Vísbending


Vísbending - 01.09.2000, Blaðsíða 3

Vísbending - 01.09.2000, Blaðsíða 3
ISBENDING Valkostir til eflingar byggðar á Austurlandi Um nokkurt skeið hefur fjörug umræða um byggingu álvers á Reyðarfírði með tilsvarandi virkjun fallvatna norðan Vatnajökuls gagntekið þjóðarsálina. Lítið hefur ver- ið fjallað um aðra valkosti fyrir Austur- land í umræðunni. Það vakti til dæmis nær enga athygli, að Rússar sýndu áhuga á því að byggja sex milljón tonna olíuhreinsunarstöð á Reyðarfirði fyrir nokkrum árum. I september í fyrra kom örstutt fréttatilkynning frá ríkisstjórn- inni, þar sem lýst var yfir, að fallið hefði verið frá frekari hugmyndum um olíu- hreinsunarstöð, þar sem það verkefni væri ekki áhugavert. Nú er vitað, að Rússar munu þurfa að byggja olíu- hreinsunarstöð einhvers staðar við Norður Atlantshaf á næstu árum vegna Timan Pechora olíusvæðanna við Bar- entshaf, þannig að þama var um raun- hæfan valkost að ræða. Nefna mætti aðra valkosti svo sem almenna atvinnu- þróun, aukinn ferðamannaiðnað, sam- göngubætur og austfirzkan áhættulána- sjóð til að styrkja nýja atvinnustarfsemi. Gallinn er sá, að erfitt er að bera þessa mismunandi valkosti saman út frá því sjónarmiði hvað komi Austfirðingum bezt, þ.e. hvað henti bezt til að styrkja byggð og mannlíf á Austurlandi. I þessari grein er fyrmefndum val- kostum lýst frekar og reynt að bera þá saman á grundvelli félagslegra og efna- hagslegra áhrifa svo og umhverfís- áhrifa með aðgerðargreiningu. 1. Alver og virkjanir Hugmyndir um byggingu 240 þús- und tonna álvers á Reyðarfirði, sem myndi fá orku frá 550 MW Kára- hnúkavirkjun eru komnar á fullt skrið. Hér er um rnikla íjárfestingu að ræða, en lauslega má áætla, að álverið kosti fúllbyggtum 140milljarðakróna. Kostn- aður vegna Kárahnúkavirkjunar með háspennulínum er hins vegar áætlaður 70 milljarðar króna eða 210 milljarðar króna samtals fyrir valkost 1. Gríðarlegt jarðrask og mikil landnotkun einkennir þennan valkost. Efnahagsleg áhrif geta verið jákvæð, enda mun mikið fjár- streymi til Austurlands eiga sér stað á meðan á byggingartíma stendur og draga til sín sérmenntað fólk til starfa. Hætt er við, að þenslan, sem myndast á byggingartíma geti hins vegar haft slæm áhrif á hefðbundnar atvinnugreinar í ; Júlíus Sólnes B J prófessor Tafla 4. Umhverfisvísitala þriggja valkosta Umhverfisþáttur Land- notkun Efna- hagsleg áhrif Félags- leg áhrif Áhrif á náttúru & lífríki Iðnaðar- mengun Gróður- húsaloft- tegundir Um- hverfis- áhætta EQI= 3wí=Uí(xí) vogtölur Wi 0,165 0,156 0,237 0,082 0,045 0,110 0,206 Valkostur 1: Álver með Kára- hnúkavirkjun. 0,553 4,485 1,638 0,576 0,808 0,963 3,056 2,00 Valkostur 2: Olíuhreinsunar- stöð, án virkjana 2,274 3,899 2,973 2,150 1,150 0,963 0,797 2,19 Valkostur 3: Alhliða uppbygging með 25 milljarða þróunarsjóð 7,173 1,255 5,390 7,274 7,740 8,670 7,836 6,16 fjórðungnum, sem líða fyrir það „Klond- ike-ástand“, sem hlýtur að skapast. Félagsleg áhrif verða veruleg, en talið er, að álverið skapi um 700 bein störf og varlega áætlað a.m.k. önnur 700-1400 afleidd störf. Þettaatriði ermjögumdeilt, þar sem spyrja má hvort margfeldis- áhrifín muni ekki að einhverju leyti eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Þá er einnig hætt við, að einkum sú röskun, sem verður á hálendinu, geti haft nei- kvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn þótt þettaséeinnigumdeilt.Álverogvirkjanir munu einnig óneitanlega rýra hina umhverfisvænu ímynd landshlutans. Töluverð röskun á náttúrufari ntun eiga sér stað, einkum vegna virkjanafrain- kvæmda við Kárahnúka og háspennu- línur. Einhver röskun á lífríki hreindýra mun eigasérstað,en lífríki í Reyðarfirði, þar sem álverið rís, virðist ekki vera mikil hætta búin, enda er það mjög fábreytt á þeim slóðum. Töluverð iðnaðarmengun er frá álverinu, einkum flúorryk svo og önnur úrgangsefni, föst og loftkennd. Losun koltvíoxíðs verður um 450 þúsund tonn á ári, og eykur þannig heildarlosun landsmanna um 17%. Ekki er um neina sérstaka umhverfisáhættu að ræða utan þess, sem þegar hefur verið rætt. 2. Olíuhreinsunarstöð r Aárunum 1997 og 98 stóð rússneska fyrirtækið MD Seis fyrir forathugun ábyggingu sexmilljóntonnaolíuhreins- unarstöðvar á Reyðarfirði í samstarfi við íslenzk stjórnvöld. Jafnframt voru helztu unthverfisáhrif slíkrar stöðvar rannsökuð af íslenzkum og erlendum samstarfsaðilum. Niðurstöður þeirra sýndu, að umhverfísáhrif olíuhreins- unarstöðvar væru vel ásættanleg. Áætl- aður kostnaður vegna byggingar stöðv- arinnar er um 160 milljarðar króna svo hér er um svipaða fjárfestingu að ræða og fyrir valkost 1. Landnotkun stöðvar- innarerfremurtakmörkuð eðaum 50-60 ha. að meðtalinni höfn og hafnarsvæði. Stöðin þarfnast ekki nýrra virkjana, þar sent algengast er að slíkar stöðvar framleiði sjálfar sitt rafntagn, en orkuþörf hennar eru 160 GWh. Efnahagsleg áhrif eru mjög sambærileg við valkost 1 með sams konar afleiðingum á byggingar- tíma. Félagsleg áhrif verða einnig svip- uð, en þó má gera ráð fyrir að stöðin skapi enn fleiri störf eða urn 1000 bein störf og varlega áætlað a.m.k. önnur 1000 afleidd störf, þar sem rekstur henn- arerum niargtflóknari en íálveri. Stöðin mun einnig rýra hina umhverfísvænu ímynd Austurlands þótt það verði í minna mæli en álverið. Hér niunar mest urn virkjanaframkvæmdirnar, sem verða óþarfar ef gert er ráð fyrir, að ekki verði ráðist í neinar virkjanir samhliðaþessum valkosti. Áhrif á náttúru og lífríki eru tiltölulega lítil og gilda að nokkru leyti sömu rök og fyrir valkost 1. Iðnaðar- mengun frá stöðinni er aðallega olíu- mengaður úrgangur, sent annaðhvort þarf að brenna eða hægt er að urða. Losun koltvíoxíðs er nánast eins og fyrir álverið eða unr 450 þúsund tonn á ári. Olíuhreinsunarstöðin skapar töluverða umhverfisáhættu í formi olíulosunar í sjó vegna sjóflutninga á olíu og olíu- afurðunt. Hægt er að sýna fram á, að draga megi verulega úr þessari áhættu með markvissum aðgerðum. 3.Þriðjaleiðin riðji valkosturinn er ímyndaður og til þess fallinn að auðvelda saman- burð á hinum tveini valkostunum. Hann er hugsaður þannig, að settar eru franr lausbeizlaðar hugnryndir um hvernig mætti sporna við þeirri byggðaröskun með annars konar aðgerðunt en þeim að koma upp stóriðjufyrirtækjum. Til að styrkja atvinnustarfsemi í ljórðungnunt, (Framhald á sídu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.