Vísbending


Vísbending - 26.11.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.11.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Suður um höfin egar Afríkuþjóðirnar voru að brjótast undan erlendri nýlendu- stjórn fyrr á öldinni, litu margir svo á, bæði Afríkumenn og aðrir, að landlæg örbirgð í Afríku væri nýlendu- kúgurum að kenna og þjóðfrelsi og sjálfstæði myndu efla hag Afríku. Svo fór þó ekki. Afríkuþjóðum hélzt yfirleitt ekki vel á eigin málum að fengnu sjálf- stæði. Amaldur Björnsson orðar þessa hugsun svo, þegar hann heimfærir hana á Island í einni ræðu sinni yfir Sölku Völku: „En hvað var það, sem gerðist 1874, þegar fj árhagur okkar var aðskil inn Danmörku? í raun og veru ekki annað en það, að arðránið af alþýðunni færðist inn í landið. Það voru bara höfð þjóðernaskipti á ræningjunum." Það er fyrst nú, heilum mannsaldri eftir sjálfstæðistöku flestra Afríkulanda —nú,þegarSovétríkin og leppríki þeirra eru komin á öskuhaugana, þar sem þau eiga heima, og hætt að senda efnahags- ráðgjafa þangað suður eftir í stórum stfl — að loksins virðist sjást til sólar sums staðar í Afríku fyrir tilstilli skynsamlegra efnahagsumbóta í anda markaðs- búskapar. Og er þó við ramman reip að draga. Haítí eir, sem kenndu óhæfum eða illviljuð- um nýlenduherrum um allt, sem aflaga fór í Afríku eða annars staðar, hefðu mátt láta hugann hvarfla vestur í Karíbahaf. Því að þar er land, sem laut fyrst spænskum yfirráðum og síðar frönskum og hefur verið sjálfstætt síðan 1804 — og er enn, næstum 200 árum síðar, eitt ferlegasta fátæktarbæli, sem sögur fara af. Þetta er Haítí. Þarer rányrkja arðbærasti atvinnuvegurinn: ríkirkaup- sýslumenn halda þjóðinni með hervaldi í þrúgandi fátækt og fáfræði. Þeir búa sjálfir í glæstum höllum í hæðunum fyrir ofan höfuðborgina Port-au-Prince, en alþýðan hírist í hrörlegum hrey sum niðri í borginni og hefur varla í sig og á. Það voru þessir menn, sem héldu galdra- lækninum Fran^ois Duvalier („Papa Doc“) við völd frá 1957 til 1971 og síðan syninum Jean-Claude („Baby Doc“), þangað til sonurinn hrökklaðist úr landi við lítinn orðstír 1986 (og býr nú í vellystingum í Frakklandi ásamt móður sinni („Mama Doc“) og öðru föruneyti). Enn er allt í hers höndum í landinu. Neðsta kúrfan á myndinni lýsir hag- þróuninni á Haítí síðan 1964. Þjóðar- framleiðslaá mann 1998 var410 dollarar, eða rétt rösklega dollari á dag. Þetta þýðir, að Haítí er í hópi fátækustu landa heimsins. Skráð þjóðarframleiðsla er að vísu meiri á kaupmáttarkvarða, en það breytir því ekki, að Haítí er nálægt botninum. Aðeins 22 lönd eru fátækari en Haítí miðað við þjóðarframleiðslu á mann á kaupmáttarkvarða samkvæmt landabréfabók Alþjóðabankans (World Bank Atlas 1999), og 107 lönd eru ríkari. Aðrir lífskjarakvarðar segja sömu sögu: langlíft, læsi, rafmagn, rennandi vatn — það er næstum sama, hvað nefnt er. Skoðum nú þrjá mikilvæga gangráða hagvaxtar um heiminn: fjárfestingu, útflutning og menntun, til að reyna að bregða birtu á hagvaxtarferilinn á Haítí hingað til og framtíðarhorfur. Hér er allt á sömu bókina lært: fjárfesting á Haítí nam 11% af landsframleiðslu aðjafnaði 1983-1997, útflutningur var 14% af landsframleiðslu 1965-1997 (og hefur farið minnkandi, var 8% af landsfram- leiðslu 1992-1997), og útgjöld til mennta- mála námu 1 -2% af þjóðarframleiðslu að meðaltali 1980-1990. Öll þessi hlutföll eru frámunalega lág miðað við flest önnur lönd. Og þegar fjárfesting, útflutningur og menntun eru í lama- sessi, allt þrennt, þá er ekki að sökum að spyrja: þá blasir efnahagsstöðnun við, ef ekki beinlínis afturför. Við þetta bætist ýmislegt annað. Hagstjórnin er slök: verðbólgan var 25% á ári aðjafnaði 1990-1997. Erlend fjárfest- ing í landinu er næstum engin (0,1% af landsframleiðslu 1997). Samgöngureru í afleitu ástandi: aðeins fjórðungur vegakerfisins er með bundnu slitlagi. Náttúra landsins er í niðurníðslu: skóg- lendi er svo að segja alveg horfið (var kontið niður í 1% af landinu 1995). Og þannig mætti lengi telja. Eigi að síður er Haítí að sumu leyti heillandi land. Þeir hafa náð langt í málaralist og eru meðal upphafsmanna skólans, sem kenndur er ýmist við naív- isma eða prímitívisma. Ý msir listmálarar landsins eru í miklum metum. Dómíníkanska lýðveldið Haítí er á vestanverðri eyju, sem heitir Hispaníóla. Á austanverðri eyjunni er Dómíníkanska lýðveldið, fjölsóttasta ferðamannalandið í Karíbahafi (2,2 milljónirferðamanna 1997 ámóti 90.000 á Haítí). Mannfjöldinn þar í landi er svipaður og á Haítí, eða um 7 milljónir á hvorum stað. Dómíníkanska lýðveldið, köllum það D til einföldunar, hefur verið sjálfstætt síðan 1865, en landið var áður spænsk nýlenda. Þelhvítir landeigendur ráða lögum og lofum í landinu í skjóli hersins og fjármagna stjórnmálaflokk- ana, semeru allireins. Stjórnarfariðþarna hefur þó verið hrein hátíð miðað við Haítí vestan megin á eyjunni. Ólæsi er um 20% í D á móti 50% á Haítí. Miðkúrfan á myndinni lýsir þróun þjóðarframleiðslunnar í D síðan 1964. Þjóðarframleiðslan var 1.770 dollarar á mann árið 1998, næstum fimm sinnum meiri en á Haítí. Fjárfesting nam 20% af landsframleiðslu að jafnaði árin 1960- I997.útnutningurnamásamatíma26% af landsframleiðslu og hefur farið vax- andi. Meiri fjárfesting og meiri erlend viðskipti eiga líklega talsverðan þátt í því, að D hefur vegnað miklu betur en Haítí. En þessi árangur er samt langt frá því að geta talizt viðunandi, því að útfiutningshlutfallið er ennþá langt (Framhald á síðu 4) Mynd 1. Þrjú Karíbalönd: Þjóðarframleiðsla á mann 1964-1998 (Bandaríkjadollarar á verðlagi hvers árs) Þorvaldur Gylfason prófessor 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.