Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 18

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 18
Vísbending ársins Enn einn árgangurinn af Vísbendingu hefur litið dagsins ljós. Eins og endranær hefur blaðið víða stigið niður fæti í hringiðu viðskipta- og efnahagslífsins, bæði hér heima og erlendis. í blaðið skrifuðu margir af merkustu fræði- mönnum landsins á sviði viðskipta og hagfræði. Þetta fólk skrifaði um mörg málefni og lét margar merkilegar vísbend- ingar eftir sig liggja. Margir fóru hreinlega á kostum og má nefna Bjarna Braga Jónsson og Ásgeir Jónsson sem eru ekki bræður ritstjóra heldur tveir af snjöllustu hagfræðingum landsins, Bjami af eldri kynslóðinni og Ásgeir af þeirri yngri. Þá má ekki gleyma mönnum eins og Þorvaldi Gylfasyni, Þórði Friðjónssyni, Má Guðmundssyni, Þórólfi Matthíassyni, Stefáni Arnarssyni, Þór Sigfússyni, Tryggva Þór Herbertssyni, Sigurði Jóhannessyni, svo að fáeinir séu nefndir, sem allir hafa skrifað eftirminnilegar greinar í blaðið. Vísbending hefur jafnan lagt metnað sinn í að fá bestu sérfræðinga landsins á sviði viðskipta- og efnahagsmála til að vekja athygli á mikil- vægum málum. Árið í ár var engin undantekning. Fjárfestingarhugmyndafræði Ríkisins M'estu varðar að ein risavaxin gjaldfœrsla yfirskyggir allt annað í ríkisfjármálum liðins árs, sem er nýmyndum lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs, ásamt hliðstæðu endurmati hinna fyrri, svo nemur alls 30 milljörðum króna. Þessi gjaldfœrsla var heimiluð með breytingu launakeifis ríkisins sem tók gildi um áramótin 1997/98 en er að langmestum hluta niðurstaða af eins konar sjálfgengisvél kjaramálanna, samkvœmt samningum, kjaradómum eða nefndarúrskurðum, svo ekki sé talað um sjálfdœmi. 38. tbl. - 24. september (Lífeyrisskuldbindingar og rfkishalli - Bjami Bragi Jónsson). T^essi hœkkun [slysabóta] mun ótvírœtt leiða til hœkkunar Jr iðgjalda lögboðinna ökutœkjatrygginga um tugi prósenta á nœstu árum. Bíleigendur munu reka upp ramakvein og stjórnmálamenn verða œfir. Fimmtíu prósent hækkun bifreiðatryggingaiðgjalda leiða til 0,8% hækkunar á vísitölu neyslu. Sökudólgarnir verða tryggingafélögin. En þau gera í raun ekki annað en að miðla kostnaðinum af ákvörðun löggjafans til tryggingataka. 14. tbl. - 9. apríl (Aðrir sálmar). T^að myndi með öðrum orðum kosta okkur 2-3% af Jr þjóðarframleiðslu, eða 12-18 milljarða króna á hverju ári héðan ífrá, að jafnaforskotfrœnda okkar, og er skólakerfi þeirra þó ekki að öllu leyti til fyrirmyndar. 27. tbl. - 9. júlí (Menntun, menntun. menntun - Þorvaldur Gylfason). Tfnginn vafi er á að skynsamleg nýting orkulindanna er til L-jhagsbóta fyrir land og þjóð. Skilyrðin fyrir nýtingunni þarf hins vegar að skilgreina vel. Stóriðjan þaifað sjálfsögðu að standa undir sér á viðskiptalegum forsendum. Ekki er ástœða til að hið opinbera greiði götu stóriðju með fjár- framlögum eða ríkisábyrgð frekar en annarra atvinnugreina. 2. tbl. - 15. janúar (Orkan í góðærinu - Þórður Friðjónsson). Cijúkrahúsin okkar, jafn ágœt og þau eru, eiga við þetta k) vandamál að stríða. Þau fá fastar tekjur á fjárlögum algerlega óháð því hvernig til tekst í rekstrinum. Það hefur engin áhrif á tekjurnar hvort fjarlægðir eru 50 botnlangar eða 500, hvortfleiri eðafœrri eru meðhöndlaðir eða læknaðir. Tekjurnar eru fastar og hækka ekki þótt meiru sé áorkað. Meiri afköst hafa hins vegar áhrif - þau auka kostnað sjúkra- hússins og valda stjórnendum þvífyrst ogfremst erfiðleikum í starfi. Oftast er eina leiðin til að forðast taprekstur að draga úr starfsemi, senda sjúklinga heitn, loka deildum, læknafœrri. Það erþannig ákveðinn hvati íkerfmu, hvati til að gera minna en ekki meira. 24. tbl. - 18. júní (Hagsmunir ráða - Þórarinn V. Þórarinsson). Tfréttir herma að Landvirkjun fái hvern séifræðinginn á J1 fœtur öðrum til þess að meta arðsemi framkvœmdanna [Fljótsdalsvirkjun] en alltafkomi út mínus. Alþekkt erað eftir því sem ákvarðanir eru afdrifaríkari þeim mun minna séu þœr ígrundaðar. 49. tbl. - 23. október (Aðrir sálmar). T~f einungis eru tekin loforð sem hœgt er að dœma tneð JZjeinhverri vissu um hvort hefur verið staðið við eða ekki, kemur í Ijós að ríkisstjómin fœr 6 í einkunn [fyrir síðasta kjörtímabil ]. 11. tbl. - 30. apríl (Ný framfarasókn þjóðarinnar). Varað við þenslu A Jú er kosningaár og því hafa ríkisfjármálin verið fremur 1 V lausgirt og mun meiri þörf á aðhaldi en verið hefur til þess að hœgja á vinnuaflseftirspurn og minnka verðbólgu- þrýsting. 22. tbl. - 4. júní (Eiga íslendingar von á skelli? - Ásgeir Jónsson). Almennt séð hefur þensla gengið mun lengra en góðu hófi gegnir og mœtti því telja að jafnvægistœkin virki ekki fyllilega svo sem á vœri kosið. Einkaneyslan nær h’öfaldaði aukningu sína úr 6% 1997 í 11% 1998 og er œtlað að snúa aftur til 6% aukningar íár. Fjármunamyndun magnaðist sýnu meir, úr 10,5% aukningu 1997 í 23,4% 1998, en í ár er vœnst um 5% samdráttar sem þó skilur hana eftir ífremur háu hlut- falli. Markaðsviðbrögð einkaaðila, bœði fyrirtœkja og heimila, hafa þannig ekki verið svo jafnvœgishneigð sem vonast inátti til. 18. tbl. - 7. maí (Viðskiptahallinn - veikleika- eða velsældarmerki? - Bjami Bragi Jónsson). Vandamálið er helst það hversu lítil aukning liefur orðið á útflutningi vöru og þjónustu eða aðeins 2,6% á síðasta ári. Útlitið er heldur betra á þessu ári, en á því nœsta sést grilla á nokkrum dökkum skýjum, því að hotfur eru á að útflutningur sjávarafurða dragist örlítið saman. Við núver- andi aðstœður virðist verulegur samdráttur á innflutningi vera eini vegurinn til þess að fá sæmilegan viðskiptaafgang nœstu misseri. Til þess að svo megi verða þarf að hœgja verulega á ísletiska hagkeiflnu þvíað þráttfyrir allt er hlutfall innflutnings af þjóðaiframleiðslu ekki mjög hátt í sögulegu samhengi. 36. tbl. - 10. september (Viðskiptahallinn og gengi krónunnar - Ásgeir Jónsson). Tiótl nýi efnahagsveruleikinn bœri stöðugt meiri og betri J~*krœsingar á borð á fyrsta farrými þjóðarskútunnar voru áfram sömu molarnir brauð verkamannsins. Aukin skilvirkni skilaði sér ekki í launaumslag starfsmanna. Engu að síður jókst kaupgeta þeirra vegna þess að framboð af fjármagni var stórlega aukið. Lítið mál var að fjármagna aukin útgjöld með auknum lántökum. 25. tbl. - 25. júní (1929 og 1999). T?f þenslan heldur hins vegar áfram að grafa um sig er JZj „harkaleg lending“ óhjákvœmileg - og þeim mun harka- legri sem það dregst lengur að hœgja á efnahagsstaifseminni. 39. tbl. - 1. október (Ríkisfjármál í þenslu — hvernig á að bregðast við? - Þórður Friðjónsson). Brotalamir í dreifbýlismálum / Arin 1972-1982 ríkti nokkurs konar gullœði hérlendis og mikill vöxtur hljóp í marga smáa staði víðs vegar um landið. Forsendur þessarar miklu uppbyggingar voru að einhverju leyti offjáirfestingar ísjávarútvegi og óðaverðbólga sem ollu því að kraftar landsbyggðarinnar dreifðust heldur 18

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.