Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 9

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 9
Það liggur ekld alltaf Ijóst fyrir, hvað vakir fyrir bankanum hverju sinni. Er hann einungis að veðja á verðhækkun bréf- anna til þess svo að selja þau á réttum tíma með góðum hagnaði? Er hann að safna í stóran skammt, sem hann ætlar svo að bjóða i einu lagi öðrum aðila, sem vill freista þess að komast til áhrifa i félaginu? s Ognanir og tækifæri Karfaveiðar á Reykjaneshrygg leiða hugann að sérstakri ógn, sem steðjar að íslenskum sjávarútvegi. Ógn sem enginn sá fyrir þótt ekki sé farið nema örfá ár aftur í tímann. Ég á við fiskvinnslu á vegum kínverskra fyrirtækja með næsta ótrúlegri hagkvæmni. Hluti af aflan- um, sem fæst á Reykjaneshrygg mun nú, eftir ýmsum leiðum, fara til vinnslu í Kína til þess svo að enda á markaði t.d. í Japan og Þýska- landi. Þessi ógn er ekki stundarfyrirbrigði. Hún hefur til frambúðar breytt rekstrarskilyrðum okkar til hins verra. Fyrstu viðbrögð okkar á mörkuðum hafa hlotið að vera lækkun verðs. En vissulega hefur það að undanfömu verið meginverkefni margra íslenskra fyrirtækja að leita leiða til að bregðast skynsamlega við hinum nýju aðstæðum, með aðgerðum á sviði markaðsmála, flutninga, vinnslu og meðferðar fisks í fiskiskipum. - Önnur atburðarás, sem menn sáu ekki glöggt fyrir, fýrir svo sem 10 ámm, er vöxtur fiskeldis. Eldi á laxi er mikilvæg stað- reynd. Þar eru engin tæknileg vandamál á ferðinni, að undanskildum vömum gegn sjúkdómum, bara offramboð. Samanlögð framleiðsla í strandeldi við Noreg og Chile, tveggja þeirra langstærstu, fer yfir 1 milljón tonna eftir örfá ár. Það er farið að framleiða rækju, leirgeddu og beitarfiski og fleiri tegundir í stómm stíl. Þetta er hagkvæm fram- leiðsla í ýmsum löndum og þessar tegundir em staðkvæmdarvömr við villtan fisk. Við hjá Granda emm komnir í slagtog með eldisfyrirtækj- um með stefnu á þorskeldi í þeirri trú, að þorskur, sá dýri og eftirsótti fiskur, geti hentað tiltölulega vel til eldis á okkai' breiddargráðu og við okkar aðstæður að öðm leyti. Hugsanlega geta aðrar tegundir, sem lifa í hlýrri sjó komið í staðinn fyrir þorskinn; það er alltaf sú áhætta. Það gæti með tímanum orðið dýrara að veiða fisk, að gefnu núgildandi verði á aflamarki og aflalilutdeild, heldur en að ala hann. Fiskeldið get- ur þannig smám saman skert auðlindarrentuna, sem erfitt hlýtur reynd- ar að vera að henda reiður á. Hér hjá okkur virðist vera takmarkað svigrúm til að sækja aukna hagsæld í sjávarútveginn. Fiskeldi getur stutt við veiðamar. Vegna samlegðaráhrifa á sviði vinnslu og markaðs- setningar mætti ætla að fiskeldi stæði nærri alhliða sjávarútvegsfyrir- tæki sem eðlilegt viðbótarverkefni. Aðdragandi að óðaverðbólgu s Aþessum tíma hillir undir lok valdatíma viðreisnarstjómarinnar. Margir fylltust mikilli bjartsýni á þessum ámm, losað var um ýmis höft á athafnafrelsi og gengi krónunnar skráð nær sanni. Stjóm- in háði harða baráttu við verðbólguöflin, með takmörkuðum árangri. Lögleiddar voru ýmsar merkar nýjungar, sem vörðuðu fjármagns- markað, eins og með stofnun Seðlabankans og heimild til útgáfu skattfrjálsra jöfnunarhlutabréfa árið 1962 og tveim ámm síðar var hafin útgáfa verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs, og nutu menn skattfrelsis af vöxtum eins og gilt hafði um bankainnstæður. Ráðist var í miklar framkvæmdir við gerð Búrfellsvirkjunar og smíði álvers. Það setti stórt strik í reikninginn fyrir viðreisnarstjómina, að á ámn- um 1967-68 varð þjóðarbúið fyrir gríðarlegum áföllum vegna hmns síldarstofnsins og verðfalls á mikilvægum sjávarafurðum, sem leiddi til þess að á einu ári þótti nauðsynlegt að hækka verð erlendra gjald- rniðla um nær 100%. Það urðu ákveðin þáttaskil árið 1971 þegar viðreisnarstjómin hrökklaðist frá völdum eftir ósigur í kosningum og ný stjóm tók við. Þá hófst tímabil óðaverðbólgu, sem stóð nær linnulaust til ársins 1990, þegar svonefnd þjóðarsátt varð til. Eitt af því fyrsta sem hin nýja „vinstri stjórrí1 gerði var að beita sér fyrir vemlegri hækkun al- mennra launa í landinu, um 20%. Vísitala neysluverðs hækkaði að meðaltali um rúmlega 33% á ári á ámnum 1971-91. Þegar verðbólga er til umljöllunar hefur mér stundum verið hugsað til ummæla, sem hagfræðingurinn J.A. Schumpeter hefur haft eftir Lenín. Hann á að hafa sagt, að ömggasta leiðin til að kollvarpa auðvaldsskipulaginu væri að grafa undan peningakerfinu. Það er svo ögn kaldhæðnislegt, að mönnum tókst að kveða niður verðbólguna um svipað leyti og fyr- irmyndarríki Leníns leið undir lok. Bankabiðraðir og verðlagseftirlit Meginhluta þessa tímabils óðaverðbólgu, eða allt fram undir miðjan 9. áratuginn vom bankar ófrjálsir að því leyti að Seðla- bankinn ákvað vexti og hann var undir styrku aðhaldi æðra stjóm- valds. Vöxtum var haldið lágum þannig að raunvextir vom neikvæðir. Það hafði í för með sér gríðarlega ásókn í lánsfjármagn og því fylgdi mjög ströng lánsíjárskömmtun. A þessum tíma vom margar biðstof- ur hér í bænum fullar af lánsumsækjendum. Margir forstjórar eyddu T Verdbólguárin 9

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.