Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 20

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 20
leggja mikla áherslu á svo að „hagsœld “ verði áfram í orða- forða íslenskunnar. 48. tbl. - 3. desember (Tungumál hagsældar). T^að þaifmeira en sjálfbœra þróun þegar rœkta á hreina Jrog tœra, upplýsta hugsun hjá þjóðinni. 26. tbl. - 2. júlí (Erfðaefnisbætt matvæli). Stefnumörkun fyrirtækja T-*að er ekki aðalatriðið að tilgangur fyrirtœkis sé sá sami Ir og tilgangur þeirra sem fœddu það og fóstruðu til lífs. Heldur er ekki aðalatriðið að tilgangurinn sé samfélagslegur, sé þeirra sem móta umhverfið. Aðalatriðið erað tilgangurinn sé tilgangur fyrirtœkisins rétt eins og það vceri lifandi. 11. tbl. - 19. mars (Tilgangur fyrirtækja). T^egar talað er um vöndinn og gulrótina þá birtist óvart Jr myndin af asnanum sem er annaðhvort fenginn til þess að hreyfa sig með því að slá hann hressilega í afturendann eða með því að festa gulrót við enda á spýtu sem haldið er fyrir framan við trýnið á honum. Fyrirtœki má þó ekki haga sér eins og asni. Það má hvorki láta ýta sér út í eitthvað sem það er ekki tilbúið til að axla né að láta teyma sig í blindni út í óvissuna einungis vegna þess að ávinningurinn virðist vera beint fyrir framan nefið á því. 21. tbl. - 28. maí (Alþjóðavæðing — Gulrótin og vöndurinn). T^egar ársvelta tíu stœrstu fyrirtœkja á íslandi síðustu tíu Jr^ár, skv. Frjálsri verslun, er lögð saman kemur í Ijós að stœrstu fyrirtœki landsins hafa einungis lítillega aukið ársveltu sína [um 17,1%] á þessu tímabili, mestan part áratugarins hefur hún verið minni en hún var 1989. 46. tbl. - 19. nóvember (Vöxtur íslenskra fyrirtækja). T-^egar storma hefur lœgt innan SH mun fyrirtœkið ganga Jr til liðs við SÍF. Menn segja að stefna fyrirtœkjanna h’eggja sé ólík í bili. A því er þó enginn vafi að þegar SIF og SH sameinast er verið að tala um hagrœðingu sem bragð er að. 40. tbl. - 8. október (Aðrir sálmar). Cttjórn [félagaj þarf að vera óháð daglegum rekstri, hún yj verður að geta séð fyrirtœkið í heild sinni. Það er því líklegt að stjórn verði styrkari og skilvirkari ef [allir] stjórnarmenn hafa ekki staifað ífyrirtœkinu. Eins og máltœkið segir: Það erbetra að vita sumar spurningarnar en öll svörin. 32. tbl. - 13. ágúst (Stjómarseta). Cfíðustu fréttir af því máli eru að á stjómarheimilinu hafi O verið ákveðið að sameina í einn banka íslandsbanka og Landsbanka. Þœr fréttir eru ekki glœnýjar en talið var að sú sameining gengi ekki upp vegna þess að Landsbankinn á helming VIS, en Sjóvá-Almennar eiga nokkurn hlut í Islandsbanka. Lausnin felst í því að Búnaðarbankinn kaupi VÍS og fyrirtœkin verði svo sameinuð. 45. tbl. - 12. nóvember (Aðrir sálmar). Fjárfestingar og launamál £f verðbréfamarkaðurinn er spilaður eins og rúlletta líður ekki á löngu þar til að heilladísirnar og líkurnar fara að vinna gegn manni. 10. tbl. - 12. mars (Eldhúsfjárfestirinn). T^að er því rangí þegar menn segja nú að forsœtisráðherra Jr hafi skipt um skoðun varðandi eignardreifingu. En það er mjög eifitt að setja lög um þau mál sem ekki verður farið í kringum með einhverjum hœtti. Einbeittur brotavilji er allt sem þarf. 32. tbl. - 13. ágúst (Aðrir sálmar). Cfameining og uppkaup er ekki alltaf skynsamlegur kostur. )J Æsingur og spenna í kringum kaupin geta leitt til þess að lokum að sameining verði of dýru verði keypt eða að menn gera sér ekki grein fyrir allri þeirri vinnu sem þaiftil þess að sameina h’o vinnustaði, að sameina ólíka vinnumenningu. 37. tbl. - 17. september (Samvirkni). Vlð samtökin [Samtök atvinnulífsins] nýju verðu þó ekki skilið nema með því að huga að þeirri spurningu hvort það sé yfirhöfuð holltfyrir efnahagslífið að slík samtök staifi. Erekki réttara aðfyrirtœki og staifsmenn semji í hverju tilviki fyrir sig um kjör? Lítill vafi virðist á því að kjör þeirra starfsmanna sem liafa samið beint við sína vinnuveitendur eru almennt betri en hinna. Eflaust afkasta þeir líka meiru að jafnaði. I Ijósi þess verður að óska samtökunum nýju þeirrar gœfu að þau geri sem allra minnst. 37. tbl. - 17. september (Aðrir sálmar). / 7'slenska þjóðin stendur frammi fyrir því að umfjórðungur þjóðarinnar verður sextíu ára og eldri að þrjátíu árum liðnum. 42. tbl. - 22. október (Þjóðfélagsgerðin breytist). Cfjálfhelda [jaðarsköttunar] hefur verið talin mynduð af O eðlislœgri mótsögn milli sjónarmiða réttsýni og hagsýni í skattákvœðum. Slík mótsögn verður víða á vegi manns í viðleitninni til að auka jöfnuð með tilfœrslum milli tekjuaflenda, þar sem þœr verki letjandi á vinnu og annað framtak á báðar hliðar þess samhengis, við brottnám harðsóttra tekna annars vegar og viðtöku viðun’œris án fyrirhafnar hins vegar. Munu flestir samdóma um, að meinbugir þessir verði því Ijósari og þungvœgari sem lengra sé seilst í tekjutilfcerslum. 46. tbl. - 19. nóvember (Réttlát og hagkvæm tekjusköttun - Bjami Bragi Jónsson). T-iegar meðaltal þessara fjögurra forstjóra [Eimskips, Jr Skeljungs, SH og Flugleiða] er borið saman við launavísitölu kemur í Ijós að nafnlaunahcekkanir þeirra eru í fullkomnu samræmi við launavísitölu. 31. tbl. - 6. ágúst (Um laun og græðgi). Afkastahvetjandi launakeifi erfín gulrót og girnileg en er þó þegar öll kurl eru komin til grafar bara gulrót, engu að síður gulrót sem verkar stundum afskaplega vel. 37. tbl. - 17. September („Húrra hluthafar!11). Almenn reynsla má og teljastfyrirþví að túlkun aukatekna og fríðinda inn í almennan taxta hneigist til að verða mjög ýkt og jafnvel fara úr böndunum, auk þess sem slík kjör eiga það til að ganga aftur. 38. tbl. - 24. september (Lífeyrisskuldbindingarog ríkishalli - Bjami Bragi Jónsson). Kvótakerfi s T7g hlýt með öllum þessum rökum að komast að þeirri I—jniðurstöðu, að viðunandi sátt um fyrirkomulag fiskveiða við íslandfelist þráttfyrirallt í óbreyttu kvótakerfi. Veiðigjald myndi valda miklu meiri óánœgju en óbreytt kerfi. 26. tbl. - 2. júlí (Sátt urn fyrirkomulag fiskveiða? - Hannes Hólmsteinn Gissurarson). T^cið hlýtur að liggja í augum uppi, að allt annað en að Jr selja veiðiheimildirnar á uppboði til hœstbjóðanda er spilling. 28. tbl. - 16. júlí (Engin sátt um núverandi kvótakerfi - Halldór Jónsson). Tfikki skal dregin fjöður yfir það að útgerðarmenn með J-j eignarhald á kvótanum hafa grœtt mest. Þeir hafa séð kvótaeign sína margfaldast í verði og sumir hafa þegar leyst til sín þennan hagnað með kvótasölu. Það er þessi renta er felst í virði kvótans sem gjaldtökungar vilja dreifa víðar. En helsta hœttan við að brjóta kvótaverja á bak aftur er sú að inn ryðjist áhlaupasveit skammsýnna stjórnmálamanna og sérhagsmuna-berserkja semfremji mikil hervirki. Þeirra sigur gœti brennt til grunna þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í kringum kvótakerfið á tœpum 20 árum. 30. tbl. - 30. júlí (Af skotgrafahernaði og auðlindagjaldi - Ásgeir Jónsson). 20

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.