Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 30

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 30
Erlendir hlutabréfasjóðir / * Agúst Freyr Ingason, sérfræðingur hjá Búnaðarbanka Islands Fjárfesting í erlendum hlutabréfa- sjóðum hefur vaxið veruiega sl. ár á Islandi en ekki er langt síðan Islend- ingar fóru að huga að fjárfestingum erlendis. I kjölfarið hafa flest verðbréfafyrirtæki boðið viðskipta- vinum sínum upp á þann möguleika að fjárfesta í erlendum hlutabréfa- sjóðum með ýmsum hætti. Búnaðar- banki íslands er engin undantekning og stofnaði tvo alþjóðlega hluta- bréfasjóði fyrir um ári síðan, Alþjóða hlutabréfasjóðinn og Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðinn, og eru þeir skráðir í Lúxeniborg. Sjóðirnir verða notaðir sem útgangspunktur greinar- höfundar í samanburði á mismun- andi fjárfestingarstefnu og eigna- samsetningu. Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér fjárfestingum í erlendum hluta- bréfasjóðum er mikilvægt að skoða hver fjárfestingarstefna hluta- bréfasjóðsins er og hvort eignasam- setning hans er í samræmi við þá stefnu. Til eru margs konar hlutabréfasjóðir en þeir algengustu eru almennir hlutabréfasjóðir og sérhæfðir hlutabréfasjóðir (oftast þá í einni atvinnugrein). Mikilvægast er að skoða hver fjárfestingarstefna erlendu hluta- bréfasjóðanna er og hvort eignasam- setning sjóðsins sé í samræmi við þá stefnu. Erlendir hlutabréfasjóðir gefa sig stundum út fyrir að vera almennir hlutabréfasjóðir en fjárfestingar þeirra eru síðan eins og um sérhæfðan hlutabréfasjóð væri að ræða og áhættan sem því fylgir er yfirleitt meiri. Sjóðir Búnaðarbankans Búnaðarbankinn er með tvo erlenda hlutabréfasjóði eins og áður var nefnt. Verulegur munur er á þessum tveimur sjóðum þar sem Alþjóða hlutabréfasjóðurinn einbeitir sér að því að fjárfesta í almennum, alþjóðlegum og svæðisbundnum hlutabréfasjóðum og hefur þá stefnu að dreifa fjárfestingum á alþjóðlegum vettvangi, t.d. í samræmi við heimsdreifingu MSCI (Morgan Stanley Capital Intemational) með u.þ.b. 50% í Bandaríkjunum, 30% í Evrópu og 20% í Asíu. Atvinnugreinaskipting sjóðsins er síðan nokkuð vel dreifð í samræmi við atvinnugreinaskiptingu heimsvísitölunnar. Framsækni alþjóða hlutabréfasjóð- urinn sérhæfir sig hins vegar í því að fjárfesta í vaxandi atvinnugreinum og fjármálamörkuðum, þá aðallega á ný- mörkuðum, og öðrum sérstökum fjárfestingartækifærum með mikla vaxtarmöguleika. Þær atvinnugreinar sem Framsækni alþjóða hlutabréfa- sjóðurinn hefur fjárfest í eru í tækni-, fjarskipta-, lyfja- og líftæknigeiranum. Sjóðurinn hefur einnig fjárfest í vaxandi mörkuðum í Asíu. Eignadreifing Fjárfestirinn getur því með mjög skýrum hætti valið hvers konar tegund af erlendum hlutabréfasjóði hann velur. Skoðum næst hvernig fjárfest- ingarstefna og eignasamsetning annarra erlendra hlutabréfasjóða sem seldir eru á íslandi eru í samanburði við sjóði Búnaðarbankans. Fyrstan skal nefna erlendan hlutabréfasjóð Kaupþings í Lúxemborg, Kaupthing Global Equity Class. Landfræðileg skipting sjóðsins er í nokkru samræmi við heimsvísitölu Eignasamsetning Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðsins □ Fjarskipti o.fl. 39% MSCI og fjárfestir sjóðurinn í u.þ.b. 70 þekktum, erlendum fyrirtækjum, skv. síðustu ársskýrslu sjóðsins. Þar af eru rúmlega 70% fjárfestinga sjóðsins í tækni-, fjarskipta- og lyfjageiranum sem bendir til þess að hlutabréfasjóðurinn byggi aðallega á þessum þremur atvinnugreinum. Það má því segja að Kaupthing Global Equity Class sé ekki almennur hlutabréfasjóður heldur hlutabréfasjóður sem sérhæfir sig í vaxandi atvinnugrein- um svipað og Framsækni alþjóða hluta- bréfasjóðurinn sem er með um 80% eigna í þessum sömu atvinnugreinum. Þessir sjóðir eru því nokkuð líkir. Munurinn er hins vegar sá að í fjár- festingarstefnu Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðarins er tekið fram að hann einbeiti sér sérstaklega að vaxandi atvinnugreinum á meðan Kaupþings- sjóðurinn er með fjárfestingarstefnu sem samræmist almennum hlutabréfasjóði en eignasamsetningu sem er í samræmi við sérhæfðan erlendan hlutabréfasjóð. Nýr sjóður Kaupþings sem nefnist alþjóðlegi tæknisjóðurinn verður hins vegar ekki sambærilegur við Fram- sækna alþjóða hlutabréfasjóðinn þar sem hann mun sérhæfa sig í að fjárfesta í einni atvinnugrein, þ.e. tækni- geiranum. Áhættudreifing Annað dæmi eru erlendir sjóðir Landsbréfa á Guernsey. Það eru nokkur atriði sem valda þvf að þessir sjóðir eru frábrugðnir erlendum sjóðum Kaupþings og Búnaðarbankans. I fyrsta lagi eru þeir blandaðir, þ.e. fjárfest er í þeim í hlutabréfum, skuldabréfum og lausu fé og eru þeir því skilgreindir sem blandaðir verðbréfasjóðir. I öðru lagi er það bundið í fjárfestingarstefnunni að verðbréfasjóðirnir verði að fjárfesta upp að lágmarkshlutfalli í íslenskum verðbréfum. I Fortuna I er það 60%, í Fortuna II er það 20% og í Fortuna III er ekkert lágmark og er það því eini sjóður Landsbréfa sem með sanni má segja að sé alþjóðlegur verðbréfasjóður. Hann má hins vegar fjárfesta í skuldabréfum og er því ekki hlutabréfasjóður. Sjóðirnir hafa mun víðtækari fjárfestingarheimildir en aðrir sjóðir og mega þeir hafa 60% af eigum sínum í einum sjóði á meðan alþjóðasjóðir Búnaðarbank- ans mega að hámarki hafa 20% í einum tilteknum sjóði. Þeir mega einnig fjárfesta að hámarki 20% í einstökum skráðum verðbréfum á meðan aðrir sjóðir, s.s. sjóðir Kaupþings og Búnaðarbankans mega ekki fjárfesta fyrir meira en 10% í einstökum skráðum verðbréfum. Áhættudreifing Fortuna- sjóðanna er því ekki eins mikil og í öðrum sjóðum. Hin almenna regla er sú að gott er að dreifa áhættunni milli nokkurra atvinnugreina og/eða landsvæða/landa sem vænleg eru til mikils vaxtar og góðrar ávöxtunar í stað þess að einbeita sér að einni atvinnugrein eða landsvæði. Þetta dregur úr áhrifum mikillar lækk- unar sem gæti verið í einni atvinnugrein, á einu landsvæði eða í einstöku landi. 30

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.