Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 27

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 27
 Henry Ford ásamt konu sinni Claire og Henry II, vii) fyrstu bifreiðina. I staðinn uppskar Ford þakklæti, hollustu og stöðugt vinnuafl. Þetta kunni hann svo vel að meta að þegar kreppan mikla skall á og bílaframleiðsla dróst saman fækkaði hann hvítum verka- mönnum um 50.000 en fjölg- aði svörtum verkamönnum um 7.000 á sama tíma. Blökkumenn mynduðu því annan traustan kjarna í bílaverksmiðjum og reyndust þeir síðar trúir bandamenn í vinnudeilum sem Ford átti við hvíta verkamenn. Góðvild Fords í garð svartra er dálítið einkennileg fyrir þá sök að hann var sjálfur harðsvíraður kyn- þáttahatari. Flann hataðist til dæmis við gyðinga og varði töluverðum fjármunum til þess að prenta og dreifa áróðri um þá um öll Banda- rfkin. Ef til vill hafa ráðning- ar á blökkumönnum gefið honurn siðferðislega vel- líðan, álíka og trúboða í Afríku sem vill innleiða siðmenningu meðal inn- fæddra. Hins vegar var öllu mikilvægara að bílaverksmiðjurnar högnuðust á því að hafa þá í vinnu og þess vegna lagði hann mikla rækt við að halda vináttu þeirra og hollustu. Svo má segja að Ford hafi hagnast á fordómum samtíðar- manna sinna, jafnvel þó hann hafi sjálfur verið sama merki brenndur. Öll mismunun sem ekki er byggð á gildum efnahagslegum rökurn er dýr fyrir fyrirtæki. Þess vegna eru frjálsir markaðir og hagnaðarhámörkun bestu meðölin gegn óverðskulduðum fordóm- um og fá fólk til þess að breyta rétt. Hallar undan fæti elgengni Fords steig honum honum til höfuðs og kennisetningar fordismans reyndust honum ekki sérlega hollar. Árið 1919 kærðu nokkrir hlut- hafar hann fyrir að greiða ekki út arð. Ford brást ókvæða við og sagðist ætla að stofna sitt eigið fyrirtæki, en láta son sinn Edsel taka við því gamla. Edsel þótti ekki mikill bógur og því kom fum á hluthafanna og bréfin lækkuðu í verði. Ford notaði þá tækifærið og keypti upp allt fyrirtækið sjálfur. Héðan í frá skyldi enginn skipa honum fyrir, enda fyigdi eftir röð af mistökum þegar fimm dala spámaðurinn tók að hrasa um sinn eigin klæðafald. Ford missti brátt forystu í bíla- framleiðslu en hann hélt áfram að framleiða Módel T án breytinga fram til 1926 eða í 18 ár. Á þeim tíma gafst keppinautum svigrúm til þess að taka upp framleiðsluaðferðir hans, koma með nýjar árgerðir og sigla fram úr í sölu. Ford gamla yfirsást að nýjar árgerðir verða að minnsta kosti að hafa nýtt útlit sem skilur þær frá eldri tegundum til þess að halda uppi stöðugri sölu. Þá reisti Ford risastóra verksmiðju í River Rouge þar sem hver einasti partur í Módel T var framleiddur úr hráefnum þar á staðnum. Þetta hafa verið talin mestu einstöku mistökin í bandarískri viðskiptasögu. Með því að flækja sig í því að framleiða allt sjálfur í stað þess að nýta sér sérhæfingu partafram- leiðenda hafði Ford í raun sóað hluta þeirrar framleiðniaukningar sem færiböndin höfðu gefið honum. Allt þetta varð til þess að Ford lenti í hálfgerðri vörn. Honum heppnaðist að koma með nýja árgerð (Módel A) árið 1926 og nokkrar snjallar tækninýjungar í byrjun fjórða áratugarins en samt var það ljóst að fyrirtæki hans var ekki lengur í forystu. Hin föðurlega umhyggja hans fór nú að verða mun strangari og hann stofnaði þjónustudeild við verksmiðjurnar sem átti að sjá um að halda uppi öryggi og aga. Ford fékk léttvigtarboxara, Harry Bennett að nafni, til þess að leiða þjónustudeildina. Sá var fljótur að breyta henni í hálfgerðan einkaher sem taldi 3.500-6.000 menn og hafði mjög strangar gætur á verkamönnunum. Hairy þessi gat varla talist neitt annað en glæpamaður og fékk sér félagsskap við hæfi í Detroit. Á þeim tíma var áfengisbann í Bandaríkjunum og vegna nálægðar við Kanada var Detroit að breytast í mafíubæli þar sem áfengi var t ýteðiCey fót ay ýan&czét fawnzttdi án éýCeðttey fót fcw&aztt fawtactcU án Sparisjóðurinn í Keflavík Hugur, forritaþróun 27

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.