Vísbending


Vísbending - 03.12.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 03.12.1999, Blaðsíða 2
/ V ISBENDING Tækifæri breytinga Breytingar eru ekki ógnun heldur tækifæri var fyrirsögn á viðtali Morgunblaðsins við Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða þann 14. nóvember síðastliðinn. Það eru orð í tíma töluð nú þegar Netbyltingin hefur hafið innreið sína fyrir alvöru bæði á Islandi og annars staðar í Evrópu. Að horfa á breytingar sem tækifæri en ekki ógnun er þó langt í frá einfalt verkefni, það krefst bæði hugrekkis og víðsýni. Sigmoid-kúrfan Breytingar geta verið sársaukafullar enda er það í eðli fólks að forðast breytingar vegna þess að til skamms tíma litið mun breyting oft leiða til þess að ástandið versnar en batnar ekki frá því sem áður var. Þess vegna veigra flestir sér við að vaða út í eitthvað sem kostar erfiðleika þó að árangurinn sé einungis handan við hornið. Breski hugmyndafræðingurinn Charles Handy hefur lýst þessu með svokallaðri Sigmoid-kúrfu sem er eins og „S“ sem liggur á hlið. Fyrst versnar ástandið áður en það getur batnað. Ef rétt er haldið á spöðunum getur þó uppsveiflan fleytt fyrirtæki á farsælli braut en það var á áður þannig að samkeppnisstaða þess styrkist gagnvart öðrum fyrirtækjum. Vandamálið við að takast á við breytingar er oft fólgið í því að fá alla hlutaðeigandi aðila til þess að bregðast við. Fólki er eðlislægt að vera áhættu- fælið, að kjósa veruleika dagsins í dag í staðinn fyrir óvissu morgundagsins. Það er erfltt að fá alla til þess að fóstra breytingar, skilja að þær eru óumflýjan- legar ef ætlunin er að þroskast og þróast í takt við tímann. Svipaða sögu segir Sigurður Helgason í viðtalinu: „Það er gífurlega mikilvægt fyrir okkur og alla aðra sem standa frammi fyrir þessum rosalega snjóbolta, sem tækniþróunin er, að líta ekki á breytingarnar sem ógnun heldur tækifæri. Það er grund- vallaratriði. Margir sjá aðeins vanda- málin og hafa miklar áhyggjur af breyt- ingum en það er vonlaust að reyna að stöðva þær. Hægt er að setja þetta í sögulegt samhengi því hið sama gerist á öllum tímamótum í sögunni. Stofnanir eða fyrirbæri sem eiga mjög sterk ítök og hagsmuni í kerfmu eins og það var verða fórnarlömb breytinga ef þau skynja þær ekki tímanlega. Og við erum ákveðnir í að verða ekki fórnarlömb heldur nýta tækifærin sem breytingarnar veita okkur.“ Fyrirtæki sem aldrei hafa verið skap- andi eru líkleg til að verða fyrst fyrir barðinu á breytingum enda þarf oft jarðskjálfta til þess að hrista upp í slíkum fyrirtækjum. Sir Richard Evans, fram- kvæmdastóri British Aerospace gefur eftirfarandi ráð til stjórnenda til þess að ná fram breytingum í fyrirtæki: „1) Að taka fullan þátt sjálfur í ferlinu, sjáðu fyrir þér breytingarnar og taktu svo til hendinni og gerðu þær að veruleika. 2) Utilokaðu engan eða ekkert frá breytingarferlinu, allt fyrirtækið verður að vera með í breytingunum, allir verða að breytast. 3) Vertu þolinmóður, breytingar eru ekki auðveldar og þær verða ekki auðveldari með óþolinmæði. 4) Vertu opinn og sveigjanlegur, vertu tilbúinn til að leika af fingrum fram í ferlinu. 5) Vertu viss um að allir skilji markmiðin og haldi sér við þau.“ Hindranir örg fyrirtæki sem ná góðum árangri og eru skínandi dæmi um vel- heppnuð fyrirtæki verða oft breytingum að bráð þegar aðstæður breytast og þau hafa ekki rænu á að aðlagast breyttum aðstæðum. Donald N. Sull aðstoðarprófessor við London Busin- ess School lýsti þessu ágætlega í grein sinni „Why good companies go bad“ sem birtist í júlí-ágústhefti Harvard Business Review. Þar fjallar hann um hvernig formúlur sem leiddu fyrirtæki eitt sinn til glæstra gjörða geta seinna dregið sama fyrirtæki til glötunar. I fyrsta lagi þá geta hugmynda- og hugsunarlíkön sem stjórnendur nota til þess að svara lykilspurningum um stöðu og stefnu fyrirtækis og sem eiga að skerpa sýn þeirra farið að byrgja þeim sýn. Um leið og stjórnandi hefur náð tökum á ákveðnum líkönum er hætta á því að hann einblíni á þá mynd sem þau gefa og allt annað skipti ekki máli. Um leið er hætta á því að ný tækifæri fari fram hjá honum sem og ógnanir sem líkönin gera ekki ráð fyrir. Of skipulögð veraldarsýn sem er byggð á niður- negldum forsendum getur þá farið að gera meira ógagn en gagn. I öðru lagi þá geta starfshefðir og venjur farið að draga úr framleiðni frekar en að auka hana. Þegar starf er fyrst skorðað af er leitað leiða til þess að vinna það og þegar sú leið er fundin verður hún að rútínu. Eftir því sem starfsaðferðin verður kunnuglegri eykst framleiðnin þangað til búið er að ná fullum tökum á henni. Smám saman verður starfsaðferðin að hinni einu sönnu starfsaðferð, „svona á að vinna þetta", en um leið hættir hún að snúast um framleiðni heldur fer hún að snúast um hversu þægileg aðferðin er. Þá hætta starfsmenn að hugsa um nýjar leiðir og aðferðir. Með aukinni tækni og þekkingu verða til nýjar aðferðir sem fyrirtækið innleiðir ekki vegna þeirrar vinnuhefðar sem fyrir er. Þær geta þó verið grund- völlur framleiðniaukningar hjá fyrirtæk- inu. Um leið dregst fyrirtækið aftur úr öðrum fyrirtækjum sem hafa gæfu til þess að innleiða nýjar aðferðir og gera hlutina á réttan hátt. í þriðja lagi geta tengsl við starfs- menn, viðskiptavini, birgja, dreiftngar- aðila og hluthafa farið að flækjast fyrir fyrirtækinu frekar en að vera því til fram- dráttar. Upp getur komið sú staða að gamalgróin tengsl við ákveðna hags- munaaðila eins og þá sem nefndir eru hér að ofan byggist ekki lengur á því sem er fyrirtækinu fyrir bestu heldur á úreltum sjónarmiðum. Þá geta tengsl þessi hamlað því að fyrirtæki geti tekist á við breytingar og nýtt þær sem tækifæri. I fjórða lagi geta gildi eða hugmyndir sem marka fyrirtækjamenninguna, sem bæði sameina og hvetja starfsfólk, orðið máttarstólpar regluveldis sem rígbinda fólk í staðla og reglur. Þá geta gildi sem eitt sinn voru fólki leiðarljós orðið hjákátleg og ómarkviss, hindranir þegar breytinga er þörf. Slfkar hugmyndir geta þá orðið flóttaleið og hvatning til þess að halda í hefðina frekar en að takast á við breyttar aðstæður. Netbyltingin Stundum er erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig aðstæður eru að breytast. Breytingar hafa mismunandi áhrif á atvinnugreinar og jafnvel fyrirtæki innan þeirra Smávægilegar breytingar geta skipt sköpum fyrir framtíð eins fyrirtækis þó þær skipti önnur fyrirtæki engu máli. Stundum verða þó breytingar á aðstæðum sem hafa víðtæk áhrif bæði á ólfk fyrirtæki og atvinnugreinar. Oftast hafa slíkar breyt- ingar verið afleiðing tækninýjunga. Ein slfk tæknibreyting á sér stað um þessar rnundir og hefur haft veruleg áhrif á fyrirtæki og mun halda því áfram allan næsta áratuginn en það er Netið. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða segir að innan tveggja ára verði sala tlugmiða félagsins á Netinu orðin meiri en 50% eða um 8-15 ntilljarðar. Óhætt er að spá því að innan tíu ára fari nær öll sala Flugleiða fram á Netinu. Þetta er í samræmi við hugmyndir manna eins og Andy Grove hjá Intel sem hefur látið hafa eftir sér að innan fimm ára verði öll fyrirtæki orðin Netfyrirtæki. Ef það verður raunin verða breytingar af völd- um Netsins líkari byltingu sem fyrirtæki verða að læra að nýta sér sem tækifæri ef ætlunin er að halda velli. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.