Vísbending


Vísbending - 01.11.2002, Qupperneq 1

Vísbending - 01.11.2002, Qupperneq 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 1. nóvember 2002 44. tölublað 20. árgangur Umsnúningur í útflutningi Inýlegri skýrslu Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar kemur fram að alþjóðavöruútflutningur í heiminum dróst verulega saman á síðasta ári, eða um 4,3% að verðmæti (í Bandaríkja- dollurum). Þetta eru veruleg umskipti frá árinu 2000 þegar alþjóðavöruútflutn- ingurinn jókst um 12,7%fráárinu 1999. Það er líka fátt sem bendir til þess að útflutningur muni taka mikið við sér á þessu ári. Alþjóðlegur útflutningur Heildarvirði alþjóðavöruúlflutnings árið 2001 var um 6.155 ntilljarðar Bandaríkjadala en var 6.430 milljarðar árið 2000. Samdráttur í magni er þó minni eða um 1,5%. I upphafi ársins 2001 var því spáð að vöruútflutningurinn myndi aukast um 7% og á seinni hluta ársins var því spáð að aukningin yrði um 1% en m.a. vegna eftirskjálfta hryðjuverk- anna þann 11. september á síðasta ári dró mun hraðar en ætlað hafði verið úr verðmætum vöruútflutnings, eða um 4,3% (sjá43. tbl. 2001). Vöruútflutningur er um 80,6% af alþjóðaviðskiptum, þjónustuútflutningur er því um 19,6% af alþjóðaviðskiptum. Heildarvirði alþjóðaþjónustuútflutnings var um 1.460 milljarðar Bandaríkj adala á síðasta ári og dróst saman um 0,5% en þjónustu- viðskiptin jukust um6% frá 1999 til 2000. Það leikur því enginn vafi á að verulega hefur dregið úr umsvifum í heimshag- kerfinu. Verg heimsframleiðsla á síðasta ári jókst engu að síður urn 1,5% en það er athyglivert að heimsframleiðslan, þegar þjónusta og byggingarfram- kvæmdir eru undanskildar, dróst saman um 1%. Þessi heimsniðursveifla hefur því ekki einungis komið fram í verðmati á hlutabréfamörkuðum eins og sumir virðast halda fram. Samdráttur vöruútflutnings var mis- munandi eftir heimssvæðum, þannig var samdrátturinn um 15,8% í Japan og um 9,2% í Asru allri, 9,4% í Mið-Austur- löndum og 3,4% í Rómönsku-Ameríku. Samdráttur vöruútflutnings frá Norður- Ameríku nam um 6,3% á sama tíma og hann var 0,9% í Evrópusambandslönd- unurn. Þó að samdrátturinn hafi verið mismikill eftir heimssvæðum var hann næsta alþjóðlegur, undantekningarnar voru Mið- og Austur-Evrópulönd sem juku útflutning sinn um 11,5%, og Kína, sem jók hann um 6,8% á síðasta ári. Mynd 1. Vöruútflutningur eftir heimssvœðum 0 600 1200 1800 2400 3000 (í milljörðum Bandaríkjadala) Mynd 2. Þróun vöruútflutnings á Islandi og í heiminum, 1991-2001 Mynd 3. Þróun þjónustuútflutnings á Islandi og í heiminum, 1991-2001 Þegar fyrri hluti þessa árs er skoð- aður er fátt sem bendir til að mikill umsnúningurverði áþessu ári. Verðmæti alþjóðavöruviðskipta dróst saman um 4% á fyrri hluta ársins í samanburði við sama tíma árið 2001. Þó mátti merkja að vöruútflutningurinn væri eilítið að rétta úr kútnum á öðrum ársfjórðungi sem hefur gefið spámönnum Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar hugrekki til að spá því að umfang alþjóðavöruviðskipta muni aukast um 1 % á þessu ári og enn þá meira að verðmæti, að því gefnu að OECD-ríkin muni eitthvað hressast á seinni hluta ársins. Það verður þó að teljast töluverð bjartsýni. Islenskur útflutningur Það er athyglivert að skoða útflutning íslendinga í samanburði við alþjóð- legan útflutning. Vöruútflutningur Is- lendinga, reiknaður í Bandaríkjadollur- um, jókst um 3,6% á síðasta ári og þjón- ustuútflutningurinn jókst um 4% en samdráttur varð í alþjóðavöru- og þjón- ustuútflutningi eins og áður sagði. Þó skyggir nokkuð á þessa mynd þegar horft er yfir lengra tímabil en þá kemur fram að á sama tíma og alþjóðavöruút- flutningurinn jókst um 75% frá 1991 til 2001 jókst vöruútflutningur Islendinga um 28%. Þessi mismunur skapast af lítilli aukningu vöruútflutnings frá íslandi á fyrri hluta tíunda áratugarins, frá 1997 hefur íslenskur vöruútflutningur hins vegar aukist um 7,5% og haldið í við alþjóðavöruútflutninginn sem hefur aukist um 10,4%. Þjónustuútflutningur frá Islandi hefur hins vegar aukist mun hraðar en alþjóðaþjónustuútflutning- urinneðaum 117%frá 1991 ísamanburði við 77%. Aukningin umfrarn alþjóða- jrjónustuútflutning hefur nær öll orðið á síðustu fimm árum en frá 1997 hefur íslenskur þjónustuútflutningur aukist um 35% á meðan aukningin hefur verið urn 10% íheiminum. En þjónustuútflutn- ingur skapar nú um þriðjung gjaldeyris- tekna Islendinga. Það má því segja að íslensk útflutningsviðskipti hafi verið að taka við sér á síðustu misserum. Heimild: A Iþjóðaviðskiptastofmmin. 1 Alþjóðaviðskipti dróg- ust verulega saman á síðasta ári sem eru mikil umskipti l'rá árinu 2000. 2 Neytendur virðast eitt- hvað þunglyndir ef marka má væntingavísitölur Bandaríkjunum. ;,3 Bjami Bragi Jónsson fjallar um auðæfi hafsins í þriðju og síðustu grein sinni um auðæfi Islands. Hann bend- 4 ir m.a. á að nýta verði mark- aðs- og verðkerfið til að úthluta réttindum og jafna skilyrði atvinnugreina. 1

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.