Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 23

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 23
Gengisstefna lítilla landa Þróun undanfarinna ára hefur sýnt að það verður æ erfiðara og reyndar einnig hættulegra fyrir lítil lönd að viðhalda sjálfstæðri fastgengistengingu þegar fjármagnshreyfingar til og frá viðkomandi landi eru frjálsar. Einkum á þetta við um lönd þar sem hlutdeild erlendrar myntar á innlendum fjár- málamörkuðum er umtalsverð, eins og yfirleitt er í svokölluðum nýmarkaðs- löndum, en á einnig á þetta að nokkru leyti við hér á landi. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður. í fyrsta lagi fela frjálsar og allt umfangsmeiri fjármagnshreyf- ingar það í sér að væntingar og mat aðila á fjármálamörkuðum á viðkomandi landi leika meira hlutverk við ákvörðun gengisins en áður. Þetta mat getur hins vegar breyst skyndilega og ekki alltaf á grundvelli samtíma breytinga á efnahagsaðstæðum. Auk þess hættir fjármálamörkuðum til að einkennast af hjarðhegðun og útbreiðsla gjaldeyris- kreppna á milli landa er algeng. Miklar sveiflur í fjármagnshreyfingum og hreinar spákaupmennskuárásir á gjaldmiðla eru því mögulegar sem oft endar á því að viðkomandi gjaldmiðill fellur og það stundum langt umfram það sem efnahagsaðstæður kalla á. Ef hlutdeild skuldbindinga í erlendri mynt er há getur það síðan leitt til þess að innlendar fjármálastofnanir og innlendir lánþegar þeirra lenda í erfiðleikum. f öðru lagi hafa verið færð fyrir því rök að þar sem fastgengistenging felur í sér óbeina ríkisábyrgð til handa fjárfestum hafi hún tilhneigingu til að stuðla að erlendum lántökum og opnum stöðum í erlendri mynt. Þar sem þessi óbeina ríkisábyrgð verður minna trúverðug eftir því sem lengra er litið fram í tímann örvar hún skammtíma fjármagnshreyfingar hlutfallslega meira en langtíma fjármagnshreyfingar. Þetta getur falið í sér tímasprengju sem springur þegar traust á gjaldmiðilinn minnkar. Afleiðing þess getur orðið samtíma gjaldeyris- og bankakreppa í viðkomandi landi. Ofannefnd atriði bætast við hina almennu gagnrýni á fastgengistengingu, þ.e. að hún feli í sér að möguleikinn á sjálfstæðri peningastefnu glatist, að hún geri viðkomandi land berskjaldað gagnvart hnykkjum sem verða í því landi (þeim löndum) sem tengt er við og að hún auki líkurnar á spákaup- mennskuárásum. Þessa ókosti verður auðvitað á hverjum tíma að vega á móti kostum fastgengistengingar fyrir lítið land, sem felast í skýrri kjölfestu peningastefnunnar og innflutningi á lítilli verðbólgu í þeim löndum sem tengt er við. í ljósi ofangreinds eru margir sem telja að lítil lönd standi í æ ríkari mæli frammi fyrir því að velja á milli and- stæðra póla, þátttöku í myntsamruna og/ eða einhliða notkunar á mynt annars lands annars vegar og fljótandi gengis með verðbólgumarkmiði hins vegar. Reyndar hefur þeim löndum sem fylgja fastgengisstefnu fækkað á síðustu áratugum. Þau voru nærri 90% aðildarlanda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1975 en voru orðin minna en helmingur þeirra 1997." I upphafi nýrrar aldar verða þessi mál til umfjöllunar og líklega einnig hér á landi.12 Framtíð seðlabanka Hingað til hefur í þessari grein verið fjallað unt viðfangsefni sem eru að verulegu leyti þegar til staðar en í lokin skal varpað fram þeirri spurningu hvort að þróunin muni að lokum gera seðlabanka úrelta? Margt bendir til að virkum seðlabönkum muni fækka á nýrri öld samfara því sem fleiri myntir renna saman eða einstök lönd taka upp myntir annarra landa sem lögeyri. Það grefur hins vegar ekki undan seðla- bönkum sem slíkum. Þvert á móti, þeir virku seðlabankar sem eftir verða munu verða öflugri en áður. Öðru máli gegnir um þá tilhneigingu að seðlabankapeningar, eða grunnfé, verði stöðugt lægra hlutfall af peninga- magni. Möguleikar seðlabanka til að hafa áhrif á peningamagn í umferð og/ eða vexti á peningamarkaði byggja á einokun hans á útgáfu lögeyris og því að viðskiptabankar neyðast til að eiga við hann innláns- og útlánsviðskipti. Hvað ef rafeyrir leysir seðlabanka- peninga af hólmi og bankarnir þróa með sér aðferðir til að gera upp millibanka- kröfur án atbeina seðlabankans? í þessu tilfelli myndi grunnfé minnkaenn frekar og jafnvel hverfa alveg. Ekki liggja fyrir algjörlega einhlít svör í þessu efni. Þó virðist sem seðlabankar myndu áfram hafa möguleika á að stýra vöxtum á peningamarkaði svo lengi sem þeir eru einu aðilarnir sem hafi heimild til að jafna út lokadagsstöður í greiðslu- miðlunarkerfinu (sem oftast gerist sjálfvirkt í gegnurn innistæður banka í seðlabankanum).13 Vaxtastýring nægir síðan til að ná þjóðhagslegunt mark- miðum seðlabanka. En hvað ef þróunin gengur enn lengra, þ.e. ef eiginlegir peningar eins og við þekkjum þá hverfa og stað þeirra komi samtímatilfærsla á fjárhagslegum eignum í gegnum tölvur sem uppgjör á milli aðila í hag- kerfinu? I því til- felli er ljóst að seðlabankar eins og við þekkjum þá myndu hverfa og peningar reyndar einnig.14 Þetta á hins vegar mjög langt í land þótt ekki sé hægt að útiloka að það gerist á næsta ár- þúsundi. Þangað til munu seðla- bankar gegna mikilvægu hlutverki við að varðveita stöðugt verðlag. 1 Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabanka íslands. Þær skoð- anir sem settar eru fram í þessari grein eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla stefnu Seðlabanka íslands. 2 Fræðilega séð hefst nýtt árþúsund ekki fyrr en á árinu 2001, þar sem árið núll var aldrei til. En umræðan um nýtt árþúsund er hafin og beygir höfundur sig fyrir því. 3 Sjá Mervin King (1999), “Challenges for Monetary Policy: New and Old”, lagt fram á ráðstefnu Federal Reserve Bank of Kansas City í Jakson Hole, http://www.kc.frb.org/publicat/ sympos/1999/sym99prg.htm. 4 Seðlabankar sinna auðvitað ótal öðrum verkefnum svo sem útgáfu seðla og myntar, ávöxtun gjaldeyrisforða, greiðslu- miðlun, aðild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, samskiptum við aðrar alþjóðlegar fjármála- og efnahagsstofnanir svo fátt sé nefnt. 5 Nánar er fjallað um peningastjómunarhlutverk seðlabanka í grein höfundar Hlutverk og skipulag nútíma seðlabanka, Vísbending, 23. júlí 1999. 6 Nánar er fjallað um skipulag seðlabanka í áður ívitnaðri grein höfundar í Vísbendingu. 7 Claes Berg og Lars Jonung (1999), “Pioneering Price Level Targeting: The Swedish Experience 1931-1937”, Joumal of Monetary Economics, Vol. 43, No. 3. 8 Sjá Akerlof, G.A., W. T. Dickens og G.L. Perry (1996), “The Macroeconomics of Low Inflation”, Brookings Papers of Economic Activity, 1. 9 Sjá t.d. Barry Eichengreen (1999), Towards a New International Financial Architecture, Institute for Intemational Economics. 10 Höfundur þessarar greinar tók þannig í nóvember þátt í netútgáfu Swedbank á litlu riti undir heitinu Asset Prices and Monetary Policy: The Views of Central Bankers and Academics, ásamt 13 öðrum hagfræðingum, þar á meðal Barry Eichengreen, Milton Freedman, Otmar Issing og Emst Welteke. 11 Barry Eichengreen (1999), “Kicking the Habit: Moving from Pegged Rates to Greater Exchange Rate Flexibility”, Economic Journal, 109. 12 í þessum kafla hefur m.a. verið byggt á Frederic S. Mishkin (1998), “The Dangers of Exchange-Rate Pegging in Emerging- Market Countries”, International Finance 1:1, og Barry Eichengreen og Ricardo Hausmann (1999), “Exchange Rates and Financial Fragility, lagt fram á ráðstefnu Federal Reserve Bank of Kansas City í Jakson Hole, http://www.kc.frb.org/ publicat/sympos/1999/sym99prg.htm. Einnig er rétt að nefna að væntanleg er grein um valkosti íslands í þessu sambandi sem lögð var fram á ráðstefnu hér á landi í maí sl., þ.e. Már Guðmundsson, Þórarinn G. Pétursson og Amór Sighvatsson (1999), “Optimal Exchange Rate Policy”, óbirt handrit. 13 Sjá Timo Henckel, Alain Ize og Arto Kovanen (1999), “Central Banking Without Central Bank Money”, IMF Working Paper 99/92. 14 King (1999) sem áður hefur verið vitnað í ræðir þennan möguleika. ^íediíe^ ýál oy ^and^eít áomattdi án Fjárvangur 23

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.