Vísbending


Vísbending - 26.11.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 26.11.1999, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) undir heimsmeðallagi (miðað við lítil, fámenn lönd, sem þurfameira áerlendum viðskiptum að halda en stór, fjölmenn lönd). Auk þess eru menntamálin í afleitu horfi: menntamálaútgjöld í D voru aðeins um 2% af þjóðarframleiðslu og varla það 1980-1996, en ástandið erþó skárra þar en á Haítí, því að tæplega helmingur allra unglinga í D sækir framhaldsskóla á móti tæpum fjórðungi á Haítí. Útgjöld almannavaldsins og einstaklinga til heil- brigðismála námu 6% af landsfram- leiðslu í D 1994 á móti aðeins 4% á Haítí (og 8% hér heima), enda er meðalævin miklu lengri í D (71 ár) en á Haítí (54 ár; og 79 ár á Islandi til samanburðar). Barbados fsta kúrfan á myndinni er höfð með til að minna menn á, að það eru til lönd í Karíbahafi, þar sem efnahagurinn hefur þróazt þokkalega síðan 1964. Eitt þessara landa er Barbados, fyrrum brezk nýlenda, sem fékk fullt sjálfstæði árið 1966. Þar er ýmislegt eins og það á að vera. Fjárfesting var að vísu ekki nema fimmtungur af landsframleiðslu að meðaltali árin 1960-1997 og hefur farið minnkandi síðustu ár; þarna hefði þurft að gera betur. Útflutningur var 57% af landsframleiðslu að jafnaði 1960-1994 og hefur farið vaxandi. Þetta hlutfall, 57%, er aðeins yfir meðalútflutnings- hlutfalli landa í sama stærðarflokki (með um 300.000 íbúa); til samanburðar var útflutningshlutfallið hér heima ekki nema um þriðjungur á sama tímabili og hefur staðið í stað síðan 1945. Sterkasti hlekkurinn í hagvaxtar- keðjunni á Barbados er menntun fólks- ins: útgjöld til menntamála hafa aukizt úr 3% af þjóðarframleiðslu 1960 upp í 7- 8% 1989; 1994 (borið saman við 5% hér heima). Ólæsið er aðeins 1 % á móti 20% í D og 50% á Haítí. Næstum allir unglingar (97%) sækja framhaldsskóla á móti 45% í D og 24% á Haítí, og 30% af hverjum árgangi eru við háskólanám á Barbados á móti 26% í D — og 1% á Haítí! Það spillir ekki, að hagstjórnin á Barbados hefur verið í þokkalegu lagi: verðbólgan var 1 % á ári að jafnaði 1990-1997 á móti 12% í D og 25% áHaítí. Samgöngumálin eru einnig í góðu lagi: næstum allir vegir á Barbados eru með bundnu slitlagi á móti helmingi í D og fjórðungi á Haítí. Að öllu samanlögðu gegnir það engri furðu, að lífskjör fólksins á Barba- dos hafa batnað gríðarlega frá sjálfstæð- istökunni 1966. Barbados var að vísu í betri álnum en hin löndin tvö í upphafi, eins og myndin sýnir, en landið var eigi að síður bláfátækt. í fyrra (1998) var þjóðarframleiðsla á mann á Barbados orðin næstum 20 sinnum meiri en áHaítí á Atlas-mælikvarða Alþjóðabankans, eða 7.900 dollarar á Barbados á móti 400 dollurum á Haítí (og 1.800 dollurum í D). Á kaupmáttarkvarða er munurinn minni, en þó tífaldur: 12.300 dollarar á mann á Barbados á móti 1.200 dollurum á Haítí (og 4.700 dollurum í D — og 22.800 dollurum hér heima til samanburðar). Þeir á Barbados eiga því ennþá langt í land, en þetta mjakast hjá þeim. Orsök og afleiðing Og nú er von, að spurt sé: Hvort er það menntunin, sem lyftir lífs- kjörum fólksins, eða lífskjarabatinn, sem gerir mönnum kleift að leggja meira fé í menntamál? Það segir sig sjálft, að svigrúm til aukinna útgjalda til menntamála eykst með bættum efnahag, en þar fyrir er alls ekki loku fyrir það skotið, að meiri og betri menntun efli hagvöxt og bæti lífskjör með því móti til langs tíma litið. Þetta hjálpast að og styður hvert annað. Það ber enga knýjandi nauðsyn til að greina orsök frá afleiðingu í þessu efni, meðal annars vegna þess, að menntun er eftirsóknarverð í sjálfri sér. Það skiptir með öðrum orðum engu máli í þessu samhengi, hvort við lítum svo á, að hænan komi á undan egginu eða öfugt. En hvað um fjárfestingu og útflutn- ing? Það virðist ótvírætt, bæði sam- kvæmt gömlum og nýjum fræðikenning- um um hagvöxt og samkvæmt tölfræði- prófum, að fjárfesting örvar hagvöxt. Þessi áhrif þurfa ekki að minnka við það, að aukinn hagvöxtur getur að sínu leyti ýtt undir fjárfestingu. Svipuðu máli gegnir um útflutning. Útflutningur er að vísu ekki æskilegur í sjálfum sér eins og menntun. Nei, útflutningur er æskilegur vegna þess, að hann gerir okkur kleift að greiða fyrir innflutning, ekki aðeins á vörum og þjónustu, heldur einnig á fjármagni, tækni og hugviti — og bæði rök og reynsla virðast sýna, að allt þetta ýtir undir hagvöxt til langs tíma litið. Takið eftir tengslunum: að svo miklu leyti sem útflutningur greiðir fyrir innflutningi hugvits og tækni, er aukinn útflutningur ígildi menntunar og hefur því örvandi áhrif á hagvöxt með líku lagi og aukin menntun. Á hinn bóginn er engin sérstök ástæða til að ætla það, að ör hagvöxtur ýti meira undir útflutning en aðra efnahagsstarfsemi. Hér er því engin sérstök hætta á því að ruglast á orsök og afleiðingu, en jafnvel þótt það gerðist, kæmi það ekki verulega að sök. Að endingu Hagvöxtur lýtur sömu lögmálum um heiminn allan. Ef fjárfesting, útflutn- ingur og menntun eru látin sitja á hakanum, þá getur enginn umtalsverð- ur hagvöxtur átt sér stað til langs tíma litið. Karíbalöndin þrjú, sem hér hefur verið fjallað um í stuttu máli, eru engin undantekning frá þessari almennu reglu. Aðrir sálmar Okkar minnstu bræður ® / Inóvemberblaði Klifurs, Fréttablaðs Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, birtist viðtal við Þorkel Sigurlaugs- son, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Eimskipafélagsins. Þorkell erí hjólastól. Hann fjallar þar um afstöðu stjórnmála- manna til fatlaðra: „Eitt sem einkenndi síðustu Alþingiskosningar var að ákveðnir stjórnmálaflokkar og einstakir stjórnmálamenn reyndu að notfæra sér fremur slaka fjárhagsstöðu ákveðinna hópa í þjóðfélaginu sér til framdráttar og kaupa sér atkvæði með yfirboðum. Þetta var afar ógeðfellt og augljóst kosn- ingaskrum, enda heyrist nú minna frá þeim um þessi málefni. Oft er þá annað hvort alið á öfund eða höfðað til þeirra tilfinninga okkar að aðstoða þurfi þá ‘sem minna mega sín’ eins og það er kallað. Samtök öryrkja tóku afstöðu í þessari kosningabaráttu með afgerandi hætti, en ekki minnist ég þess að svo hafi verið áður með öflugri auglýsinga- herferð eins og þá var.... Sumir telja sig hafa einkarétt á því að vera málsvarar ‘þeirra sem minna mega sín.’ Þeir sem ‘minna mega sín’ eru oftast taldir aldraðir, fatlaðir, atvinnuleysingjar og fátæklingar. Af hverju tala sumir um ‘okkar minnstu bræður’ og ‘þá sem minna mega sín?’ Fjöldi fólks sem býr við ýmsa erfiðleika eða fötlun hefur ekki áhuga á að láta flokka sig sem minni þjóðfélagsþegna. Það er niðurlæging fyrir þá sem eiga við einhver líkamleg eða andleg vandamál að stríða að tönnlast sífellt á því að þeir séu ‘okkar minnstu bræður’ eða þeir séu í hópi þeirra ‘sem minna mega sín.’ Það er staðreynd að margir sem búa við ein- hvers konar fötlun, eru atvinnulausir umtímaeðaeru aldraðireruekkert minni manneskjur en aðrir. Viðhorf margra stjórnmálamanna til þessara hópa byggja á gamaldags og úreltri hugsun þar sem lögð er áhersla á forsjárhyggju fremur en sjálfsbjörg og uppbyggingar- starf. ... Ég kann ekki vel við það kerfi sem félagshyggjuöflin hafa byggt upp á undanförnum árum að setja ein- staklinginn, aldraða og öryrkja á löggilt framfæri þjóðfélagsins og ef þeir reyna að bjarga sér og afla tekna þá er allt skorið af þeim. Það finnst mér misrétti." V_______________________________________J ÁRitstjórn: Eyþór ivar Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.