Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 17

Vísbending - 18.12.2000, Blaðsíða 17
 V ISBENDING ef sjóðir sem fyrirtækið annast fjárvörslu á væru notaðir til að kaupa eða selja ákveðnar eignir til að hreyfa við markaðsverði þeirra fjármálafyrirtækinu í hag eða til þess að losa það úr óþægilegri stöðu. Kínamúr getur sem fyri' segir reynst ótraustur vegna sviksamlegs athæfis starfsmanns en líka af öðrum ástæðum, jafnvel ómeðvitað. Sem dæmi má nefna óbeinan þrýsting á þá sem birta ráðleggingar fyrirtækis um kaup eða sölu eða sjá um slíkar ákvarðanir fyrir hönd viðskiptavina fjármálafyrirtækis- ins. Það er t.d. freistandi fyrir þá að hvetja til kaupa á A (eða jafnvel sölu ef fjármálafyrirtækið vill kaupa meira í A) þegar það er á allra vitorði að fjármála- fyrirtækið á stóran hlut í A. Þvaðrað og selt Ein einföld en óskammfeilin (og yfirleitt ólögleg) viðskiptabrella er að kaupa tilteknar eignir, tala þœr upp og selja svo. Með því að tala upp er átt við að reyna að gefa yfirlýsingar sem hækka markaðsverðið, jafnvel ljúga vísvitandi. A ensku er talað um „pump and dump“, það má þýða sem að þvaðra og selja. Þetta er gömul aðferð og vel þekkt. I Bandaríkjunum birtast iðulega fréttir af mönnum sem eru fundnir sekir um að beita henni. Síðustu ár hafa ýmsir reynt að nota sér nafnleynd Netsins til þess að tala eignir upp í þessurn tilgangi en oft liefur komist upp um þá á endanum. Svo virðist sem það sé erfiðara að fela slóð sína á Netinu en margir halda. Það er raunar sérstakt athugunarefni af hverju fólk hættir fé sínu, kaupir t.d. hlutabréf, á grundvelli upplýsinga sem settar eru fram af nafnlausum einstaklingum, en látum það liggja á milli hluta. I sumum tilfellum er hægt að beita öfugri aðferð, þ.e. selja eignir, taka jafnvel skortstöðu,2 tala svo verðið niður og kaupa loks aftur. Menn hafa líka verið dæmdir fyrir það erlendis. Þótt ýmsir hafi verið dæmdir fyrir að beita þvaðri og sölu eða svipuðum brellunt þá virðasl líka margir hafa komist upp með slíkt. Vandinn felst augsýnilega í því að það er erfitt að sýna fram á að menn hafi vísvitandi reynt að spila nteð markaðinn nema brotið sé þeim mun grófara. Fjármálafyrirtæki eru í nokkuð annarri aðstöðu en einstaklingar hvað þvaður og sölu snertir. Þau hafa sennilega oftast betri tök á að hafa áhrif á markaðsverð - meira mark er tekið á þvaðrinu - en um leið eiga þau meira undir því að ekki verði augljóst að þau beiti óþverrabrögðunt. Fyrirtæki sem ætlar að starfa áfram um ókomna tíð hlýtur að fara mjög varlega í að eiga í viðskiptum sem geta rúið það trausti viðskiptavinanna. Hér gildir eins og áður að það skiptir máli hvort ætlunin er að eiga endurtekin viðskipti eða ekki. Starfsmannaviðskipti Eigin eignir og viðskipti fjármála- fyrirtækja geta, eins og þegar hefur komið fram, leitt til árekstra við hags- muni viðskiptavina en þess utan geta einstakir starfsmenn átt eignir og stundað viðskipti og það valdið ýmsum vandamálum. Hér er umboðsvandi aftur á ferð en nú tvöfaldur. A milli fjármála- fyrirtækisins og starfsmannsins annars vegar og á rnilli starfsmannsins og viðskiptavinarins hins vegar. Hérlendis hefur átt sér stað nokkur umræða um það að hvaða marki sé eðlilegt eða æskilegt að ákveðnir lykilstarfsmenn í fjármálafyrirtækjum eigi viðskipti fyrir eigin reikning. Erlendis hafa slík mál verið rædd mun lengur. Starfsmannaviðskipti (e. personal trading) geta auðveldlega leitt til hagsmunaárekstra. Tökum sem dæmi starfsmann í greiningardeild fyrirtækis sem á að ákveða hvort vinnuveitandi hans mælir með kaupum á bréfum í hlutafélagi A. Ef starl'smaðurinn á hlutabréf í A er hann í klemmu. Mæli hann með því að aðrir selji ýtir hann markaðsverðinu hugsanlega niður og vinnur þar með gegn eigin hagsmunum. Þess vegna hafa ýmsir velt því fyrir sér hvort banna ætti slík starfsmanna- viðskipti. Alitamálið er hvort þeir sem starfs síns vegna geta lent í aðstöðu sem gerir það freistandi að skara eld að eigin köku með eigin viðskiptum á kostnað fyrirtækis þeirra eða viðskiptavina þess eigi yfirhöfuð að hafa leyfi til viðskipta fyrir eigin reikning. Hægt er að færa ýmis rök bæði með og á móti og raunar líka fyrir takmörkunum frekar en algjöru banni. Sem dæmi unt rök fyrir banni við starlsmannaviðskiptum (eða a.nt.k. takmörkunum) má nefna: -Bætir ímynd atvinnugreinarinnar -Minni truflun fyrir starfsmenn -Siðareglur duga ekki -Bestu bitamir verða áfram á markað- inum Rennum yfir þessi rök. I fyrsta lagi er hugsanlegt að bann við starfs- mannaviðskiptum bæti ímynd atvinnu- greinarinnar, eiginlega fjármálaheims- ins, í augum viðskiptavina. Viðskipta- vinir þyrftu síður að hafa áhyggjur af því að starfsmenn séu að skara eld að eigin köku, t.d. nteð því að mæla með kaupum í bréfum A frekar en B vegna þess að þeir eigi ákveðin bréf og vilji kaupa eða selja þau. Önnur rök, allt annars eðlis, felast í því að viðskipti starfsmanna geti truflað þá við vinnuna. Það er þannig heldur óheppilegt að starfsmaður, sem á að vera að hugsa um hagsmuni fyrirtækis og viðskiptavina þess (t.d. gæta sjóða þeirra), sé alltaf öðrum þræði að hugsa um sitt eigið eignasafn, hann verður verri starfsmaður fyrir vikið. Þá nær hann ekki að einbeita sér að því sem hann á að vera að gera í vinnunni, upplýsingar um gengi hans eigin bréfa og kauptækifæri trufla. Rétt er að hafa í huga að verðbréfaviðskipti verða yfirleitt á vinnutíma fjármálafyrirtækja (það liggur í hlutarins eðli!) nema ef til vill ef starfsmaðurinn á einkum viðskipti með bréf sem eru skráð á markaði þar sent miklu munar á tíma milli landa. Surnir telja ókleift að koma í veg fyrir misnotkun á aðstöðu með siða- reglum sem takmarka möguleika manna til vafasamra viðskipta. Þeir telja að það verði aldrei hægt að semja reglur sem ná utan um öll álitamál og enn síður hægt að framfylgja þeim. Alltaf komi Hagstæðara verð og hraðafgreiðsla - í fyrirtækjaþjónustu Hertz ICELANDAIR Bílaleiga Sími: 5050 600 - Fax: 5050 650 sérstakt leiguverð fyrir fyrirtæki 8 afgreiðslustaðir á landinu 14 flokkar bifreiða Ilertz # 1 gullkort vildarpunktar Netfang: hertz@hertz.is Hertz býður fyrirtækjum hraðafgreiðslu. Þegar bíll er leigður er leigusaniningur tilbúinn og ökumenn þurfa einungis að framvísa ökuskírteini og undirrita samninginn. Hafðu samhand í síma 5050 600 og fáðu frekari upplýsingar Afgreiðslustaðir: Rcykjavfk, lsafjörður, Akureyri, Kgilsstaðir, Möfn, Vcstmannacyjar og á Kcflavíkurflugvclli 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.