Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 37

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 37
Þeir eru alltaf að tuggast á því, að ég sé enginn skörungur. En hvenœr hef ég sagst vera skörungur og hvað œtla þeir með skörung að gera? Jón Magnússon Asyeiv Asgeirsson (1932-1934) Það er sjaldnast hægt að segja fyrir um framtíð manna þegar skólagöngu þeirra lýkur. Þegar Ásgeir Ásgeirsson lauk guð- fræðiprófi með mjög hárri einkunn, reiknuðu flestir með að hann ætti glæstan frama í vændum innan kirkjunnar. Að prófi loknu hlaut hann kandídatsstyrk frá Háskólanum til utanfarar. Ásgeir varð sfðar tengdasonur biskups og glæsimenni var hann, og annað- hvort eitt og sér dugir oft til frama. Vegna aldurs gat Ásgeir ekki tekið prestsvígslu. Eftir íhlaupavinnu, sem biskupsritari og bankaritari, gerðist Ásgeir kennari við Kennaraskólann og síðar fræðslumálastjóri. Stjómmálaferill Ásgeirs virðist hafa hafist fyrir tilviljun. Samvinnu- og félagsmálamenn í Vestur Isaíjarðarsýslu veltu vöngum yfir því hver ætti að etja kappi við frambjóðanda Spam- aðarbandalagsins, sem í raun var Ihaldsflokkur- inn og buðu fram Ásgeir. Hann vann yfirburðasigur í kosningunum. í tæp 30 ár var Vestur- ísaijarðarsýsla konungdæmi Ásgeirs, hvort heldur hann fór fram íyrir Framsóknarflokk, utan- flokka eða Alþýðuflokk. Haft var á orði að stuðningsmenn hans myndu fylgja honum „allan hringinn" til baka til Framsóknar! Ásgeir Ásgeirsson verður forsætisráðherra í samsteypustjóm Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins árið 1932 eftir að hafa verið fjármálaráðherra í stjóm Tryggva sem baðst lausnar. Markmið stjómarinnar var að þreyja þomann og góuna í kreppunni, að korna í gegn fjárlagafrumvarpi og fjáröflunarfmmvörpum. Jafnframt voru samþykktar breytingar á kjördæmaskipan. Nokkurt umrót varð ári síðar innan Framsóknaiflokksins þegar Tryggvi Þórhallsson gekk úr flokknum og stofnaði Bændaflokkinn, Ásgeir baðst lausnar en var þó forsætisráðherra fram til ársins 1934. Hann sagði sig úr Framsóknarflokknum fyrir kosning- amar árið 1934 en fékk kosningu utan flokka. Ásgeir Ásgeirsson var í raun undarlega saman settur stjómmálamaður, guðfræðingur og bankastjóri, maður að alþýðu skapi, höfðingi og heimsborgari. Stjama Ásgeirs átti líka eftir að rísa enn hærra. Þegar ljóst þótti að Sveinn Bjömsson færi ekki í forsetaframboð þriðja sinni, þá var farið að bollaleggja um frambjóðendur. Svo fór að Sveinn Bjömsson forseti féll frá áður en kjörtímabili lauk. Nafn Ásgeirs bai' snemma á góma og hann sigraði frambjóð- anda stjómarflokkanna í tvísýnunr forsetakosningum árið 1952. Hann gegndi embætti for- seta í 16 ár. Þessir 52 menn sem hér sitja eiga að skammta öllum þegnum og öllum stéttum þessa þjóðfélags. Þetta er ekki hœgt - ekki framkvœmanlegt. Hermann Jónasson Hevmann Jónasson (1934-1942 og 1956-1958) s Iþingkosningunum vorið 1934 gerðust þau tíðindi að Hermann Jónasson glímukóngur og lögreglustjóri í Reykja- vík felldi Tryggva Þórhallsson fyrrver- andi forsætisráðherra í Strandasýslu. Tryggvi hafði þá fyrir skömmu yfirgefið Framsóknarflokkinn og bauð sig fram fyrir Bændaflokkinn, en Hermann var framsóknarmaður. Skömmu síðar var Hermann svo orðinn forsætisráðherra, aðeins 37 ára. Alþýðuflokkurinn, sam- starfsflokkurinn í „stjórn hinna vinnandi stétta“ sætti sig ekki við að formaður Framsóknarflokksins, Jónas frá Hriflu, stýrði stjórninni og var þá annar af nán- ustu stuðningsmönnum hans tilnefndur (hinn var Eysteinn Jónsson, sem varð einnig ráðherra, aðeins 27 ára). Hermann var samfellt forsætisráðherra til 1942. Til 1938 var hann í samstjórn með Alþýðu- flokknum, síðan í minnihlutastjórn fram- sóknarmanna til 1939 þegar við tók þjóðstjórn rneð Sjálfstæðisflokki og Al- þýðuflokki. Hermann tók við völdum þegar kreppan stóð sem hæst, en á þeim tíma jukust mjög ríkisafskipti af viðskiptum víða um heim. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar var að skipa eina valdamestu nefnd, sem þekkst hafði til þessa, Skipulagsnefnd atvinnuvega. Hún skyldi „framkvæma rannsókn á fjár- mátum ríkisins og öllum atvinnumálum þjóðarinnar og gera tillögur og áætlanir um fast skipulag á öllum þjóðarbúskapnum, svo að fyrirtæki öll og atvinnurekstur hvers konar verði sem hagkvæmast rekinn og með hagsmuni almennings fyrir augum.“ Lög sem samþykkt voru í ársbyrjun 1935 gerðu ríkisstjóminni kleift að hlutast til um T 37

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.