Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Síða 2

Vísbending - 18.12.2000, Síða 2
 V ÍSBENDÍNG S5! r iT Jólaspjall ~W~ é'gar prúðbúinn er bœr, þegar börnin verða œr, eru góðar líkur að nú eru jól - segir í jólasálminum sem tónar síðu jjfjögur að þessu sinni. Nú þegar dimmir yfir land og lýð, geð og gœfu, þá er vert að taka hátíð með œskubrag, skála JL fyrir liðnum stundum, vinum og vandamönnum. Árið 2000 var merkilegt fyrir nutrgra hluta sakir, sumir sáiu það sem upphaf aðrir sem endi, þá ekki einungis sem upphaf21. aldarinnar og endi þeirrar 20. heldur á lífinu eins og við þekkjum það. Vissulega hafði árið bæði upphaf og endi en það mótaði jafnframt tímana tvenna. Hápunktur ársins var í apríl þegar bjartsýni breyttist í svartsýni, þó svo að það hafi tekið það sem afvar árinu fyrir bölsýnina til að skína í gegn. Fall á hlutabréfamörkuðum var vísbending um það sem koma skyldi - skell -sem hugsanlega gœti orðið harðari en margir þorðu að óttast. Fallið þyrfti þó ekki að vera þungt nema að bölsýnin bregði fœti fyrir framtakssemi þeirra frumkvöðla sem þjóðin hefuralið afsér. íslenska þjóðin er stórmerkileg þjóð sem hefur grafið sig út úr torfkofum híbýla og hugmynda og byggt yfir sig nútímaþjóðfélag sem gerist vart betra um víða veröld. Þjóðin hefur oftvegis farið illa á efnahagslegu fylleríi og upplifað hrœðilega timburmenn en afréttarinn hefur alla jafnan verið fœrður á silfurfati. Það er því ekki skrítið að menningarlegt einkenni þjóðarinnar krystallast í orðunum: „ Þetta reddast!" Ég óska lesendum Vísbendingar og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsœls komandi tirs. Eyþór ívar Jónsson, ritstjóri_______________ Efnisyfirlit Jólaspjall.............................................. 2 JÓl hagfræðingsins Jólasálmur eftir Thor J.............. 4 Fj ölsky ldufy rirtæki Benedikt Jóhannesson............. 7 Frá byltingaræfingum til þjóðarsáttar Ólafur Hannibalsson.............................. 11 Nokkur siðferðileg álitamál í fjármálum Gylfi Magnússon....................................... 15 Vísbending ársins................................................. 21 Nýlenduhagfræði Ásgeir Jónsson.................................... 25 Glefsur Úr viðskipasögu 20. aldar Eyþór ívar Jónsson (ritstjóri), Ólafur Hannibalsson, Benedikt Jóhannesson og Sigurður Jóhannesson. 28 (Forsíðumynd: Lækjargataíbyrjun 20. aldar). Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími 5617575. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór ívar Jónsson. Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson og Benedikt Jóhannesson. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Untbrot: Talnakönnun. Prentun: Gutenberg. Upplag: 3000 eintök. Qll réttindi áskilin, rit þetta ntá eigi afrita með neinum hætti án leyfis útgefanda. 2

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.