Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 10

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 10
VISBENDING mikluin tíma í að ræða við bankastjóra. Og ekki vantaði bankana. Sérhver meiriháttar atvinnugrein hafði komið sér upp sínum við- skiptabanka, og reyndar líka sínum fjárfestingarlánasjóði. Það var passað upp á, að bankamir færu ekki sér og öðrum að voða í glóru- lausri samkeppni. Það þurfti samþykki viðskiptaráðherra til að mega opna útibú, lengst af máttu aðeins tveir bankanna versla með erlend- an gjaldeyri og við hlutabréf höfðu bankamir ekkert að gera. - Reynt var að halda gengi krónunnar þannig að sjávarútvegsfyrirtækin rétt skrimtu. Gengið var fast þar til því var breytt með meiriháttar aðgerð stjómvalda. Þá þurfti að fella gengið vegna þess að afkoma sjávarút- vegsfyrirtækja var þannig að ekki varð við unað. Þá var gengið fellt hæfilega, kannski aðeins meira en hæfði á líðandi stund, en þá var oft stutt í launahækkun svo að fljótlega sótti í sama farið aftur. Sjávar- útvegurinn átti aldrei að græða, það komu e.t.v. örfá góð ár en svo hvarf kúfurinn á ný. Þetta þótti eðlilegur hluti af kerfinu. Allur gjald- eyrir var skammtaður eftir ströngum reglum og menn komust ekki til útlanda án þess að sækja sérstaklega um gjaldeyri og urðu að lúta ákveðnu hámarki. Þar að auki var strangt verðlagseftirlit. Verðlags- eftirlitið fól í sér ýmis afskipti af hámarksálagningu, þar sem við átti, eða beint af vömverði. Kostað skyldi kapps um að halda vömverði niðri. Þetta gilti jafnt um kaffi sem bíómiða og flutningataxta skipa- félaganna. Má nærri geta, að þolendur þessara afskipta hafi neytt til- tækra úrræða til að bæta hlut sinn. Verðtryggingarhugsunin að urðu vissar breytingar árið 1979, tvær breytingar sem vöktu mismikla athygli. Báðar vom þó merkilegar. Önnur var sú að sett voru lög sem heimiluðu verðtryggingu fjárskuldbindinga, al- menn lög. Að hægt væri að tengja lán við ákveðna vísitölu verð- breytinga. Ekki var svo að skilja að verðtrygging hefði ekki þekkst áður. Hún hófst, eftir því sem ég best man, þegar farið var að gefa út spariskírteini með fullri verðtryggingu plús vöxtum. Mig minnir, að fyrstu flokkamir haft borið 4-5% vexti, að þeir hafi komist lægst í 3,5% , en hæst, þó um skamma hríð, allt upp í 9%. Eg er sann- færður um, að hvergi nokkurs staðar hafa verið í boði önnur eins kostakjör. Þetta var það sem sparifjáreigendur gátu hallað sér að á tímum þegar bankavöxtum var haldið niðri, útlánsvextir voru nei- kvæðir og innlánsvextir auðvitað enn neikvæðari. Margir héldu sér gangandi á fjárfestingum í spariskírteinum, þeir sem höfðu vit á að fara þannig með féð, og komust þannig hjá því að peningamir brynnu upp eins og gerðist hjá þeim sem geymdu þá í bönkunum. Nokkur ár liðu svo frá því að verðtryggingarhugsunin var lögleidd og þar til hún fór að hafa umtalsverð áhrif á vexti bankanna. Enn um sinn ríkti það viðhorf, og var mjög sterkt, að það yrði að halda vöxtum í skefjum af því að þeir væru svo mikilvægur kostnaðarlið- ur hjá fyrirtækjunum. Þá tíðkaðist að horfa á vexti sem kostnaðar- lið frekar en að sjá þá sem tæki til þess að halda aftur af eftirspurn eftir peningum. Ég man vel eftir þessu enda var ég í bankaráði Landsbankans á þessum tíma. Þetta var mjög ráðandi sjónarmið. Þó var þetta ekki viðhorf bankastjóranna sjálfra. Tregðu gætti í banka- kerfmu til þess að nýta þessar heimildir til fjártryggingar; það voru víst tæknilegir erfiðleikar á því að koma verðtryggingu, að hluta eða fullu, fyrir í inn- og útlánssamningum með skamman eða óákveð- inn gildistíma. Þess er einnig að geta að nokkur ár liðu þar til bank- arnir urðu sjálfum sér ráðandi um ákvörðun vaxta. Seðlabankinn hélt áfram að ákveða vextina. Mig minnir að það hafi verið árið 1983 að bankamir fengu fyrsta áfanga heimildar til þess að ákveða vexti sína sjálfir. Árið 1984 voru stigin mikilvæg skref í þá átt, að útlán bæru jákvæða raunvexti. Þá fara hjólin að snúast. Verðbólgan hélt þó sínu striki þar til þjóðarsáttin náðist árið 1990 eftir tvo ára- tugi gríðarlega mikillar verðbólgu. Breytt tekjuhugtak skattalaga Annað sem gerðist árið 1979 stendur mér nærri. Ég hef aldrei verið mikill baráttumaður fagurra hugsjóna en hafði þá lagt mitt af mörkum til aukins skilnings á því að einhveijar betrumbætur yrði að gera á tekjuskattlagningu fyrirtækja. Það gerðist síðan með löggjöf árið 1980 og gilti írá 1. janúar árið 1979. Farið var að heimila verð- bólgureikningsskil og þá varð um leið gjörbreyting á tekjuhugtaki skattalaga. Áður var litið fram hjá þeirri þýðingu, sem breyting á verðgildi krónunnar innan reikningsársins hafði við mælingu af- komu. I okkar tilviki var verðgildi krónunnar yfirleitt að rýma allt árið, með breytilegum hraða. Með breytingum á skattalögum var ákveðið, að tekjuskattstofninn skyldi verða raunvemlegur hagnaður. Áður gat fyrirtæki verið gert að greiða tekjuskatt af tekjum sem vom í rauninni neikvæðar, þ.e.a.s. af tapi! Mig langar til að taka dæmi til útskýringar á því, hvemig skattkerfið var fyrir breytinguna 1979, hvaða afleiðingar það hafði í för með sér fyrir atvinnulífið, og hvemig kerfinu var breytt. Ég hef notað skýr- ingardæmið áður í grein í tímaritinu Frelsið, 3. hefti 1983, en treysti mér ekki til að endurbæta það. Við skulum virða fyrir okkur fyrity tækið A, sem farið er af stað með í ársbyijun með vömbirgðir íyrir 10 milljónir króna. Þessi eign er algjörlega íjánuögnuð með eigin fé. Til ýtmstu einföldunar skulum við hugsa okkur að fyrirtækið stundi engan rekstur á árinu; það liggur með vömmar á lager fram undir árslok, en losar sig þá við þær. Segjum að það skili þeim aftur eða selji þær öðm fyrirtæki á sama viðskiptastigi. Á umræddu ári hækkaði verð allra gæða um 30%; það var 30% verðbólga. Rekstrarreikningur þessa fyrirtækis hefur þá komið þannig út að í tekjukafla em tekjur vegna seldra vara, 13 mkr. I gjaldkafla kemur upphaflegt kaupverð vömnnar, 10 mkr., en ekki t.d. endurkaupaverð hennar á söludegi, þ.e. 13 mkr. Engin önnur gjöld em í rekstrarreikningi þessa aðgerðarlitla fyrirtækis, svo að hagnaður í rekstrarreikningi er 3 mkr. Af þeirri Ijárhæð tekur hið opinbera sitt í skatt, segjum 50%, eða 1,5 mkr., svo að fyrirtækið á í árslok, eftir ffádrátt tekjuskatts, aðeins 11,5 mkr. í handbæm fé. Það hefði aftur á móti þurft að eiga 13 mkr. til þess að vera eins vel sett og þegar það var stofnað. Þama hefur raunvemlega átt sér stað eignaupp- taka undir því yfirskini að verið sé að leggja hóflegan skatt á fyrirtækið. Breytum nú forsendum dæmisins að einu leyti til þess að draga fjármagnsmarkaðinn og vaxtamálin inn í myndina. Gemm ráð fyrir að annað fyrirtæki, sem við skulum kalla B, hafi einvörðungu verið fjármagnað með lánsfé. Við skulum hafa vextina þannig að þeir séu til jafns við verðbólgustigið, eða 30% á ári. Það er fljótséð að rekstrar- reikningur þessa fyrirtækis kemur út á núlli. Á móti 13 ntkr. tekjum koma nú sem gjöld 10 mkr. í vömnotkun og 3 mkr. í vaxtagjöld. Og þar sem vaxtagjöld em frádráttarbær koma hreinar skattskyldar tekj- ur líka út á núlli. Þetta fyrirtæki er eins vel sett og það var í upphafi árs. Út frá þessu dæmi má draga ýmsar gagnlegar ályktanir. Af sam- anburði dæmanna um fyrirtækin A og B má ráða að fyrirtæki A veslast smám saman upp, nema tekið sé í taumana og það hætti rekstri. Það er enginn staður fyrir fyrirtæki sem er fjármagnað eins og A, en fyrirtæki B heldur hins vegar velli. Yfirburðir B hafa ekki verið til komnir fyrir tilverknað lánastofnana. B hefur ekki notið sér- stakrar ívilnunar í vaxtakjömm. Raunvextir em að vísu aðeins í núlli. Ef gert hefði verið ráð fyrir, að B hefði notið sams konar fríðinda og hér viðgengust, með því t.d. að greiða aðeins 20% í ársvexti og vaxtagjöldin þannig orðið aðeins 2 mkr., hefði fyrirtækið borið frá borði 0,5 mkr. í hagnað eftir frádrátt tekjuskatts. Á skattalegri með- ferð fyrirtækisins A varð frá og með árinu 1979 sú gjörbreyting, að inn í rekstrarreikning þess og skattframtal var komið fyrir sérstakri gjaldfærslu að fjárhæð 3 mkr. (30% af 10 mkr.), svokallaðri verð- breytingarfærslu, sem gerði að verkurn, að fyrirtækið stóð að lokum eins vel að vígi og B, ef ekki kom til ívilnunar í lánsfjárvöxtum. T 10

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.