Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 43

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 43
Geir Hallgrímsson hefur kannski ver- ið sá stjómmálamaður sem best fylgdi formúlu um verðandi forsætisráðherra. Hann var formaður Stúdentaráðs, Heimdallar og Sambands ungra sjálf- stæðismanna en í síðastnefndu samtökun- um bar hann sigurorð af Sverri Her- mannssyni. Geir var kosinn í borgarstjórn tæplega þrítugur árið 1954 og fimm árum síðar varð hann borgarstjóri, fyrst með Auði Auðuns í eitt ár en svo einn í nær þrettán ár. Bjarni Benediktsson mun hafa stungið upp á því að Geir yrði varaformaður árið 1965 þegar Gunnar Thoroddsen hætti af- skiptum af stjórnmálum og varð sendi- herra í Danmörku. Bjarni sá í Geir fram- tíðarforingja en þingflokkurinn taldi ótækt að maður utan þings yrði fyrir val- inu og Jóhann Hafstein var kosinn. Við fráfall Bjarna árið 1970 kom Geir inn á þing, en hann hafði þá nýlega unnið sigur í borgarstjórnarkosn- ingum. Hann taldi þó ekki við hæfi að hann færi í ríkisstjóm þó hann hefði ugglaust haft til þess mikið fylgi. Það sást best á próf- kjör til þings þá um haustið, en Geir fékk þá flest atkvæði og skaul á bak við sig bæði Jóhanni og Gunnari Thoroddsen. Árið eftir buðu Gunnar og Geir sig báðir fram til varaformanns í Sjálf- stæðisflokknum og Geir var kosinn með rúmlega 53% atkvæða. Lítill kærleikur var á milli Gunnars og Geirs. Jóhann Hafstein var lélegur til heilsu og árið 1973 lét hann af störfum formanns Sjálfstæðisflokks og Geir tók við með Magn- ús Jónsson frá Mel sem varaformann. Árið 1974 unnu sjálfstæð- ismenn mikinn sigur í kosningum, bæði til sveitarstjórna og síð- ar til þings. Vinstri stjórnin var sundurþykk og verðbólga fór á flug í hennar tíð. Sjálfstæðismenn unnu einhvern sinn mesta sig- ur og fengu 42,5% atvæða til þings og 25 þingmenn af 60. Geir varð forsætisráðherra í stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks. Eitt af verkum hennar var að færa landhelgina út í 200 mílur og eftir heiftarlegt þorskastríð við Breta vannst sigur með sam- komulagi vorið 1976. Mikið hafði gengið á og meðal annars sleit Island stjórnmálasamband við Breta áður sama ár. Þessar deilur reyndu einnig mikið á almennt samband fsland við Vesturlönd, en margir litu svo á að varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefði átt að verja landið þegar Bretar sendu herskip til þess að verja skip sín fyrir landhelgisgæslunni. Verðbólgan hafði verið í um 40% fyrstu ár stjórnarinnar en hafði lækkað í 27% vorið 1977. Þá voru gerðir margfrægir sólstöðusamningar við verkalýðshreyfinguna um mikla hækkun launa og vísitölubindingu. I kjölfarið fór verð- bólgan á fulla ferð á ný og vorið 1978 ákvað ríkisstjórnin að skerða gerða samninga með lögum. Þetta fór illa í almenning og mikil mótmæli voru gegn þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Andrúmsloft í þjóðfélaginu var á margan hátt einkennilegt. Al- varleg sakamál leiddu til ásakana á hendur framsóknarmönnum, einkum Ólafi Jóhannessyni, dóntsmálaráðherra. Auk þess voru mistök við uppbyggingu Kröfluvirkjunar tilefni til árása á ríkis- stjórnina, einkum Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, og Jón G. Sólnes, sem var þingmaður og formaður Kröflunefndar. Margir töldu að Geir hefði átt að rjúfa þing haustið 1977 þegar sýnt var að stefndi í óðaverðbólgu, en hann vildi bíða kjördags sumarið 1978. Það reyndist honum dýrkeypt því að þá um vorið misstu sjálfstæðismenn í fyrsta sinn meiri- hluta í Reykjavík. Geir varð einnig fyrir andstöðu innan flokksins og í prófkjöri tapaði hann fyrsta sætinu til Alberts Guð- mundssonar, sem lék einskonar stjórnar- andstæðing innan Hokksins. Samstarfið við Framsókn var erfitt og alls ekki vin- sælt en flokkarnir höfðu eldað saman grátt silfur um áratugi. Sumarið 1978 töpuðu stjórnarflokkarnir 10 þingsætum, héldu að vísu meirihluta en við blasti að Alþýðu- bandalag og þó einkum Alþýðuflokkur voru sigurvegarar kosninganna. Skýringu á sigri Alþýðuflokks mátti einkurn rekja til mikilla vinsælda Vilmundar Gylfasonar, sem þá var í fyrsta sinn kosinn á þing. Átökin í Sjálfstæðisflokknum tóku sinn toll. Geir fékk tvfvegis mótframboð til for- manns í flokknum en vann bæði Albert Guðmundsson og Pálma Jónsson frá Akri með miklum yfirburðum. I prófkjöri haustið 1982 varð hann þó fyrir miklu áfalli þegar hann lenti í 7. sæti og vorið 1983 náði hann ekki kjöri sern þingmaður. Flokk- urinn vann þó á og var að kosningum loknum sæmilega samein- aður. Eftir stjórnarmyndunartilraun Geirs fór svo að þingflokkur- inn vildi heldur sex ráðherrasæti og forystu Steingríms Her- mannssonar en fimm stóla og forystu Geirs. Flokkurinn fékk þó flest aðal ráðherrasætin og Geir varð utanríkisráðherra. Haustið þá á eftir hætti hann formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Geir hefur örugglega verið vanmetinn sem stjórnmálamaður. Hann var ekki mælskur, reyndar fremur stirt um mál, en hann var mjög vel ritfær og rökfastur. Hann hafði sett sig vel inn í efna- hagsmál ólíkt mörgum fyrirrennurum sínum í stól forsætisráð- herra, en Geir var lögfræðingur að mennt eins og margir forsæt- isráðherrar, fyrr og síðar. Sú staðreynd að Geir var ekki slóttugur maður og andstaða innan flokksins urðu til þess að ferill hans varð ekki eins glæstur og allt leit út fyrir í upphafi. Hann skilaði þó flokknum sameinuðum, með meira fylgi en hann hafði fengið í flestum kosningum áratugina þar á undan og með meirihluta í Reykjavík. Geir lét af störfum ráðherra snemma árs 1986 og varð seðlabankastjóri síðar sama ár. Því starfi gegndi hann til dauða- dags. «$♦ Allir kannast við söguna um keisarann sem spilaði á fiðlu meðan borgin brann. Nú brenna fjármunir einstaklinga, heimila og fyrir- tcekja upp í báli verðbólgunnar meðan stjórnvöld láta sér fátt um finnast. Qeir Hallgrírmson Geir Hallpfrímsson (1974-1978) T 43

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.