Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 40

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 40
VÍSBENDING Minnihlutastjórn Ólafs Thors sem sat að völdum í fjóra mánuði frá því desember 1949 fram í mars það ár fór frá völdum eftir að samþykkt hafði verið vantraust á stjórnina í sameinuðu Alþingi. Flutningsmenn vantraustillögunnar voru Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson. I raun hafði stjórnarkreppa staðið frá kosningum því stjórn Ólafs hafði ekki stuðst við þingmeirihluta. Ólafur Thors lýsir ástandinu eitthvað á þessa leið: „Hermann Jónasson hefur til- kynnt herra forseta, að hann geti ekki myndað meirihlutastjórn og að enginn annar geti það. Þar af leiðandi liggur fyrir tilkynning um, að Framsóknarflokkurinn ætli ekki að vinna með Sjálfstæðisflokkn- um í meirihlutastjórn. Alþýðuflokkurinn er svo „ábyrgur" að hann vill ekki í neinni stjórn vera. Og með kommúnistum viljum við ekki vera. Af þessu leiðir, að það er öngþveiti framundan.“ Ólafur Thors var mikið í mun að mynda þingræðisstjórn og þegar hann hefur upplýsingar um að forset- inn, Sveinn Björnsson, hafi í huga að mynda utanþingstjórn á hann að hafa sagt við forseta: „Heldur þú að það sé hlutverk þitt sem forseta að koma í veg fyrir að hér á landi sé þingræði og þingræðisstjórnir." Forseti fór þess á leit við Vilhjálm Þór, for- stjóra SÍS og fyrrverandi utanríkisráð- herra, að hann myndaði utanþingstjórn. Um þetta sagði Ólafur: „Vilhjálmur Þór átti að koma til að leysa stjórnarkreppu en þá sjálfur orðinn stjórnarkreppan." A laugardegi var Vilhjálmur tilbúinn til að mynda utanþingstjórn en á sunnudags- kvöldi, eftir þjark og sprengingar í samn- ingum, var mynduð þingræðisstjórn. Hvorki Ólafur né Hermann urðu for- sætisráðherra heldur Steingrímur Stein- þórsson, forseti sameinaðs Alþingis. Steinrímur varð í raun forsætisráðherra fyrir guðglettni örlaganna. Hann hafði aðeins gegnt embætti þingforseta í þrjá mánuði og verður að teljast óvæntasti forsætisráðherra lýðveldistímans. Stein- grímur Steinþórsson var búfræðingur að mennt. Hann hafði verið kennari á Hvanneyri og skólastjóri á Hólum áður en hann varð búnaðarmálastjóri. Hlutskipti stjórnarinnar varð svipað og annarra stjórna í 20 - 30 ár að berjast við gjaldeyrisskort, vöruskort og lokun mark- aða eftir útfærslu landhelginnar 1952 en útfærslan verður að teljast merkasta stjórnarframkvæmd ríkisstjórnar Steingríms Steinþórssonar, en stjórnin og Steingrímur féllu fljótt í gleymskunnar dá. ♦♦♦ Steingvímuv Steinþórsson (1950-1953) Við vitum of mikið um uþpruna hommúnismans til að við getum trúað á hann sem guðdómlega opinberun, jafnvel þó að frumhöfundur hans hafi verið fjölfróður síðsheggur af œtt spámannanna. Bjarni Benediktsson Emil Jónsson (1958-1959) Ríkisstjóm Hermanns Jónassonar baðst lausnar árið 1958 þar sem ekki náðist samstaða um að draga úr háskalegri verðbólguþróun. Erfiðlega gekk þó að mynda nýja stjóm. Flokkamir sem ætluðu að ná hreinum þingmeirihluta vegna úreltrar kjördæmaskipunar, Al- þýðuflokkur og Framsóknarflokkur, höfðu ekki þingstyrk til að stjóma saman og Alþýðu- bandalagið með forseta ASÍ í forystu vildi ekki taka á efnahagsvanda sem hafði verið prjón- aður í 30 ár. Sjálfstæðisflokkur var til í ýmislegt en vantaði styrkinn. Niðurstaðan varð sú að Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokksins, leiddi minnihlutastjóm sem hafði meirihluta í sam- einuðu þingi til að koma í gegn fjárlögum og stjómarskrárbreytingum en aðeins meirihluta í annarri þingdeildinni. Samið var um breytingar á kjördæmaskipan, mál sem Alþýðuflokkur- inn hafði dregið lappimar í síðustu árin á undan. Kjördæmabreytingin varð til að landinu var skipt upp í fá stór kjördæmi með hlutfallskosningu og uppbótarþingmönnum til að jafna fjölda atkvæða að baki þingmanna í þingflokkum. Þessi minnihlutastjórn var því undanfari Við- reisnarstjórnarinnar en þar var Emil Jónsson sjávarútvegsráðherra og síðar utanríkisráðherra. Emil varð yngstur Islendinga stúdent á síðustu öld, aðeins 16 ára gamall, og verkfræði- prófi lauk hann 22 ára gamall. Hann varð forystumaður krata í Hafnarfirði fljótlega eftir heimkomuna, bæjarstjóri og þingmaður. Hann var ráðherra í 6 ríkisstjómum í 18 ár. Hann atti kappi við sjálfstæðismenn og var til skiptis þingmaður Hafnarfjarðar eða landskjörinn þing- maður eftir að hafa fallið fyrir sjálfstæðismanni. í síðustu kosningum f gamla kjördæmakerf- inu féll hann sem sitjandi forsætisráðherra fyrir ungum lögfræðingi. Matthíasi Á Matthiesen. Við þetta tækifæri sagði Jón á Akri: „Furðulegar kosninganiðurstöður, forseti Alþingis fellur fyrir fífli úr Húnavatnssýslu og forsætisráðherra fellur fyrir strák frá Hafnarfirði“. «J* 40 Forsætisráðherrar í hundrað ár

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.