Vísbending


Vísbending - 19.11.1999, Side 1

Vísbending - 19.11.1999, Side 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 19. nóvember 1999 46. tölublað 17.árgangur V öxtur íslenskra fyrirtækj a Þegar rýnt er í ársreikninga stærstu fyrirtækja landsins virðist sem vöxtur íslenskra fyrirtækja sé þónokkur ár frá ári. Tíu stærstu fyrirtæki landsins, þ.e. þau tíu fyrirtæki sem hafa mestu veltuna árlega, hafa aukið veltu sína samanlagt um 70% á síðustu tíu árum. Það gleymist þó oft að taka með í reikninginn að hér er um nafnhækkun að ræða en ekki raunhækkun veltu. Þegar raunhækkunin er skoðuð kemur svolítið önnur mynd í ljós. Lítill vöxtur Ef undanskilin eru árin 1989 og 1990 þegar Sambandið var enn allt í öllu hér á landi þá hefur Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna (SH) verið stærsta fyrir- tæki landsins, miðað við veltu, síðustu 10 árin. Veltuaukning SH, miðað við raunvirði, hefur þó ekki verið nema rétt rúmlega33%frá 1989 til 1998,ogerhún öll tilkomin á síðustu þremur árum. Þegar ársvelta tíu stærstu fyrirtækja á íslandi síðustu tíu ár, skv. Frjálsri versl- un, er lögð saman kemur í ljós að stærstu fyrirtæki landsins hafa einungis lítillega aukið ársveltu sína á þessu tímabili, mestan part áratugarins hefur hún verið minni en hún var 1989 (sjá mynd 1). Það er einungis á síðasta ári sem samanlögð ársvelta fer að raunvirði yfir það sem hún varárið 1989.Árið 1989 varveltatíu stærstu fyrirtækja landsins 170,5 mill- jarðar (á verðlagi ársins 1998) og árið 1998 var samanlögð velta þeirra um 200 milljarðar, raunaukning er einungis 17,1%, sem verður að teljast lítill vöxtur yfir 10 áratímabil. Vaxtarbroddamir Þó að tíu stærstu fyrirtæki íslands síðasta áratug hafi einungis lítillega aukið veltu sína hafa önnur fyrirtæki náð gífurlegum vexti á sama tíma. Þau fyrirtæki sem oftast eru nefnd í þessu sambandi eru: útgerðarfyrirtækið Sam- herji, flugfélagið Atlanta, hátækni- fyrirtækið Marel og tölvufyrirtækið Tæknival. Raunaukning veltu þessara fyrirtækja hefur verið með nokkuð svip- Mynd 1. Hlutfallsleg veltuaukning m.v. raunvirði hjá stœrstu fyrirtœkjum landsins frá 1989 til 1998 (árið 1989 = 100) 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 uðu sniði síðustu fimm árin. Að meðal- tali hafa þau fjórfaldað veltu sína á síðustu fimm árum. Marel fimmfaldaði veltu sína á fjórum árum en veltan minnkaði nokkuð fráárinu 1997 til ársins 1998. Marel og Tæknival hafa aukið veltu sína um þrjá milljarða og Atlanta og Samherji hafa aukið veltu sína um rúmlega sjö milljarða að raunvirði síðustu fimm ár. Af þessum fjórum fyrirtækjum jók Atlanta hlutfallslega minnst veltu sína (339%) en í krónum talið þó mest eða um 7,2 milljarða. Marel jók veltu sína hlutfallslega mest (458%) en í krónum talið hvað minnst af þessurn fjórum fyrirtækjumeðaum 2,95 milljarða. I Risar morgundagsins slenska þjóðin er fámenn og það leiðir til þess að markaðurinn fyrir vörur og þjónustu er tiltölulega lítill. Tæknivali hefur þó tekist að ná örum vexti á innanlandsmarkaði en ólíklegt er að innanlandsmarkaður geti staðið undir sama vexti áfram. Bæði Marel og Atlanta hafa fyrst og fremst byggt upp vöxt sinn á erlendum mörkuðum og ætla má að vaxtarmöguleikar íslenskra stór- fyrirtækj a sé fyrst og fremst þar að finna. Þó aðíslenskumfyrirtækjumhafi ekki gengið mjög vel erlendis enn sem komið er gefa fyrirtæki eins og Marel, Össur og Atlanta fyrirheit um að íslensk fyrirtæki geti á skömmum tíma orðið meðal fremstu fyrirtækja á heimsvísu í sinni grein. Islendingar hafa enn ekki eignast sitt stórfyrirtæki eins og Svíar Ericsson, Finnar Nokia eða Danir Lego en það er aldrei að vita nema einn af vaxtarbroddum dagsins í dag verði risi morgundagsins. Mynd 2. Hlutfallsleg veltuaukning m.v. raunvirði hjá nokkrum örtvaxandi íslenskum fyrirtœkjum frá 1994 til 1998 (1994 = 100) 1 Stærstu fyrirtæki landsins hafa einungis lítillega aukið veltu sína á síðustu tíu árum. 2 Sigurður Jóhannesson hagfræðingur fjallar um verðbólgu og verðbólgu- spár. 3 Bjami Bragi Jónsson hag- fræðingur fjallar um skatt- kerfið. Hann bendir m.a. á að það beri að taka fjöl- 4 þrepa tekjusköttun til athugunar á ný. Þetta er fyrri grein af tveiniur sem Bjami skrifar um þetta efni. 1

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.