Vísbending


Vísbending - 31.03.2000, Qupperneq 3

Vísbending - 31.03.2000, Qupperneq 3
V ISBENDING finna öfluga, samhenta og miðstýrða verkalýðshreyfingu viðurkennda af atvinnurekendum er tiltölulega friðsamt á vinnumarkaðinum. Samkvæmt þessu er miðstýrð verkalýðshreyfmg, þ.e.a.s. þegarstórheildarsamtök launafólks gera kjarasamning sem nærtil allra, vænlegra fyrirkomulag til að skapa frið á vinnu- markaði heldur en valddreift fyrirkomu- lag þar sem hvert verkalýðsfélag sækir að vinnuveitendum í von um betri kjör fyrir félagsmenn sína en áður. Svíþjóð, Noregur og Danmörk falla almennt undir þessa skilgreiningu en hvað Island varðar þá höfum við ekki haft nógu miðstýrða verkalýðshreyf- ingu og liggur skýringin helst í því að samningsrétturinn samkvæmt vinnu- löggjöfinni liggur hjá hverju einstöku verkalýðsfélagi fyrir sig. Helsta ein- kennið hér á landi er að kjarasamn- ingagerð hefur ýmist verið miðstýrð eða valddreifð. Islenskur vinnumarkaður hefur þó lengstum einkennst af mið- stýrðri heildarhyggju þar sem heildar- samtök launþega og vinnuveitenda hafa gert kjarasamning fyrir hönd mjög breiðs hóps stéttarfélaga og fyrirtækja óháð afkomu og stöðu einstakra fyrirtækja. Reglan hefur verið sú að samið hefur verið um sömu kauphækkun fyrir alla óháð því hvernig afkoma einstakra fyrirtækja eða starfsgreina hefur verið. A uppgangstímum í efnahagslífi eins og nú eru hefur verkalýðshreyfingin leitað eftir auknum kaupmætti og ein- stök stéttarfélög samið sjálf fyrir hönd félagsmanna sinna. í efnahagslægð þegar verkalýðshreyfing hefur verið að verja kaupmátt launþega hafa heildar- samtök launþega oftar en ekki gengið sameinuð að kjarasamningaborðinu. Pólitískar skýringar Stundum hefur verið bent á að meginástæður verkfalla liggi annars staðar en í stofnunum samfélaganna, nefnilega að skýringin á því að t.d. á Norðurlöndunum hafi verið tiltölulega friðsamt á vinnumarkaðinum megi finna í stjórnmálum landanna. Samkvæmt kenningu nokkurra fræðimanna hafa vinnudeilur verið fátíðar í löndum þar sem flokkar sósíaldemókrata (jafnaðar- manna) eru stórir og ríkisstjórnar- þátttaka þeirra hefur verið almenn, ásamt miðstýrðri og sameinaðri verkalýðs- hreyfingu. Litið hefur verið svo á að stjórnarþátttaka sósíaldemókrata hafi veitt verkalýðshreyfingunni meiri aðgang að stjórnmálasviðinu og þannig meiri áhrif til þess að móta þjóðmála- stefnuna. I Svíþjóð hefur ein aðalástæða fyrir lágri verkfallstíðni um áratuga skeið verið rakin til þeirra pólitísku breytinga sem fylgdu kosningu sósíaldemókrata árið 1932 og samfelldri stjórnarþátttöku þeirra allt til ársins 1976. Ef við lítum á íslensk stjómmál þá einkennast þau af mjög stórum hægri flokki og marg- klofnum vinstri armi. Verkalýðsflokkar á íslandi hafa átt erfitt uppdráttar og vinstri stjórnir verið fátíðar. Almennt hefur verið litið á verkföll sem tæki til þess að hafa áhrif á stjórnmál eða viðfangsefni stjómmálanna sérstaklega þar sem verkalýðshreyfingin hefur ekki hlotið aðgang að stjórnmálum þ.e.a.s. haft lítil sem engin áhrif á skiptingu þjóðarkökunnar og dreifingu lífsgæða. Verkfallsvopnið verður tæki til þess að hafa áhrif á framþróun í efnahags- og stjórnmálum. Leið samráðs á er komið að þriðju leiðinni, sam- ráðsleiðinni. Þó að verkfallstíðni á Islandi hafi verið mjög há í samanburði við hin Norðurlöndin, að undanskildu Finnlandi, þá hefur verkföllum á almennum vinnumarkaði farið fækkandi hin seinni ár (ef opinberir starfsmenn eru undanskildir). Skýringuna má að hluta til finna í auknu samráði aðila vinnumarkaðarins og stjómvalda. Það hefur tíðkast hin seinni ár að ríkisstjómir komi meira inn í gerð kjarasamninga, liðki fyrir kjarasamningum eins og oft er sagt og greiði þannig fyrir gerð kj arasamninga með þ ví að semj a um ýmis lykilatriði þjóðmálastefnunnar við aðila vinnumarkaðarins. Slíkt samráð var m.a. grundvöllur samningsins milli Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins. En hvað hefur kallað á aukið santráð aðila vinnu- markaðarins og stjórnvalda? Almennt má segja að þróun efnahagslífsins og hlutverk ríkisvaldsins spili þar inn í, sem miðar að því að draga úr hagsveiflum og halda uppi fullri atvinnu. Jafnframt hefur vaxandi styrkur verkalýðshreyfingar- innar áhrif, bæði faglegur og pólitískur, og almenn viðurkenning á nauðsyn þess að hafa verkalýðshreyfinguna með í ráðum til að ná fram markmiðum efnahagstefnunnar. Ýmsar verkfallskenningar ganga út á og taka inn efnahagslega þætti. Hjá þeim þjóðum sem eru mjög háðar fáum útflutningsgreinum hafa aðilar vinnu- markaðarins gert sér grein fyrir mikil- vægi útflutnings fyrir efnahagslíf land- anna og nota því verkfallsvopnið síður. Fyrir nokkrum árum var kynnt kenning um „endurvakningu aðgerðarleysis“ verkalýðshreyfingarinnar sem byggist á því að skýra af hverju verkalýðs- hreyfing í Evrópu hefur tiltölulega lítið látið á sér kræla síðustu 15-20 árin. Kenningin gengur út á það að óhag- stætt efnahagsástand, kreppa, atvinnu- leysi og sterkar hægri stjórnir veiki verkalýðshreyfinguna. Atvinnuleysi hefur áhrif á hversu herská verkalýðs- hreyfingin er og á krepputímum heldur verkalýðshreyfingin að sér höndum, safnar kröftum og bíður eftir tækifæri eða heppilegum aðstæðum til þess að koma fram með kröfur. Að hluta til er hægt að skýra verkföll hin seinni ár út frá verkfallskenningum. I sjálfu sér hefur ekki mikið breyst í samskiptum á milli aðila vinnumarkað- arins. Verkfallsrétturinn er og verður helgasta vé stéttarfélaga og sagan sýnir að allar tilraunir sem hafa verið gerðar til að takmarka eða rýra verkfallsrétt hafa mætt mikilli andstöðu verkalýðshreyf- ingarinnar og hún ekki verið til viðræðu um það að takmarka verkfallsréttinn. Nýtthlutverk stéttarfélaga En skyldi vera hægt að draga úr verk- föllum, er það mögulegt? Spurning- in er hvort sú leið að færa samnings- gerðina inn á vinnustaðina í ríkara mæli muni leiða til þess að verkfallsátök minnki. Dæmi um þetta eru vinnustaða- samningar þar sem mörg stéttarfélög eða fulltrúar starfsmanna koma saman að sama samningsborðinu og semja sameiginlega við vinnuveitendur eða fyrirtækjasamningar þar sem einstök stéttarfélög semja við ákveðin fyrirtæki. Þetta fyrirkomulag hefur marga kosti bæði fyrir starfsmenn og stjórnendur. Það sparar tíma stjórnenda sem annars færi í að fást við mörg verkalýðsfélög. Þann tíma og þá orku geta stjórnendur notað til þess að bæta hag fyrirtækisins og lagt meiri rækt við mannauðinn. Líklegt má telj a að áfram verði gerðir heildarkjarasamningar um einhver lág- marksréttindi. Hvert verður þá hlutverk verkalýðsfélaga, verða þau óþörf? Alls ekki, þvert á móti munu þau í síauknum mæli koma meira inn sem ráðgjafar og sérfræðingar og aðstoða félagsmenn sína t.d. við kjarasamningagerð, veita aðstoð í ágreiningsmálum, félagslegri þjónustu, sjá um orlofshús og sjúkra- sjóði og veita fræðslustyrki o.fl. Verka- lýðsfélög framtíðarinnar munu verða eins og hver önnur þjónustufyrirtæki í samkeppni við önnur fyrirtæki á markaði. Aukin áhersla verður á þjón- ustu við einstaklinga í stað heildarinnar. Sama gildir um hlutverk atvinnurek- endafélaga. Verksvið samtaka atvinnu- rekenda mun breytast frá því að setja grunnlínur í kjarasamningagerð yfir í að vera ráðgefandi fyrir atvinnurekendur. 1 Það eru ýmsar leiðir færar til þess að mæla verkfallstíðni, en mikilvægt er, þegar verið er að bera saman verkfallstíðni á milli landa, að mæla sama hlutinn. Það er til dæmis mismunandi eftir löndum hvaða aðferð er notuð til þess að safna saman upplýsingum um verkföll og meta hvenær þau hefjast. Mismunandi mæliaðferðir og áreiðanleiki upplýsinga gerir allan samanburð erfiðan. Sú aðferð sem er hvað best til þess fallin að bera saman verkfallstíðni á milli landa er að styðjast við umfang verkfalla eða „volume“. Þessi aðferð tekur inn alla þijá þætti sem mældir eru, tíðni verkfalla, stærð verkfalla og hversu lengi þau vara. Útkoman verður Qöldi tapaðra vinnudaga á hverja 1000 starfsmenn. Umfang = fjöldi tapaðra daga/fjölda fólks á vinnumarkaði. 3

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.