Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 16

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 16
VISBENDING vonina um að komast heim aftur. Það heldur í honum lífinu hve þraut- seigur hann er, úrræðagóður og bjartsýnn. Krúsó er að mörgu leyti eins og frumkvöðullinn sem þarf að byggja upp fyrirtæki frá grunni. Stundum er sú reynsla eins og að þurfa að læra einföldustu hluti upp á nýtt og smáatriði fara að veíjast fyrir fólki. Snjallir frumkvöðlar læra fljótlega að þeir verða að haga seglum eftir vindi, að nýta sér þær aðstæður sem fyrir hendi em til þess að eiga möguleika á að lifa af. En lífsbaráttan á eyðieyjunni hef- ur líka boðskap fyrir stjómendur um að gefast ekki upp þó að aðstæð- ur virðist ómögulegar við fyrstu sýn. Með skipulagi og hugmynda- flugi er hægt að skapa sér líf við erfiðar aðstæður. Með öðrum augum Ferðir Gullivers eftir Jonathan Swift er ein af skemmtilegri og sniðugri bókum sem skrifaðar hafa verið. Sagan er ferðasaga Gullivers um furðulega heima. I landinu Lilliput er hann risi á meðal puttalinga. Með föðurlegri umhyggju skemmtir hann sér við að horfa á þá rífast um smáborgaraleg mál og fara í strfð út af ágreiningi um hvort bijóta eigi eggið í mjóa eða breiða endann. I landinu Brobdingnag er hann dvergur á meðal risa og neyðist til þess að skemmta öðrum til þess að halda lífi. Hinir hijúfu risar vekja skelfingu hjá honum en í þeirra aug- um er hann eins og gæludýr. Hann heimsækir Luggnagg þar sem fólk er með öllu eðlilegt að öðm leyti en því að það er ódauðlegt. I fyrstu hyggur hann að þessi eiginleiki hljóti að vera guðdómlegur þegar hægt er að safna fyrir visku aldanna. Hann kemst hins vegar fljótlega að því að þessi eiginleiki er bölvun frekar en blessun þegar fólk held- ur áfram að eldast og hrömar smám saman þangað til það missir vit- ið. Þá er friður dauðans betri en lífið. Á lokaferð sinni hittir Gulliver bráðskynsama hesta sem lifa í sátt og samlyndi við móður náttúm í Houyhnhnm-landi. Þeir búa í paradís en gallinn er sá að hestasvein- amir em hin mestu kvikindi og smám saman sér Gulliver að þeir em í raun menn eins og hann sjálfur. Þetta verður til þess að hann missir allt álit á mannkyninu en verður að yfirgefa paradís og snúa til mann- heims þar sem hann verður jafnutangátta og annars staðar vegna þess að hann dregur rangar ályktanir af ferðum sínum. Það sem gerir Gulliver skemmtilegan er að með því að breyta sjón- arhominu, breyta aðstæðum, kemur fram allt önnur mynd af vem- leikanum og fólk hlær en áttar sig ekki á að það er að hlæja að sjálfu sér. Eins er þetta oft í fyrirtækjarekstri, með því að skoða reksturinn og markaðsaðstæður með öðmm augum en áður er líklegt að ýmis- legt geti komið á óvart, vandamálin verða hjákátleg og „sannleikur- inn“ öfugsnúinn. Margar af allra bestu viðskiptahugmyndum sem komið hafa fram hafa einmitt komið til vegna þess að málum hefur einfaldlega verið snúið á hvolf eða á rönguna. Það leikur h'till vafi á að slík skoðun getur opnað nýjar gáttir í rekstrinum. Sjálfstætt fólk Það er eiginlega ekki hægt að fara þessa ferð um heimsbókmenntim- ar án þess að stöðva eitt andartak við nóbelsskáldið Halldór Laxness. Sjálfstœtt fólk kemur upp í hugann þó að það sé ef til vill óðs manns æði að reyna að túlka bækur Halldórs á skjá og skjön við þær túlkan- ir sem hafa fest sig í sessi á meðal þjóðarinnar. I Sjálfstæðu fólki reynir Bjartur að byggja sér konungsríki í Sumarhúsum. Draumur hans um að verða sjálfs síns herra reynist ekki farsæll. Það sem gerir Bjart áhugaverðan er að hann er svo íslenskur að það bergmálar í fjöllunum. Þijóskan, að gera sér upp leit að týndri kind í ofsaveðri í reiði sinni er dæmigerð. Það er þessi þijóska, ofunnannleg harka og þrautseigja sem heldur honum gangandi en verður til þess, ásamt bamslegri einfeldni, að hann missir alla þá sem hann elskaði og allt sem hann þráði. Islendingar em yfir höfuð mikil hörkutól og hafa borið þungar klyfjar allt frá örófi alda enda ekki fyrir neina meðalmenn að byggja þetta land. Lífsbaráttan hefur byggst á þrjósku, að gefast ekki upp þótt á móti blási. En þessi þijóska hefur leitt marga í ógöngur þegar menn þykjast kunna meira en þeir geta og geta meira en þeir skilja. Þetta hefur oft leitt til vandamála í íslenskum fyrirtækjarekstri. Það em ekki óvættir kapítalíska kerfisins sem munu drepa hið sjálfstæða fólk heldur mannlegur breyskleiki. Baráttan við vindmyllumar Að vissu leyti em allar fyrrgreindar söguhetjur hinna klassísku bók- mennta riddarar en þó er enginn meiri riddari en Don Quixote. Og af öllum fáranlegum ævintýmm og bardögum er enginn fáránlegri en bardagi Quixote. Baráttan við vindmyllumar er sennilega frægasti þátturinn úr ævintýri riddarans og lýsir kannski best þeim óvinnandi bardaga sem hann heyr. Engu að síður er eitthvað aðdáunarvert við vonlausa baráttu riddarans við hina ímynduðu risa. Eitthvað sem seg- ir að hann eigi ekki endilega að gefast upp þó að hann virðist dæmd- ur til þess að tapa. Fólk út um allan heim hefur einmitt túlkað þenn- an þátt, og nýtt sem innblástur, þannig að það sé ekki vonlaust að taka upp vonlausan málstað, það sé baráttan sem skipti máli. Hugsanlega getur þó baráttan verið blekkingin ein og vindmyllumar verða aldrei illvígir risar en það getur verið, eins og Quixote uppgötvar þegar hann hefur afneitað riddaramennskunni, að blekkingin sé göfugri en raun- vemleikinn. ❖ SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU - Hornsteinn í héraði 16

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.