginlegt með lærdóms- skólanum í stefnumótunarfræðinni þar sem fræðimenn eins Peter Senge eru fremstir í flokki. Þrjú grundvallaratriði eru höfð í fyrirrúmi hjá Dell: 1) að halda birgðum í lágmarki, 2) að hlusta ávallt á viðskiptavininn og 3) að selja einungis milliliðalaust til viðskiptavina. I upphafi var eina markmið Dell „vöxtur“. Þegar fyrirtækið hafði hlaupið fram úr sjálfu sér og það stefndi í brot- lendingu var meiri áhersla lögð á sjóðs- streymi og ávöxtun. Vöxturfyrirtækisins er þó enn á meðal markmiða. Árið 1997 sagði BusinessWeek að Dell þyrfti að fara að passa sig á risunum í iðnaðinum þar sem þeir hygðust taka upp sama sölulíkan og Dell og gætu þá ýtt fyrirtækinu út af markaðinum. Þá sagðist Michael Dell vera hvergi banginn og síðan þá hefur hann skotið öllum öðrum ref fyrir rass og fyrirtækið er næststærsti tölvuframleiðandi í heiminum í dag. Islensk fyrirtæki geta lært margt af Dell-fyrirtækinu um rafræn viðskipti og einnig af Dell sjálfum þar sem hann er lýsandi dæmi um frumkvöðul sem ekki aðeins stofnarfyrirtæki heldurgerirhluti á nýjan og ferskan hátt og uppsker árangur eftir því. 2

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.