Vísbending


Vísbending - 24.03.2000, Blaðsíða 2

Vísbending - 24.03.2000, Blaðsíða 2
ISBENDING (Framhald af síðu 1) fyrir vinnumarkaðinn í heild. Þá fæst út að 2,1 milljarði króna sé „sóað“ árlega vegna hreyfinga á milli fyrirtækja, m.v. að starfsmannavelta sé almennt 10% og skiptikostnaður á starfsmann sé 150 þúsund krónur og að 140 þúsund manns séu á vinnumarkaði. Ómissandi starfsmenn Reikningsglöggir menn hafa því séð að það er hægt að auka hagkvæmni fyrirtækja með því að reyna að minnka hlutfall starfsmannaveltu. Miðað við að skiptikostnaður sé ein og hálf mánaðar- laun þá gæti „gyllta gulrótin" til að halda í starfsmann verið fólgin í 12,5% launa- hækkun, sem samsvarar skiptikostnað- inum. Af biturri reynslu starfsmannastjóra þá er hægara sagt en gert að halda starfsmannaveltunni niðri, jafnvel þó að gulrætur séu á boðstólum eða reynt sé að auka hollustu starfsmanna við fyrirtækið með starfsframa, starfsskipu- lagi, starfshönnun eða félagslegum þáttum. Miklu árangursríkaraeraðreyna að hafa áhrif á hverjir fara og hvenær. Skiptikostnaðurinn er mjög mismunandi eftir tegundum starfa, eins og áður sagði, og um leið eru starfsmenn misverðmætir fyrirtækinu. Þ.a.l. er hægt að skipta starfsmönnum upp í t.d. þrjá flokka: A) starfsmenn sem fyrirtæki má ekki missa, B) starfsmenn sem fyrirtæki vill helst ekki missa og C) starfsmenn sem fyrirtæki má missa þó að það vilji það ekki endilega. Þegar horft er yfir mann- auðinn með þessum hætti kemur oft upp önnur staða en ef horft er yfir hann með árangurssjónarmið í öndvegi. Þá getur komið í ljós t.d. að dýrmætasti starfs- maður fyrirtækis er ekki stjórnandinn heldur eini maðurinn sem er ófánlegur annars staðar frá, sem kann ákveðna tækni sem er grundvöllur rekstrar fyrir- tækisins. Að vera eða vera ekki Með þessa hugmyndafræði að leiðarljósi þá getur verið hag- kvæmt fyrirfyrirtæki að halda aðlögunar- kostnaðinum í lágmarki með því að gera þau störf þar sem veltuhlutfall er hátt, óháð launum, sem einföldust. Þá skiptir mikil velta í þeim störfum ekki máli þar sem skiptikostnaðurinn er minniháttar. Að sama skapi er hægt að sníða störf betur að hæfileikum þeirra sem eru fyrirtækinu dýrmætir og umbuna þeim þannig að þeir hafi áhuga á að vera en ekki að fara. Árangursrík starfsmanna- stjórnun er þó fólgin í öðru og meira en „gylltum gulrótum", þó svo að peninga- lyktin virðist flestu öðru yfirsterkari um þessar mundir, s.s. þáttum eins og ábyrgð og ánægjulegu samstarfi, frelsi, frumkvæði og frumleika. Endurskoðunarbók Páll Skúlason lögfræðingur Þegar ég setti saman leiðbeiningar til þeirra sem semja starfsreglur fyrir stjórnir í hlutafélögum og einkahlutafélögum (sjá Hugvekju og handbók fyrir stjórnarmenn og fram- kvæmdastjóra í félögum, Reykjavík, 1999) reyndi ég að setja fram ákveðnar reglur um samskipti stjórnar og endurskoðenda. Þar set ég fram þá reglu að endurskoðendur skuli færa sérstaka endurskoðunarbók sem sé til staðar á hverjum stjórnarfundi. Þótt það hafi verið lögskylt að færa slíka bók síðan 1980 er lög um hlutafélög nr. 32/1978 gengu í gildi fékk ég hálfgerðar snuprur fyrir þetta og mér var sagt að þessi endurskoðunarbók væri hvergi færð og enginn vissi um þessa lagaskyldu. Nú hafa aftur í nýlegum hæstaréttar- dómi (Nathan og Olsen g. Pricewater- house Coopers og Gunnarí Sigurðs- syni), þar sem deilt var um ábyrgð endurskoðanda á því að ekki komst upp um fjárdrátt gjaldkera, málsúrslit verið látin velta á því, að því er virðist, að endurskoðunarbók var ekki færð. Finnst mér því rétt að skrifa smápistil um þetta mikilvæga sönnunargagn um samskipti stjórnar og endurskoðenda. Endurskoðendur og stjórn Akvæðið á uppruna sinn í samstarfi Norðurlandaþjóðanna um endur- skoðun á hlutafélagalöggjöfinni sem framfórmilli 1960og 1970. Iþeimdrögum sem urðu stofn að löggjöf alls staðar á Norðurlöndunum var fyrst reynt að lögfesta reglurum ársreikning og endur- skoðun hans og var það mikil framför frá því sem áður var, a.m.k. hér á landi. í þeim drögum sem norræna nefndin lagði fram um 1969 stendur í 92. gr. danska uppkastsins: Endurskoðandi á að færa endurskoðunarbók til afnota fyrir stjórnina. Þar á að koma fram hvaða endurskoðunarvinna hefur verið innt af hendi og hvaða ágallar kunna að vera á bókhaldi og uppgjöri félagsins. Þegar eitthvað hefur verið skráð í endur- skoðunarbókina skal leggja hana fram á fyrsta stjórnarfundi þar sem allir stjórnarmenn sem eru á fundinum skulu með áritun sinni staðfesta að þeir hafi kynnt sér efni hennar. Þetta ákvæði var orðað svo í 89. gr. laga um hlutafélög nr. 32/1978: „Ábend- ingar og athugasemdir, sem endurskoð- endur vilja koma á framfæri við stjórn eða framkvæmdastjóra, skal skrá í sérstaka endurskoðunarbók eða færa fram skriflega á annan hátt. Stjórnin skal varðveita gögn þessi á öruggan hátt.“ Þetta er óbreytt í 66. gr. laga um ársreikninga frá 1994. Ábyrgð stjórnarmanna Það var óheppilegt að ekki var farið eftir norrænu tillögunum þegar ákvæðið var lögfest upphaflega hér á landi en sennilega hefur verið gert ráð fyrir því að hert yrði á þessum reglum síðar þegar stjórnarmenn og endur- skoðendur væru farnir að venjast því að að færa endurskoðunarbókina. Skylda stjómarmanna til að kynna sér athugasemdir endurskoðandans og rita nafn sitt í endurskoðunarbókina því til staðfestingar er afleiðing af því að sú skylda hvílir á stjórninni að kynna sér reksturinn og skilja hvað endurskoð- andinn hefur verið að gera. Nýlegur hæstaréttardómur (Glitnir hf. g. Jónasi F. Arnasyni og Elenóru K. Arnadóttur) staðfestir að nú er farið að gera stjórnar- menn ljárhagslega ábyrga fyrir því sem gerist í félögunum. Nefnd sú sem samdi frumvarp til laga um ársreikninga sneið tillögur sínar eftir dönskum reglum og er því fróðlegt að sjá hvernig Danir standa að málum. Þar er ákvæðið eins og það var upp- haflega; þ.e. endurskoðandinn færir endurskoðunarbók til afnota fyrir félagsstjórnina og stjórnarmenn lýsa því yfir skriflega að þeir hafi kynnt sér það sem endurskoðandinn hefur skrif- að. Aðeins stjómarmenn hafa aðgang að bókinni en framkvæmdastjóm hefur þó leyfi til að kynna sér hana enda getur hún orðið ábyrg fyrir rekstrinum með stjórninni. Reyndar segir í nýjustu heimild sem ég styðst við (Aarsregn- skaber, 1998) að ekki þurfi að færa endurskoðunarbók þegar rekstur er lítill sem enginn og að í litlum fyrirtækjum sé nóg að færa hana árlega. Innri endurskoðun En hvað á þá að standa í bókinni? Það á að skýra frá því að hve miklu leyti ytri endurskoðun byggir á innri endurskoðun. Hafi endurskoðandinn fengið upplýsingar utan fyrirtækisins sem hann styðst við, t.d. um traust félagsins á fjármagnsmarkaðinum eða aðgang þess að lánsfé, á að tilgreina heimildirnar. Hann á að geta þess ef eitthvað vantar til þess að reikningurinn gefi skýra mynd af því hvernig hagnaður eða tap myndast. Það má geta þess að (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.