Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 20

Vísbending - 18.12.2000, Qupperneq 20
llSBENDING fjármálavafstri fyrir eigin reikning að einhverju marki. Eitt álitamál sem kemur upp vegna þessa er hvort eðlilegt sé að starfsmaður fyrirtækis sem setur saman sjóð fyrir sjálfan sig, þar sem hann veðjar á ákveðin bréf öðrum fremur, skuli veðja á önnur bréf fyrir hönd vinnuveitanda síns og viðskipta- vina hans. Sami starfsmaðurinn gæti jafnvel sett saman einn sjóð fyrir sjálfan sig, annan fyrir fyrirtæki sem hann starfar hjá og enn annan fyrir viðskipta- vini fyrirtækisins. Hugsanlega veðjar hann á fyrirtæki A í einum sjóðnum en gegn fyrirtæki A í öðrum. Það virðist því mjög misjafnt í hvaða bréfum hann telur góð kaup eftir því fyrir hvern hann er að kaupa. Þetta lítur ekki mjög vel út frá sjón- arhóli fyrirtækisins og viðskiptavina þess og viðskiptavinirnir hafa ástæðu til að efast um heilindi starfsmannsins og fyrirtækis hans. Sum fjármálafyrirtæki hafa því auglýst eitthvað á þessa leið á ensku: „We eat our own cooking", eða „We put our money where our mouth is“. Hugmyndin er einföld, starfsmenn fyrirtækjanna segja við viðskiptavinina: Við gefum ykkur einungis ráð ef við förum sjálf eftir þeim, við ráðleggjum ykkur ekki að gera eitthvað sem við gerum ekki sjálf. Sem dæmi má nefna fyrirtæki sem tekur að sér fjárvörslu fyrir einstaklinga og kaupir sömu bréf fyrir einstaklingana og það kaupir fyrir sig sjálft. Þetta sýnir a.m.k. að fyrirtækið hefur traust á sjóðstjóranum. Það er svo annað mál hvort sjóðstjórinn kaupir í þessum sama sjóði - hvort hann snæðir það sem hann eldar. Minnst væri hættan væntanlega á hagsmunaárekstrum ef sjóðstjórinn ætti allt sitt undir sjóðinum sem hann ávaxtar fyrirhönd fyrirtækisins og viðskiptavina þess. Sjóðstjóri sem hefur atvinnu af því að setja saman sjóð og ná góðri ávöxtun á hann, en setur svo sitt eigið fé í annað, gefur ekki til kynna að hann hafi mikla trú á því sem hann er að gera í vinnunni. Hvers vegna ættu þá aðrir að hafa trú á því? Hver treystir sér til að snæða mat sem kokkurinn sjálfur hefur ekki lyst á? Þrátt fyrir kosti þess að fjármála- fyrirtæki ráðleggi viðskiptavinum sínum að gera það sama og fyrirtækið þá er þó oft eðlilegt að fyrirtæki ráðleggi annað. T.d. má nefna fyrirtæki sem tekur mjög djarfar stöður sjálft. Það gæti engu að síður verið eðlilegra að ráðleggja viðskiptavini að sýna varkárni ef við- skiptavinurinn er t.d. miklu áhættu- fælnari en eigendur fyrirtækisins. Troðningur í biðröð Enn eitt álitamál er kallað á ensku „front running". Það má kannski þýða það sem biðraðahopp. Með því er átt við að fyrirtæki eða starfsmaður þess láti sín eigin viðskipti ganga fyrir viðskiptum viðskiptavina. Biðraðahopp getur verið mjög ábatasamt. Hugsum okkur til dæmis starfsmann hjá verðbréfafyrirtæki sem tekur á móti beiðni um að kaupa eða selja stóran skerf í ákveðnu fyrirtæki. Hann gerir sér ljóst að þegar þetta fréttist, t.d. við það að kauptilboðið sést á tölvuskjám annarra á markaðinum, mun markaðsverð bréfanna breytast. Hvað gerir hann? Það er freistandi að eiga viðskipti fyrir eigin reikning áður en hann gerir tilboð viðskiptavinarins opinbert. Einnig er hætta á að hann sé undir þrýstingi um að eiga viðskipti í þessu tiltekna hlutafélagi fyrir hönd atvinnurekanda síns á undan viðskipta- vininum. Með öðrum orðum, það er freistandi að troða sér fram fyrir í biðröðinni. Biðraðahopp er augljóslega ósiðlegt og jafnframt ólöglegt á flestum mörk- uðum. í siðareglum Verðbréfaþings íslands er sérstaklega tiltekið að það sé tflebiley jóí oy NÓISÍRÍUS bannað. Þeir sem taka þátt í því gera það því væntanlega í von um að þeir verði ekki staðnir að verki. Ein útgáfa af biðraðahoppi felst í þ ví að starfsmaður fyrirtækis hoppar fram fyrir fyrirtækið sjálft. Starfsmanninum gæti t.d. hafa verið falið að kaupa í öðru fyrirtæki fyrirhönd vinnuveitandans, en hann á sín eigin viðskipti með bréf í fyrirtækinu áður en hann gengur erinda atvinnurekandans. Náskylt þessu væri ef t.d. starfsmaður í greiningardeild á viðskipti fyrir eigin reikning eftir að hann er búinn að sjá að hann þarf að breyta ráðleggingum fyrirtækisins til viðskiptavina um kaup á ákveðnum bréfum, en áður en þessar breytingar eru gerðar heyrinkunnar. Sem dæmi má nefna að greiningardeild hefur hingað til ráðlagt opinberlega að kaupa bréf í fyrirtæki A. Síðan breytast aðstæður og starfsmaður greiningardeildar sér að ráðleggingin á að breytast í selja. Hvað gerir hann? Ef hann tilkynnir þetta án þess að eiga í viðskiptum með bréf A er allt í lagi. En ef hann byrjar á því að selja sín eigin bréf í A, eða selja fyrir hönd fyrirtækisins bréf í félagi A, þá er það eins konar biðraðahopp og er bæði ósiðlegt og ólöglegt. Almennt teldist bæði ósiðlegt og ólöglegt ef fyrirtæki hefði þá stefnu, leynt eða ljóst, að þegar greining fjár- málafyrirtækisins á ákveðnum bréfum breytist, t.d. þannig að ráðlögð er sala í stað kaupa, þá byrjar fjármálafyrirtækið á að selja sín eigin bréf áður en niðurstaða greiningarinnar er gerð opinber. Þá er fyrirtækið nefnilega að gefa rangar upplýsingar, það lýsir því yfir að góð kaup séu í bréfunum til að halda verðinu uppi uns það hefur losað sína eigin stöðu í bréfunum. Sama gildir nteð öfugum formerkjum ef fyrir liggur að breyta ráðleggingu um að selja í ráðleggingu um að kaupa. 1 James Tobin. 1989. Financial Intermediaries í Finance, thc New Palgrave. Ritstýrt af Eatwell, Milgate og Newman. Bls. 47 2Ef B lánar A hlutabréf í fyrirtæki C og A selur þau til D er sagt að A hafi tekið skortstöðu (e. short position) í C. Skortstaða er andstaðan við gnóttstöðu (e. long position) ’Sjá rit Verðbréfaþings íslands: Innherjaviðskipti - leiðbeiningar um meðferð trúnaðarupplýsinga Heimildaskrá: Ethics in Finance eftir John R. Boatright. Blackwell, Oxford 1999. Financial Intermediaries eftir James Tobin í Financc, the New Palgrave. Ritstýrt af Eatwell, Milgate og Newman. New York, 1989. Innherjaviðskipti - leiðbeiningar um meðferð trúnaðar- upplýsinga. Verðbréfaþing íslands. Reykjavík (ódagsett). Lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. Lög um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, nr. 34/1998. Lög um vcrðbréfaviðskipti, nr. 13/1996. The market for lemons eftir Akerlof, G. Quarterly Journal of Economics, ágúst 1970, bls. 488-500. Reglugerð um almcnnt útboð verðbréfa, nr. 505/1993. Rcglugerð um opinbera skráningu vcrðbréfa í kauphöll, nr. 434/ 1999. Reglugerð um upplýsingaskyldu útgefenda, kauphallaraðila og eigenda verðbréfa sem skráð eru í kauphöll, nr. 433/1999. Rcglur um gerð útboðsgagna og aðdraganda almenns útboðs verðbréfa. Reglur VÞÍ nr. 6, útg. í Reykjavík í júlí 1999. Reglur um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa á Verðbréfa- þingi íslands hf. Reglur VÞÍ nr. 3, útg. í Reykjavík í júlí 1999. Siðarcglur fyrir aðila að Verðbréfaþingi íslands hf. Reglur VÞÍ nr. 5, útg. í Reykjavík í júlí 1999. 20

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.