Vísbending


Vísbending - 26.11.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 26.11.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 26. nóvember 1999 47. tölublað 17.árgangur Utþensla sveitarfélaga Sveitarfélögunum hefur fækkað verulega á síðustu árum með sameiningum. Árið 1988 voru þau 213 en núna eru þau 124 sem er 42% fækkun, Sveitarfélögin hafa, ásamt því að stækka með sameiningum, einnig þanið út efnahagsreikninginn með skuldasöfnun á sama tíma og skatttekjur þeirra hafa vaxið. Tekjur og skuldir Frá árinu 1990 hafa skuldir sveitar- félaganna rúmlega tvöfaldast. Á síðasta ári jukust skuldir sveitar- félaganna um 12,2% eða um tæpa 5,2 milljarða króna. Dregið hefur úr skammtímaskuldum (-2,8%) en lang- tímaskuldir hafa aukist um 17,7%. Skuldir sveitarfélaganna á hvern íbúa eru 173þúsundkrónur,þómjögmismun- andi eftir sveitarfélögum. Mest er skuldabyrði íbúa í Vesturbyggð þar sem skuldir sveitarfélagsins nema 383 þúsund krónum á hvern íbúa, minnst er skuldabyrðin í sveitarfélaginu Ölfus þar sem skuldirnar eru 40 þúsund krónur á íbúa (sjá mynd 1). Á síðasta ári jukust skatttekjur sveit- arfélaganna um 11,9% eða um rúmlega 4,6 milljarða en skatttekjur sveitarfélag- anna hafa verið að aukast allan þennan áratug og þær hafa nær tvöfaldast frá árinu 1986. Engu að síður kvartar sveit- arstjórnarfólk yfir því að sveitarfélögin hafi orðið fyrir tveggja milljarða króna tekjuskerðingu á árinu 1998 vegna breytinga Alþingis á skattalögum og önnur eins tekjuskerðing muni verða af sömu ástæðum á árinu 1999. Peningaleg staða sveitarfélaganna, sem er mismunur peningalegra eigna og skulda, hefur að sama skapi versnað mjög á síðustu árum. Árið 1998 var peningaleg staða neikvæð sem nam 28,2 milljörðum og versnaði um 3,4 milljarða á milli ára. Frá árinu 1990, þegar peningaleg staða var neikvæð sem nam 6 milljörðum, hefur því peningaleg staða sveitarfélaganna versnað um 22 milljarða sem er nærri lagi að sé fjórfalt verri staða en í upphafi áratugarins (sjá einnig mynd 2). Tafla 1. Einkunnir sveitarfélaga (samkvœmt aðferðum Vísbendingar) Staða 98 97 Sveitarfélag Eink 98 unn 97 Breyting 98-97 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 1 Seltjarnarneskaupst. 7.2 6,4 6,1 6,0 5,7 5,6 5„5 5,3 5,3 5,3 4,9 4,9 4,9 4,8 4,5 4,5 4,5 4,2 4,1 4,1 3,8 3,7 3,7 3,6 3,5 3,4 3,3 3,0 2,9 2,9 2,9 1,9 7,5 -0,3 6 Reykjavíkurborg* 6,1 0,3 5 Vest m ann aeyjabæ r 6.4 -0,3 4 Akureyrarkaupst. 6,8 -0.8 18 Reykjanesbær 4.6 1,1 3 Sv.f. Arborg* 7,0 -1.4 2 Garðabær 7,0 -1,5 9 Svcitarfélagið Ölfus 5,5 -0,2 27 Bessastaðahreppur 3,5 1,8 16 Akraneskaupstaður 4,6 0,7 13 Grindavfkurkaupst. 5,1 -0,2 23 Sandgerðisbær 3.8 1.1 19 Austur-Hérað* 4,2 0,7 1 1 Hafnarfjarðarkaupst. 5,4 -0,6 15 Gerðahreppur 4.7 -0,2 8 Hveragerðisbær 5,8 -1,3 2 5 Ólafsfjarðarkaupst. 3,6 0.9 29 Borgarbyggð* 3.3 0.9 14 Dalvíkurbyggð* 5,0 -0.9 17 Siglufjarðarkaupst. 4,6 -0,5 21 fsafjarðarbær 3,8 0.0 10 Húsavfkurkaupst. 5,4 -1,7 24 Sv.f. Hornafjörður* 3.7 0.0 7 Fjarðarbyggð* 5.8 -2.2 22 Stykkishólmsbær 3.8 -0.3 12 Mosfellsbær 5.2 -l.X 31 Vesturbyggð 2.9 0,4 - Húnaþing vestra* - - 28 Sv.f. Skagafjörður* 3,4 -0,5 30 Kópavogsbær 3.0 -0.1 26 Bolungarvíkurkaupst. 3,5 -0,6 32 Snæfellsbær 1 2,8 -1,0 Meðaltal | 4,53 1 4,75 j -0,22 * Samanburður við fyrra ár mið félag í sameinuðu sveitarfélagi einnig undirkafla „Sa ast við fyrir s ticinin stærst ameini ;ar"). i sveitar-lgu (sjá Einkunnir Síðustu ár hefur Vísbending gefið sveitarfélögum einkunnir (aðferða- fræðina má finna í 40. tbl. 14. árgangs og 37. tbl. 15. árgangs). Meðaleinkunn sveitarfélaganna heldur áfram að lækka á milli ára og var hún 5,31 fyrir árið 1996, 4,75 árið 1997 og loks4,53 fyrirárið 1998 sem er falleinkunn á flestum skóla- mælikvörðum. Ástæðan er fyrst og fremst aukin skuldasöfnun og hækkun skatta. Enn sem fyrr trónir Seltjarnarnes- kaupstaður á toppnum með einkunnina 7,2 í ár. Að sama skapi heldur Snæfells- bær botnsætinu af sömu festu og áður með einkunnina 1,9. Hástökkvarar árs- ins eru Bessastaðahreppur sem stekk- ur upp um 18 sæti og hækkar um næstum tvo heila í einkunn, Reykjanesbær sem stekkur upp um 13 sæti og Sandgerðis- bær og Borgarbyggð sem stökkva upp um 11 sæti. Oll hækka þessi sveitarfélög um einn heilan í einkunn á milli ára. Hæstafall ársins áFjarðarbyggð sem fellur um 17 sæti (m.v. stöðu Neskaups- staðar fyrir ári), Mosfellsbær sem fellur um 14 sæti og Húsavfkurkaupstaður sem fellurum 12 sæti. Sameiningar Síðasta ár var fyrsta reiknings- skilaárið fyrir nokkur ný og sam- einuð sveitarfélög. Sveitarfélög eins og Arborg (Selfoss og nágrenni), Skaga- fjörður (Sauðárkrókur og fl.), Fjarðar- byggð (Neskaupsstaður, Eskifjörður og Reyðarfjarðarhreppur), Austur-Hérað (Egilsstaðir og nágrenni), Húnaþing Vestra (Hvammstangahreppur og fl., allir með færri en þúsund íbúa), Sveitar- félagið Homafjörður (Homafjörður og nágrenni), Borgarbyggð (Borgarbyggð og nágrenni), Dalvíkurbyggð (Dalvík og nágrenni) og Reykjavíkurborg (Kjalarneshreppur varð hluti af borginni) stækkuðu eða urðu til við sameiningu. Sveitarfélög með fleiri en þúsund íbúa eru nú 32 að tölu. Reykjavíkurborg er langstærst með 108.351 íbúa. Önnur sveitarfélög með fleiri en þúsund íbúa hafa samtals 140.879 íbúa. Það þýðir að 91% landsmanna býr í 32 stærstu sveitarfélögunum en 9% í þeim 92 sem eftir eru. I viðtali við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson (Morgunblaðið 14. nóv. 1999), formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, kemur fram að hann gerir sér vonir um að sveitarfélögunum geti fækkað um (Framhald á síðu 2) 1 Sveitarfélögin héldu áfram að safna skuldum á síðasta ári, rétt eins og allan áratuginn um leið og 2 þau juku tekjur sínar umtalsvert. Þeim er gefin einkunn fyrir frammistöðu sína á síðasta ári. 3 Þorvaldur Gylfason hag- fræðingur fjallar um þrjú Karíbalönd: Haítí, Dómín- íska lýðveldið og Barba- 4 dos. Hagvöxtur lýtur sömu lögmálunum í þessum lönd- um eins og um heiminn allan.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.