Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 22

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 22
VISBENDING nauðsynjarinnar inn í ríki frelsisins. En hætt er við, eins og reynslan af frönsku stjómarbyltingunni hafði sýnt hálfri annarri öld áður, að þeir komi niður á öðrum stað en þeir ætluðu sér. Þjóðlífið sem eitt heimili Hvað á að gera eftir byltinguna? Ein helsta hugs- unarvillan í Alþýðubókinni er, að reka megi þjóðlífið allt eins og heimili. Það þurfi aðeins upplýstan heimilisföður í mynd flokksins. (Raunar er stundum eins og Halldór hugsi sér, að reka megi þjóðlífið eins og klaustur: Það þurfi aðeins góðan ábóta.) En heimili og mannlegt samlíf eru sitt hvað. Á venjulegu heimili er fólk bundið blóðböndum, og hver hefur sitt hlutverk, sem ræðst af stöðu hans eða hennar frá fæðingu, faðir, móðir, böm, afi og amma. í mannlegu samlífi hittast hins vegar fyrir einstaklingar, sem þekkjast sjaldnast og hafa ekki nauðsynlega samúð hver með öðmm. Þeir keppa að ólflcum markmiðum, sem geta oft rekist á. Á heimili og í fámennum hópi getur náungakærleikurinn vissulega verið leið- arljósið, enda em menn þar náungar hver annars. En í flóknu, tjöl- mennu samlífi, þar sem menn þekkjast ekki, verður matarástin að tengja þá saman frekar en náungakærleikur. Söknuður eftir samhug Stjómmálaskoðun Halldórs, sósíalismi hans eða félagshyggja, fól í sér söknuð eftir þeim samhug, sem hann taldi hafa verið í fámenn- um hópum og getur raunar myndast með íjölmennum þjóðum, þeg- ar skyndileg hætta steðjar að, til dæmis í stríði eða náttúmhamför- um. En venjulega er hver að sinna sínu. Þversögnin í viðhorfum Halldórs er einmitt, að hann taldi sig nútímamann, vildi bæta húsa- kost og tannhirðu, en saknaði um leið hugmynda um samstöðu og samhug, sem áttu ekki heima í nútímanum, heldur í eldru og fá- mennara skipulagi. Stórstígar framfarir Halldór talaði í Alþýðubókinni eins og óþolinmóður, ungur maður. Fyrirmyndarríkið væri skammt undan, aðeins þyrfti að stökkva þangað. En hann einblíndi á það, sem miður fór á íslandi, og horfði fram hjá hinum stórstígu framfömm. Smám saman höfðu Iífskjör al- mennings batnað, þótt íslendingar væm fyrsta aldarfjórðung tuttug- ustu aldar vissulega aðeins hálfdrættingar á við Dani. Það var ekki fyrr en upp úr 1940, sem lífskjör hér urðu sambærileg við það, sem gerðist þar. En framfarimar blöstu við. Húsakostur batnaði til dæm- is stórlega. Árið 1918 var sögulegt vegna þess, að þá bjó í fyrsta skipti minna en helmingur þjóðarinnar í torfbæjum. Auðvitað var enn talsverð fátækt á íslandi árið 1928, þegar Halldór samdi Alþýðu- bókina úti í Kalifomíu, en hún var ekki sambærileg við hina miklu neyð, sem rekið hafði fólk til Vesturheims síðustu áratugi nítjándu aldar eða beint í hungurdauðann aldimar á undan. Tveir feður Halldór var trúlofaður Ingibjörgu Einarsdóttur, þegar hann sneri aft- ur til Islands, og gekk að eiga hana 1. maí 1930. Það er umhugsun- arefni, að einhver skýmstu dæmin um framfarirnar á Islandi em frá feðrum þeirra Halldórs og Ingu, eins og hún var jafnan kölluð. Faðir Halldórs, Guðjón Helgason, var frá borgfirsku sveitaheimili, sem hafði verið leyst upp sak- ir fátæktar. Hann var í raun niðursetningur. En með dugnaði og íyrirhyggju tókst hon- um að flytjast til Reykjavíkur og nýta sér þau tækifæri, sem í boði vom, gerast vegavinnu- maður og síðar verkstjóri, eignast eigið hús og gerast gildur bóndi og forystumaður í sinni sveit. Faðir Ingu, Einar Amórsson, var bláfátækur bóndasonur úr Grímsnesinu, en gáfaður og vinnusamur og naut þess, þeg- ar hann braust úr fátækt til bjargálna, varð lærður maður, ráðherra og prófessor. Það gekk ekki öllum eins vel í lífinu og þess- um tveimur mönnum, en flestum miðaði þó vel fram á við. Bændaveldi fyrri alda í beinu framhaldi má spyrja, hvort sú mynd, sem Halldór dregur upp af íslenskum sjávarþorpum í Sölku Völku, sé rétt og sönn. Hafa verður í huga, að sjávarþorpin íslensku urðu ekki til fyrr en á nítj- ándu öld, þegar losnaði um þær hömlur, sem stórbændur höfðu sett á vinnufólk. Frá því á fimmtándu öld hafði útlendingum verið bönn- uð veturseta á íslandi til þess að koma í veg fyrir, að hér gætu mynd- ast sjávarþorp með verslun og útgerð. Landbúnaður var öldum sam- an eini lögleyfði atvinnuvegurinn, svo að heitið gæti. Menn, sem ekki gátu eignast jarðir, urðu að gerast vinnumenn hjá öðrum, og þeim var með lögum torveldað að auka kyn sitt. Raunar urðu þeir margir hungri eða drepsóttum að bráð. En þegar sjávarþorpin komu til sögu í óþökk stórbændastéttarinnar, átti fátækt fólk skyndilega fleiri kosta völ en að gerast vinnuhjú, deyja úr hungri eða flýja til Vesturheims. Það gat selt vinnu sína í slíkum þorpum og jafnvel eignast eitthvað sjálft, eins og dæmi sanna. Athafnamenn fjölguðu tækifærum Athafnamenn, sem stofnuðu fyrirtæki í sjávarþorpunum, sköpuðu vinnu og fjölguðu tækifærum snauðra manna, til dæmis Pétur Thor- steinsson á Bíldudal og Ásgeir Ásgeirsson á Isafirði að ógleymdum Guðmundi Bergsteinssyni í Flatey, Einari Einarssyni í Grindavík og Pétri Oddssyni í Bolungarvík. Því má halda fram með nokkrum rök- um, að skáldbróðir Halldórs, Jón Trausti, hafi haft dýpri skilning á hlutverki íslenskra sjávarþoipa í bókum sínum um Höllu á heiðar- býlinu. Jón lýsir því í lok Heiðarbýlisins, hvemig frelsi Höllu minnkaði við að hörfa lengra upp til fjalla, en jókst aftur, þegar hún settist að í sjávarþorpinu. Sjávarþorpin skref fram á við Halldór lýsir skipulaginu á Óseyri við Axlartjörð eins og lénsveldi Bogesens, þar sem allt hafi verið í föstum skorðum, en það hafi síð- an orðið nútímanum að bráð. Það er nær sanni, að sjávarþorpin ís- lensku hafi verið stórt skref fram á við. Fólk gat flust þangað af sveitabæjum, farið á milli þorpa og komist suður, ef það vildi, eins og margir og raunar langflestir Islendingar gerðu. Stofnun kaupfé- laganna, sem segir frá í Sölku Völku (þar sem Jónas Jónsson frá Hriflu kemur fram sem Kristófer Torfdal) var frekar skref aftur á bak, úr skipulagi verkaskiptingar og viðskipta í kerfi, þar sem bænd- ur vom um leið kaupmenn. Reyndin varð sú, að bændumir áttu ekki kaupfélögin, heldur voru það kaupfélögin, sem áttu bændurna. ♦$♦ 22

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.