Vísbending


Vísbending - 03.12.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 03.12.1999, Blaðsíða 1
/ V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 3. desember 1999 48. tölublað 17. árgangur Tungumál hagsældar Mörgum þykir hafa verið vegið að íslenskunni að undanfömu þegar hreintungustefnan hef- ur verið gagnrýnd. Þessi umræða vekur upp spurningar um tengsl tungumáls við hagkerfi og velsæld þjóða. Tungumál Tungumál er áhrifaríkasta samskipta- kerfi sem völ er á, gefur fólki möguleika á að tjá sig og skilja aðra. Þar af leiðandi er það mikilvægasta tækið í þekkingaröflun fólks. Tungumál þjappa fólki saman og skipta því í hópa. Eitt og sama tungumálið getur skipt fólki í hópa eftir því hvernig það er talað. Það hefur t.d. verið rannsakað í Bretlandi hvernig notkun enskunnar er nátengd stétta- skiptingu. Skýrari skiptingu er þó að finna á milli tungumála þar sem þjóðir tala ólík tungumál. Það sem gefur tveim- ur hópum sem tala tvö ólík tungumál möguleika á samskiptum er að annar hópurinn kunni tungumál hins hópsins eða báðir kunni þriðja tungumálið. Mörg mál Flestar þjóðir hafa eitt ríkismál eða eitt móðurmál sem er talað af lang- flestum íbúum landsins en oft er það þó svo að í einu og sama landinu þar sem mörg þjóðarbrot búa tala færri en helm- ingur þeirra eitt og sama móðurmálið. í rannsókn sem gerð var á áttunda áratugnum (Pool, Jonathan, 1972) kom í ljós að þjóðir, þar sem meira en 80% landsmanna tala sama málið, geta bæði verið fátækar eða ríkar og allt þar á milli. Hins vegar eru þjóðir þar sem ríkismálið er móðurmál minna en 50% landsmanna nær undantekningarlaust fátækar. Niðurstaðan er að þó að eitt og sama tungumálið skili ekki endilega hagsæld geta mörg ólík tungumál í einu og sama landinu komið í veg fyrir hana. Astæðumar geta verið margar, ágrein- ingur á milli þjóðarbrota, erfiðleikar í menntakerfinu og ríkisrekstrinum sök- um erfiðrar samvinnu milli tungumála- hópa o.s.frv. Enskan ó að enska sé ekki það tungumál sem flestir eiga að móðurmáli er það þó það tungumál sem flestir ólíkir tungu- málahópar nota til þess að hafa sam- skipti sín á milli. í nýlegum rannsóknum á 133 löndum (Hall og Jones, 1996) hefur verið sýnt fram á að góð þekking á ensku eða öðru alþjóðatungumáli geti útskýrt 24% mun á þjóðarframleiðni á milli landa. Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman hefur velt fyrir sér efna- hagslegum árangri enskumælandi þjóða. Margar af enskumælandi þjóðum heimsins hafa átt verulegu láni að fagna á efnahagssviðinu á undanförnum árum. Keltneska tígrisdýrið Irland hefur upp- lifað um 8% hagvöxt undanfarin fimm ár. Astralía stóð af sér efnahagskrepp- una í Asíu og hagvöxtur óx um næstum 5% árið 1998 en á sama tíma dróst hann saman um 14% í nágrannaríkinu Indónesíu. Kanada hefur meiri hagvöxt, 3% á síðasta ári, en bæði Evrópa og Japan. Bandaríkjamenn halda ekki vatni yfir eigin árangri með 3,9% hagvöxt síðustu tvö ár og á Englandi hefur dregið verulega úr atvinnuleysi á síðustu árum. Tilgáturnar um ástæður þessa eru nokkrar: hagfræðin á sterkar rætur hjá enskumælandi þjóðum, upplýsingar og þekkingu af efnahagslegum toga er fyrst og fremst að finna á enskri tungu, bestu skólar heimsins á sviði hagfræðinnar eru x enskumælandi löndum og ríkis- reksturinn í enskumælandi löndum er yfirleitt í höndum sprenglærðra hag- fræðinga. Þá er enskan alþjóðamál og gefur þeim sem eiga hana að móðurmáli forskot í alþjóðaviðskiptum sem og í nýtingu nýrrartækni. Tungumál Netsins er enska sem gerir þeim sem ekki eru flugfærir í ensku mun erfiðara fyrir að nýta sér það, bæði í viðskiptalegum eða samskiptalegum tilgangi, en þeim sem tala ensku sem móðurmál. Hreintungan Um leið og enskukunnátta getur haft áhrif á möguleika þjóða í alþjóða- viðskiptum og þar af leiðandi haft áhrif á hagsæld getur móðurmálskunnátta einnig haft áhrif á stöðu fólks. Þeir sem eiga erfitt með að tileinka sér móðurmálið eru líklegri til þess að eiga erfiðara upp- dráttar í þjóðfélaginu hvað varðar menntun, atvinnu og samfélagsstöðu en þeir sem hafa góð tök á málinu. Þannig getur hreintungustefna eins og rekin er hér á landi leitt til þess að erfiðara er en ella fyrir fólk sem nær ekki góðum tökum á tungumálinu að njóta hagsældar. Hreintungustefna og þjóðernis- kennd ýta hvor undir aðra og hvort tveggja getur auðveldlega gengið út í öfgar. Það eru öfgar þegar heil þjóð getur heilaþvegið sjálfa sig og umsveipað sig fegurð, visku og hreinleika sem á oft við takmörkuð rök að styðjast. Það getur þó haft sína kosti sem er kannski fyrst og fremst hvatningin sem gerir fámennri þjóð kleift að gera ótrúlega hluti. En það getur líka haft sína galla sem birtast m.a. í óskynsamlegum fjárfestingum sem byggðar eru á hugmyndum sem eiga ekkistoðí raunveruleikanum (sjáeinnig grein á næstu síðu um þetta efni) og öfgafullum hægrimönnum með slagorð eins og „ísland fyrir Islendinga". Þá er hugmyndafræðileg meinloka farin að kosta bæði hatur og sóun sem getur auðveldlega dregið úr möguleikum þjóðarinnar til þess að vaxa og dafna. Orð með rentu * Islenskan þjappar okkur Islendingum saman og skerpir á þjóðareinkenn- unum sem gera þjóðina allt í senn: merkilega, skrýtna og ekki síst stór- skemmtilega. í 1997 skýrsluOECDmæla skýrsluhöfundar með því að íslendingar auki enskukennslu og jafnvel kenni fög á ensku. Góð enskukunnátta gefur okkur tækifæri að taka þátt í alþjóðaviðskipt- um og samskiptum við aðrar þjóðir sem er grundvöllur þess að þjóðin fái nýja þekkingu og hugmyndir. Hagsældin erekki fólgin í tungumáli en „samskipti“, „skilningur" og „víð- sýni“ eru orð sem mikilvægt er að leggja mikla áherslu á svo að „hagsæld“ verði áfram í orðaforða íslenskunnar. ^ Tungumál viðskiptanna ^ Breytingar geta verið upp- ^ Bjarni Bragi Jónsson a fram með nýja og athygli- I er enska. Hugsanlegt er ) spretta tækifæra og Netið -4 fyrrverandi aðalhagfræð- /| verða tillögu til breytingar J. að enska muni hafa aukin er breyting sem fyrirtæki ingur Seðlabankans tjallar i" á því kerfi sem nú er við áhrif á hagsæld þjóða. ættu að nýta. um skattkerfið og kemur lýði. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.