Vísbending


Vísbending - 12.11.1999, Síða 4

Vísbending - 12.11.1999, Síða 4
(Framhald af síðu 3) (39%; tölurnareru frá 1996). Hér þarf þó venju fremur að gera greinarmun á magni og gæðum. Arabar verja miklum tíma til trúarbragðakennslu í skólum sínum og eiga þá að því skapi minni tíma aflögu handa öðmm námsgreinum. Hvaða áhrif ætli það myndi hafa á vinnuafköst okkar Islendinga, ef biblíusögur og kristin- fræði væm aðalnámsgreinarnar í íslenzk- um framhaldsskólum? Frumframleiðsla. Umfang útflutn- ings skiptir máli fyrir hagvöxt og einnig samsetning útflutningsins. Hlutdeild frumframleiðslu í vöruútflutningi er lægra í Túnis en í hinum löndunum tveim, eða 59% í Túnis að jafnaði árin 1960- 1997 á móti 71 % í Marokkó og 74% í Egyptalandi. Þetta þýðir, að Túnis hefur tekizt ívið betur en hinum tveim að hasla sér völl sem iðnvöruútflytjandi. Þetta skiptir máli, því að rannsóknir og reynsla virðast sýna, að hráefnaútflutningur er yfirleitt lakari hagvaxtaruppspretta en útflutningur iðnaðarvöru og þjónustu. Marokkó er mesti fosfatsútflytjandi heims (fosfat er notað til áburðarfram- leiðslu), og Túnis gerir út á bæði fosfat og olíu, en Egyptaland er olíuland; Egyptar nota að vísu meira en helming- inn af olíu sinni til eigin þarfa og flytja afganginn út. Öll löndin þrjú eru komin nógu langt á þróunarbraut sinni til þess, að þjónusta er nú alls staðar orðin mikilvægasti atvinnuvegurinn. Þjón- usta stendur á bak við 51% af lands- framleiðslu í Egyptalandi og Marokkó og 58% í Túnis (1997). Verðbólga. Hún var svipuð í Túnis og Marokkó 1960-1997, eða 6% á ári að jafnaði, og 9% í Egyptalandi. Ekki virðist líklegt, að svo lítill munur á verðbólgu í löndunum þrem eigi marktækan þátt í að skýra hagvaxtarmuninn. Hitt virðist þó ljóst af nýlegum tölfræðirannsókn- um, að mikil verðbólga spillir hagvexti. Hversu mikil þarf verðbólgan að vera, til að hagvöxturinn láti á sjá? Það erekki vitað, en mörkin milli verðbólgu, sem er nógu mikil til að bitna á hagvexti til lengdar, og verðbólgu, sem er nógu lítil til að láta hagvöxtinn í friði, virðast liggja einhvers staðar á bilinu frá 10% upp í 20% á ári. Frekari rannsóknir gætu átt eftir að lækka þennan þröskuld. Ríkisútgjöld. Þau hafa verið mest í Egyptalandi af löndunum þrem, enda sóttu Egyptar ýmsar hagstjórnar- hugmyndir sínar lengi vel til Sovét- rfkjanna og létu sér vel líka. Rfkisútgjöld námu 42% af landsframleiðslu í Egypta- landi að jafnaði árin 1970-1996 á móti 31% í Marokkó og 33% í Túnis. Við þetta bætist umfangsmikill ríkisrekstur, einkum í Egyptalandi, þar sem ríkis- fyrirtæki stóðu að tveim þriðju hlutum allrar innlendrar fjárfestingar árin 1985- 1990 borið saman við 20% í Marokkó og 30% í Túnis. Egyptar verja mestu fé til hermála í þessuin hópi, og það kostar ISBENDING sitt, eða 6% af þjóðarframleiðslu árið 1995 á móti 4% í Marokkó og 2% í Túnis. Það er erfitt að meta notagildi hernaðar- útgjalda. Hitt er þó ljóst, að Túnis hefur getað nýtt það fé, sem ella hefði farið í herinn, til uppbyggingar á öðrum svið- um og til að efla hagvöxt. Þannig eru t.a.m. samgöngur með skásta móti í Túnis, þar sem næstum 80% allra vega eru með bundnu slitlagi, borið saman við um 50% vegakerfisins í Marokkó og innan við 20% í Egyptalandi. Miklar og góðar samgöngur efla hagvöxt, sé þess gætt að samgöngumannvirkin borgi sig. Ferðaþjónusta. Nú skyldu menn e.t.v. ætla, að land píramítanna tæki hin- um löndunum fram sem ferðamanna- land, en svo er þó ekki í öllum greinum. Arið 1997 komu 4,3 milljónir ferðamanna til Túnis á móti 3,7 milljónum í Egypta- landi og 3,1 milljón í Marokkó. Ferðum til Egyptalands fækkaði fyrr á þessum áratug, þegar bókstafstrúarmenn réðust á — og myrtu! — erlenda ferðamenn til að fæla þá frá landinu; það tókst. Eigi að síður hafa Egyptar hlutfallslega meiri tekjur af ferðamönnum en hinarþjóðimar tvær, eða 24% af útflutningi 1997 borið saman við 13% í Marokkó og 19% í Túnis. Hlutdeild ferðaþjónustu í útflutn- ingi hefur staðið í stað í Marokkó og Túnis síðan 1970, á meðan hún hefur tvöfaldaztí Egyptalandi (var 12% 1970). Stjórnarfar. Það hefur haldizt sæmilega stöðugt í öllum löndunum þrem, en þau búa, að segja má, hvorki við einræði né raunverulegt lýðræði, heldur við blöndu af hvoru tveggja, við getum kallað það fáræði, svo sem tíðkast enn víða um þróunarlönd. I öllum lönd- unum þrem hefur tekizt með herkjum að halda bókstafstrúarmönnum í skefjum og komast hjá skálmöld af því tagi, sem hefur lamað eða einangrað nágranna þeirra, Alsír og Líbíu, síðustu ár. Niðurstaða ð öllu samanlögðu virðist það ekki vera tilviljun, að lífskjör almennings í Túnis hafa batnað meira síðast liðinn mannsaldur en lífskjör í Marokkó og Egyptalandi. Meiri fjárfesting í Túnis en í hinum löndunum tveim, meiri viðskipti við útlönd og meiri útgjöld til menntamála (og minni útgjöld til her- mála) virðast eiga þátt í þessum mun. Þetta er segin saga um allan heim: mikil og góð fjárfesting, mikil og góð erlend viðskipti og mikil og góð menntun ráða miklu um hagvöxt og lífskjaraþróun yfir löng tímabil, enda þótt aðrir þættir, svo sem of mikil verðbólga, of mikil náttúru- auðlindaútgerð og of mikil ríkisumsvif, geti staðið í vegi fyrir örum vexti. Auðlegð þjóðanna lýtur sömu lögmál- um í eyðimörkinni og annars staðar. Samt er eyðimörkin í Marokkó ekki meiri en svo, að fimmtungur landsins er viði vaxinn á milli fjalls og fjöru. Aðrir sálmar / " \ Heillandi framtíðarsýn? Framsóknarflokkurinn og framsókn- armenn virðast hafa mörg líf í viðskiptum. Það var mikil ógæfa fyrir viðskiptalífið að foringjar Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks skyldu ekki eiga skap saman, en margar af hugmyndum Alþýðuflokksins á sínum tíma horfðu í frelsisátt, þótt þær hugmyndir virðist að vísu hafa týnst í Samfylkingunni, enda málefnin enn ekki verið tekin þar til umræðu. Framsóknarmennska hefur allgóð ítök í öllum flokkum, jafnvel í Framsóknarflokknum virtust frjáls- lyndar hugmyndir skjóta upp kollinum um tíma en það leið hjá. Sambandið hvarf af sjónarsviðinu fyrir tæpum áratug, en áhrifanna gætti enn í nokkrum fyrir- tækjum sem áttu ættir sínar að rekja til þess. Því var nýlega fagnað í þessum dálkum að nú sæi fyrir endann á blokk- um hér á landi þannig að í framtíðinni yrðu viðskipti óháð því hvaða flokks- skírteini menn bæru. Sumir draugar voru þannig að þeir voru ekki kveðnir niður nema af mestu kraftaskáldum og enn virðist ekki fundin sú þula sem kemur Sambandsdraugnum endanlega fyrir. Síðustu fréttir af því máli eru að á stjórnarheimilinu hafi verið ákveðið að sameina í einn banka Islandsbanka og Landsbanka. Þær fréttir eru ekki glæ- nýjar en talið var að sú sameining gengi ekki upp vegna þess að Landsbankinn á helming VIS, en Sjóvá-Almennar eiga nokkurn hlut í íslandsbanka. Lausnin felst í því að Búnaðarbankinn kaupi VIS og fyrirtækin verði svo sameinuð. Undir santa hatti starfi Fjárvangur og loks Samvinnusjóðurinn, til þess að tryggja að á þessurn banka verði eðlilegt sam- vinnuyfirbragð. Með þessu móti yrðu nokkrir núverandi hluthafar í VÍS, t.d. Olíufélagið og Samvinnutryggingar, með stærstu hluthöfum í Búnaðarbank- anum. Landsbankinn hyrfi væntanlega af vettvangi með greiðslu. Það er ekki óskynsamlegt að sameina kraftana og mynda öflugri fyrirtæki en það er slæmur kostur að »tengja einhver þeirra einu stjórnmálaafli eins og fyrirsjáanlegt er miðað við þessa stefnu. Framtíðarsýnin er þrjár blokkir: Landsbankablokkin, Orcublokkin og Framsóknarblokkin undir forystu Finns Ingólfssonar. V J ''Ritstjórn: Eyþór (var Jónsson ritstjóri og\ ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.