Vísbending


Vísbending - 18.12.2000, Page 45

Vísbending - 18.12.2000, Page 45
waldur J snd o9/? v%ð&und5SOn Athafnamaðurinn horvaldur Guðmundsson, sem oftast var kenndur við Síld og fisk, fæddist 9. desember 1911. Undirbún- ingstímabil Þorvaldar var í herbúðum SÍF frá árinu 1937 til ársins 1944 en tvö sfðustu árin þar var hann for- stöðumaður niðursuðuverksmiðj unnar. Þá stofnaði hann eigið fyrirtæki, Síld og fisk. Upphaflega hugmyndin var að fyrirtækið myndi einbeita sér að sölu og framleiðslu á síldar- og fiskréttum. Reyndin var hins vegar að sú hugmynd var tfmaskekkja og fljótlega fór rekst- urinn að snúast nær eingöngu um kjötvörur. Grundvöllur rekstrarins var tryggður með stofnun svínabús á jörð- inni Minni-Vatnsleysu árið 1954. Var haft svo á orði að rekstur svínabúsins væri besta dæmið um skynsamlega landbúnaðarframleiðslu á Islandi en búið hefur æ síðan verið eitt af stærstu svínabúum landsins. Þorvaldur kom snemma auga á möguleikann fyrir sölu á pylsum, og sfðar öðrum kjötvörum, í sérstökum söluturnum sem spruttu upp víðsvegar um Reykjavík og einn í Keflavík, Ríó-barinn, þar sem fslensk- ir kjötréttir voru seldir til varnarliðs- ins. Fyrsti matbarinn var í Bergstaðar- strætinu, þar sem aðalstöðvar fyrir- tækisins voru, en síðar var opnaður umdeildur pylsubar í Austurstræti árið 1950. Þorvaldur rak Þjóðleikhúskjall- arann frá 1951-1973, sem var einn nafntogaðasti veislusalur landsins, skemmtistaðinn Lídó frá 1959-1964 og leigði reksturinn f fjögur ár til viðbót- ar uns hann seldi Reykjavíkurborg staðinn sem síðan hefur verið rekinn undir nafninu Tónabær. Þorvaldur tók virkan þátt í þróun kjörbúðarinnar um rniðjan sjötta áratuginn undir nafninu Síld og fiskur, ein þeirra var þó kölluð „Hrátt og soðið“ um tíma en því var breytt eftir að hent var gaman að nafninu í blaðaskrifum. A sjöunda ára- tugnum var nafn Þorvaldar samtvinn- að uppbyggingu hótelþjónustu í Reykjavík. Hann sá um uppbyggingu bæði Hótels Sögu fyrir bændasamtök- in árið 1962 og Hótels Loftleiða árið 1966. í millitíðinni reisti hann þó sjálfur hótel sem fékk nafnið Hótel Holt og hefur alla tíð síðan þótt bera af öðrum hótelum. Þorvaldur var um langt árabil skattakóngur Reykjavíkur sem vakti jafnan athygli. Þegar hann lést 10. janúar árið 1998 var hins veg- ar öllum ljóst að hann var einn af kon- ungum íslenskrar viðskiptasögu sem brautryðjandi í verslun, skemmtun og þjónustu. Ráðamönnum íslands hafði löng- um verið ljóst að íslenskir at- vinnuvegir væru býsna einhæf- ir og þjóðarbúið væri mjög viðkvæmt fyrir áföllum í sjávarútvegi. Því var þess vegna vel tekið þegar Svissneska ál- félagið Alusuisse leitaði eftir því árið 1960 að fá að reisa álver hér á landi. Ahugi Svisslendinga kom til fyrst og fremst vegna þess að Islendingar réðu yfir mikilli óbeislaðri vatnsorku. Samn- ingar tókust árið 1966 og dótturfyrir- tækið íslenska álfélagið eða Isal var stofnað. Gera þurfti viðamikinn samn- ing við Aiusuisse og fólst meðal annars í honum að félagið skyldi greiða skatta í formi svonefnds framleiðslugjalds. Málið var rnjög umdeilt og á Alþingi greiddu Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag atkvæði gegn samningunum, einkum vegna þess að flokkarnir voru á móti því að álverið væri í eigu „erlends auðhrings11. Framkvæmdir við bygg- ingu álversins hófust sama ár. I upphafi var miðað við að álverið gæti framleitt 30 þúsund tonn í fyrsta áfanga en fara fljótlega upp í 66 þúsund tonn. Fram- leiðslugetan hefur svo verið aukin í nokkrum áföngum, síðast nú fyrir tveimur árum að hún komst í 162 þús- und tonn. Miklar deilur voru um skattamál ísals á valdatíma Hjörleifs Guttormssonar í Iðnaðarráðuneytinu, en hann taldi að fyrirtækið hefði kom- ið sér undan skattgreiðslum. Þeim mál- um lauk með samkomulagi árið 1985. ísal hefur alltaf verið í eigu erlendra aðila og er nú hluti af kanadíska fyrir- tækinu Alcan. Til þess að sjá álverinu fyrir rafmagni var Landsvirkjun stofnuð árið 1965. Hugmyndir voru þá þegar komnar upp um að nýta vatnsorku til þess að byggja upp stóriðju. Eigendur fyrirtækisins voru í upphafi Reykjavíkurborg og rík- ið til helminga en síðar kom Akureyr- arbær inn í fyrirtækið. Framkvæmdir við Búrfellsvirkjun voru fyrsta stór- verkefni hins nýja fyrirtækis og með henni rættist loks hálfrar aldar gamall draumur Einars Benediktssonar um að virkja Þjórsá. Eftir þetta hefur Lands- virkjun bætt við þremur stórvirkjun- um auk þess sem framleiðslugeta hefur verið aukin með vatnsmiðlunum. Fyrirtækið framleiðir nú um 93% af rafmagni hér á landi og er afar fjár- sterkt. Stjórnarformaður fyrirtækisins frá upphafi til 1995 var Jóhannes Nor- dal en hann var líka formaður stóriðju- nefndar á sama tíma og setur hann manna mest svip á uppbyggingu stór- iðju hér á landi. Stóriðja hérlendis hefur aukist t stökk- um. Árið 1973 var fslenska járnblendi- félagið stofnað og hóf rekstur verk- smiðju á Grundartanga. Árið 1998 var svo reist verksmiðja Norðuráls á sama stað. Stóriðjuframkvæmdir hafa alltaf verið umdeildar hér á landi. I fyrstu var það einkum vegna þess að útlend- ingar áttu þar stóran eða ráðandi hlut. Eftir að íslenska ríkið keypti meiri- hluta í járnblendiversmiðjunni að Grundartanga sem ekki skilaði arðsemi sáu menn að hér var um áhættusaman rekstur að ræða sem ekki var vtst að ís- lendingar hefðu þekkingu eða fjárhags- legan styrk til þess að leggja í. Á seiftni árum hafa umhverfissjónarmið' ráðið meiru um gagnrýni á framkvæmdir. Auk þess hafa efasemdarraddir alltaf heyrst um að stórjðjan hafi greitt nægilega hátt verð fyrir orkuna til þess að orkuveritv-gæfu eðlilegan arð. 45

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.