Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 2

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 2
Megininntak jólasálmsins að þessu sinni er: „Jólin eru að taka öll völd“. Jólin eru um þetta leyti að hefja lokainnreið sína í hug og hjarta þjóðarinnar. Sum- ir sleikja út um af gleði en aðrir sitja þrútnir af spennu og trega í tilraun til að bjarga því sem bjargað verður fyr- ir hátíðarnar. Því nœr sem dregur jóladegi þeim mun kraftmeiri verður hringiða jólanna og fólk sogast inn í hana hvort sem því líkar betur eða verr. Fátt annað kemst að. Það er eins og öllum íbúum landsins hafi ver- ið bruggaður seiður og fyrir vikið álþast fólk um í annar- legu ÓLsta^idi, kauþandi mögulegar og ómögulegar gjafir, birgir sig upp af mat og Ijósum skreytir hús og limgerði. Þegar kemur að hápunktinum er svo matnum skóflað af diskunum, nokkrir sálmar gólaðir og pakkarnir rifnir upp með áfergju. Eitt andartak er eins og himinn og jörð sameinist í einni sœlusœng. Qleðin stendur hins vegar jaffian stutt og þegar hápunktinum er náð er eins og til- veran leggist á hliðina og hrjóti inn í draumalandið. Við taka hamrandi timburmenn í staðinn fyrir þrettán káta jólasveina. Með kreditkortið snyrtilega klippt í miðju er ekki laust við að sumir spyrji sig hvort öll þessi lœti hafi verið þess virði. Einhver strengir þess heit að aldrei skuli hann falla í þennan gleðipytt á ný. Að ári er aftur á móti skálað í sama seiðnum og gleðin teyguð af enn meiri grœðgi en áður. Þá hafa jólin tekið öll völd ... og þá er sko gaman. Jólasálmurinn og völd jólanna vísa einnig í megin- þema blaðsins að þessu sinni en það snýst um leiðtoga. Stór hluti blaðsins er helgaður umfjöllun um þá menn sem setið hafa við stjórnvölinn í landsmálunum síðast- liðin hundrað ár. Davíð Oddsson, Arni Vilhjálmsson og Halldór Laxness koma allir við sögu í blaðinu en óhœtt er að segja að fáir Islendingar hafi haft eins mikil áhrif hér á landi en þessir menn. Á sama tíma er þó einhver riddarabragur á þessum mönnum og mörgum þeim þjóðar- leiðtogum sem setið hafa í forsœti. Og að ýmsu leyti hafa þeir þurft að berjast við vitidmyllur eins og riddari rétt- lœtisins, þeir gáfust þó ekki upp þó að baráttan virtist á stundum vonlaus. Sigurinn fclst í þrautseigjunni og bjartsýninni. Ég óska lesendum Vísbendingar og öðrum landsmönn- um gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri. Jólaspjall........................................................................................2 Jólasálmur - Thor J...............................................................................4 í ólgusjó breytinga - Viðtal við Árna Vilhjálmsson..............................................6 I undralandi riddarans - Eyþór ívar Jónsson ....................................................^ 5 Vísbending ársins ...............................................................................^8 Hugmyndir Halldórs Kiljans Laxness um hagskipulag - Hannes Hólmsteinn Gissurarson...............20 Stórir draumar lítillar þjóðar - Viðtal við Davíð Oddsson, forsætisráðherra .....................24 Forsætisráðherrar í hundrað ár ..................................................................30 - Benedikt Jóhannesson, Sigurður Jóhannesson, Vilhjálmur Bjarnason. Eyþór Ivar Jónsson ritstýrði Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Netfang: visbending@heimur.is - Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans Umbrot og hönnun: Sigurjón Kristjánsson, sjonni@heimur.is heimur Ljósmyndir: Geir Ólafsson - Auglýsingar: Vilhjálmur Kjartansson, vilhjalmur@heimur.is Prentun: Gutenberg. Upplag: 5.000 eintök. - Forsíða er af Hannesi Hafstein. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.