Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 13

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 13
Sókn á aðalfund minnkar með dreifðari eign Árangri hans var hampað sem sönnun þess að litlir hluthafar gætu látið til sín taka í fyrirtækjum. Oftar setja þeir þó traust sitt á stórfiskana og fylgjast prúðir með úr fjarlægð. 100% 80% 60% 40% 20% 0% 20% 40% 60% 80% 100% Heft áhrif með valdboði? s Iþessari grein hefur verið rætt um að hættulegt geti verið að eftirtaldir nái völdum í fyrirtækjum: -Ríki -Sveitarfélög -Lífeyrissjóðir -Starfsmenn -Keppinautar -Viðskiptavinir -Ovandaðir menn Hlutur annarra en 10 stærstu Lóðrétti ásinn sýnir hvað fulltrúar stórs hluta eigenda komu á aðalfundi 17 hlutafélaga hérálandi í vor. Lárétti ásinn gefur hugmynd um það hvað eignaraðild er dreifð. Hann sýnir hvað aðrir en 10 stœrstu hluthafar áttu mikið í félögunum. Greinilegt er að dreifðari eign þýðir aðfœrri koma á aðalfund- og minna hlutafé þarf til þess að ná yfirráðum í félögunum. um 13%. Á næsta aðalfundi kemur í ljós hvort sú eign nægir til að ná völdum í Lyfjaversluninni. Fulltrúar rúmlega 50% hlutafjár komu á aðalfund Eimskips í vor. Ríflega 26% hlutur nægir því til valda þar. Sjóvá-Almennar tryggingar eru lang- stærsti eigandinn, en langt undir 26% markinu, með 12,5% hlutabréfa. Félagið er þó geysiöflugt í forystu Eimskips. Fjórir af níu stjórnarmönnum Eimskips sitja einnig í stjórn Sjóvár-Almennra (sumir eru að vísu frernur fulltrúar annatra en Sjóvár-Almennra í Eimskipa- félagsstjórninni). Sókn er betri á aðalfund Flugleiða en Eimskips, þangað kontu í vor full- trúar um 90% hlutafjár. Þar átti Eim- skipafélagið 31 ‘/2% hlut en að auki átti stærsti eigandi Eimskips, Sjóvá- Almennar, um 6%. Eimskipafélagið hefur sterka stöðu í stjórn Flugleiða, en þó ekki meirihluta. Þá má nefna að á síðasta aðalfund Jarðborana komu aðeins fulltrúar 40% hluthafa. Orkuveita Reykjavfkur var þá langstærsti hluthafinn með um 20%, sem ætti að nægja til yfirráða í fyrirtæk- inu. Orkuveitan á tvo menn af fimm í stjórn. Ekki er víst að meðeigendur Orkuveitunnar séu ánægðir með ítök hennar því að hún er einn helsti viðskiptavinur Jarðborana. /Dreifðari eign - meiri spilling? myndinni sést greinilega að dreifð- ari eign þýðir að minna hlutafé þarf til að stjórna fyrirtæki. Og þegar menn stýra stórum fyrirtækjum í krafti lítillar eignar er hætta á að arðsvonin vfki fyrir öðru, til dæmis óskum um atvinnu eða viðskipti. Faðir hagfræðinnar, Adam Smith, taldi hlutafélög ólíkleg til afreka vegna þess að stjórnendur þeirra færu með annarra fé og ávöxtuðu það ekki af sömu alúð og eigin peninga.4 I huga hans og margra starfsbræðra hans síðar er dreifð eign ekki jafnmikið töframeðal og sumir halda fram núna. Uppreisn litlu hluthafanna yrir aðalfund íslandsbanka árið 1994 birti Pétur Blöndal auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem hann falaðist eftir umboðum vegna bankaráðs- framboðs. Pétur hafði áður átalið stjórn- endur bankans fyrir slakan árangur í rekstri. Hann lagði til að bankaráðsmenn fengju greidd laun í samræmi við hagn- að. Pétur hlaut kosningu á fundinum. Með því að hafa alla hluthafa jafn- sterka, eins og stefnt var að með sölunni á Fjárfestingarbankanum, má ef til vill koma í veg fyrir misbeitingu valds. En slíkt valdajafnvægi er ekki gott þegar taka þarf erfiðar ákvarðanir og litlar líkur eru á að það haldist lengi. Dreifð eignaraðild í bankanum auðveldar mönnum sem eiga lítið hlutafé að ná þar völdum. Þeir freistast helst til að misnota vald sitt eins og komið hefur fram. Ef stjórnvöld vildu koma í veg fyrir valdatöku Orcu-manna í bankanum hefðu þau því að líkindum átt að reyna meira til þess að koma honum í hendurnar á einum sterkum kaupanda eða kaupendahópi. Eins og listinn hér að framan sýnir geta margs konar hluthafar haft annarleg markmið. Tillögur hafa komið fram um að takmarka atkvæðisrétt lífeyrissjóða og hlutafélaga. Slíkar reglur myndu leiða til valdaskipta í flestum almennings- hlutafélögum hér á landi. Osennilegt er að svo róttækum lillögum verði hrundið í framkvæmd á næstunni. Þangað til verða litlir hluthafar að setja traust sitt á það að spillingin sé svo lítil að hún hafi ekki umtalsverð áhrif á gengi hlutabréfa og arðgreiðslur. 1 Bjöm Gunnar Ólafsson (1991): Á að leyfa hlutafélögum að eiga í öðrum hlutafélögum? Vísbendingu, 16. tbl, 9. árg. 2 DV, Fréttaljós, mánudaginn 6. desember 1999, blaðsíðu 10. 3 Sjá til dæmis : Hay, Donald og Derek Morris (1979): Industrial Economics, bls. 245-247. 4 Adam Smith (1776): An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations, bók V, I,e. t ýCecltley jól oy fanáœjU 6om<z*tcU án Deloitte & Touche ýteð'óCey jól ocf ýan&czCt án í búðalánasj óður 13

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.