Vísbending


Vísbending - 31.03.2000, Page 1

Vísbending - 31.03.2000, Page 1
V Vi k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 31. mars 2000 13. tölublað 18. árgangur Áhættufj ármagnið flæðir Sú var tíðin að frumkvöðlar á í slandi kvörtuðu sáran yfir þvf hve fjármagn var af skomum skammti hér á landi, enginn var tilbúinn til þess að fjárfesta og bankar lánuðu ekki nema út á veð í steypu. Nú er öldin önnur og fjármagn er ekki lengur flöskuháls framþróunar heldur vantar vel ígmnd- aðar hugmyndir sem fólk getur gert að veruleika í vaxandi atvinnugreinum. Hinn frjálsi markaður Margt hefur gerst á undanförnum árum. Upplýsinga-, samskipta- og tæknibylting, aíþjóðavæðing, aukið frjálsræði og einkavæðing, áhersla á frumkvöðla og nýsköpun, gróska á verð- bréfamörkuðum og hjá fjármálafyrir- tækjum ásamt hagvexti og almennri bjartsýni eru helstu þættir sem breytt hafa efnahagsveruleikanum. Eftir stendur að aðstæður fyrirtækjarekstrar eru mjög ólíkar því sem þær voru einungis í byrjun tíunda áratugarins. Tækifærin em nær óþrjótandi fyrir þá sem vilja láta hendur standa fram úr ermum eða öllu heldur höfuðið upp úr búknum. Þróunin er eins um heim allan, virði fjármagns miðað við verðmæti þekkingar hefur lækkað verulega, aðallega vegna þess að framboð af fjármagni er nægt, sem skapast fyrst og fremst af ávöxtunarmöguleikum þess á hinum frjálsa markaði. Nokkuð af þessu fjármagni hefur verið lagt í svokallaðar áhættufjárfest- ingar sem má skilgreina sem fjárfest- ingar á fyrstu stigum fyrirtækja (þó svo að allar fjárfestingar í fyrir- tækjum séu í eðli sínu áhættu- fj árfestingar). Ahættufj árfestingar eru flokkaðar á ýmsan hátt eftir tilgangi fjármögnunar, og má gróf- lega skipta þeim í fjögur stig: Frum- stig (seed), þróunarstig (startup), vaxtarstig (early growth) og markaðsstig (pre-IPO). Stærstu áhættufjárfestarnir eru sérstakir áhættusjóðir (venture funds), fjármálastofnanir, lífeyrissjóðir, almennir fjárfestar, fyrirtæki og ríkir einstaklingar („englar"). Alþjóðleg sprengja Ahættufjármagn hefur aukist stig- vaxandi síðasta áratug tuttugustu aldarinnar, einfaldlega vegna þess að það hefur margborgað sig að taka áhættu. Aukningin er langmest á síðustu fjórum árum, útslagið gerði gríðarlegur vöxtur hlutabréfaverðs netfyrirtækja og mun styttri tími en áður líður nú frá stofnun fyrirtækis þar til hægt er að bjóða það á hlutabréfa- markaði. Virði netfyrirtækja sem farið hafa á hlutabréfamarkað hefur aukist svo hratt að þau eru kölluð „vaxtar- fyrirtæki" til aðgreiningar frá hefð- bundnum „virðisfyrirtækjum". Samkvæmt rannsóknum alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Pricewater- houseCoopers (PWC) námu áhættu- fjárfestingar í Bandaríkjunum um 35,6 milljörðum Bandaríkjadollara á síðasta ári (2.571 milljarði íslenskra króna), sem er 150% aukning frá árinu 1998. Níutíu prósent af þeim 4.006 fyrirtækjum sem fjárfest var í árið 1999 voru úr tækni- geiranum og 40% þeirra höfðu aðsetur í Kísildal í Kaliforníu. Erfiðara er að finna tölur fyrir Evrópu á síðasta ári en samkvæmt rannsóknum sem European Private Equity and Venture Capital Association (EVCA) gerði á áhættu- fjárfestingum árið 1998 námu þær um 14,5 milljörðumeknaþá( 1.112 milljörðum króna). Það er ekki ólíklegt að þessi tala hafi að minnsta kosti tvöfaldast ef ekki þrefaldast á síðasta ári ef marka má aukna umræðu um áhættufjármögnun í Evrópu Ahœttufjárfestingar á Islandi, spá fyrir árið 1999 (í milljónum króna á verðlagi hvers árs) 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0 spá 1996 1999 og miðað við sömu aukningu og í Bandaríkjunum hafi áhæltufjárfesting í Evrópu numið 2.780 milljörðum íslenskra króna árið 1999. Áhættufjármagn hérlendis Asíðasta ári voru 1.865 ný hlutafélög og einkahlutafélög skráð hjá Hagstofu Islands, sem er 24% aukning frá árinu á undan. Langmesta aukningin var á stofnun fyrirtækja sem flokkast undir fasteigna- og viðskiptaþjónustu eðaum 50% (542 fyrirtæki). I þeim flokki er t.d. skráð starfsemi eins og rekstur eignarhaldsfélaga, leiga atvinnuhús- næðis, hugbúnaðargerð, ráðgjöf varð- andi hugbúnað og margt fleira. Fæst þessara fyrirtækja freista þó áhættufjár- festa enda flest þess eðlis að þau eiga takmarkaða vaxtarmöguleika en vaxtar- möguleikar eru jafnan það sem áhættu- fjárfestum þykir eftirsóknarverðast. Fyrir einungis þremur árum fyrir- fannst ekki áhættufjármagn á markað- inum sem neinu nemur en á síðustu tveimur árum hefur hreinlega orðið sprenging varðandi framboð á áhættu- fjármagni. Orsökina má sennilega rekja til margra samverkandi þátta sem voru nefndir hér að ofan en þó kann boltinn að hafa farið að rúlla þegar ýmsir sjóðir rfkisins voru sameinaðirundirhatti Fjár- festingarbanka atvinnulífsins og Nýsköpunarsjóðsins. Þó að greinilegt sé að áhættufjármagn hefur aukist verulega er hins vegar hægara sagt en gert að reyna að meta hversu mikið áhættufjármagn er í umferð. PWC áíslandi í samstarfi viðEVCAhefur þó safnað saman tölum fyrir fsland sem sýna að áhættufjárfestingar á íslandi námu 1,7 milljörðum árið 1998. Þá var 31,5% fjármagnsins sett í fyrirtæki á frumstigum og 62,7% á vaxtarstigum. Um 41,3% þeirra fyrirtækja sem fjárfest var í voru hátæknifyrirtæki. Til þess að meta fjárfestingu ársins 1999 er hægt að telja saman stærstu fjárfestingarsjóði landsins, sem eru: Þróunarfélag íslands, Eignar- (Framhald á síðu 4) 1 Áhættufjármagn hefur aukist mikið á Islandi, eins og um allan heim, sérstak- lega síðustu tvö ár. 2 Gylfi Dalmann Aðalsteins- son, vinnumarkaðsfræð- ingur, fjallar um verkföll og verkfallskenningar. ísland 3 hefur um langa tíð verið land mikilla verkfalla enda óvenjuhátt hlutfall vinnu- afls í verkalýðsfélögum. 4 Viðskiptahallinn virðist' ætla að verða viðvarandi vandamál, ef hægt er að líta á hann sem vandamál.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.