Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 44

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 44
VISBENDING Benedikt Gvöndal (1979-1980) Alþýðuflokkurinn vann sinn stærsta kosningasigur í Aiþingskosning- um 1978. Sá sigur varð þeim erfiður. Ungur og óreyndur þingflokkur með mikla hugsjónamenn þar sem fremstur fór Vilmundur Gylfason. Að öllu eðli- legu hefði Alþýðuflokkurinn átt að hafa stjórnarforystu eftir þær kosningar. Eft- ir að forseti hafði falið formönnum alira stjórnmáiaflokka stjórnarmyndun urðu lyktir þær að formaður þess flokks sem mestu hafði tapað í kosningunum, Olafur Jóhannesson, forntaður Fram- sóknarflokksins, myndaði ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn var lítið kærleiksheimili og daginn fyrir þingsetningu ári síðar sleit Alþýðuflokkurinn stjórnarsam- starfinu. Eftir stuttar samningaviðræður ákvað þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að styðja minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins undir forystu Benedikts Gröndal. Var það gert án annarra skil- yrða en þeirra að efnt skyldi til kosn- inga 2. og 3. desember 1979. í þeim kosningum tapaði Alþýðuflokkurinn töluverðu fylgi og úrslit voru á engan hátt afgerandi. Benedikt Gröndal, sem hafði verið formaður þegar flokkurinn vann sinn mesta sigur, naut þess aðeins með því að vera forsætisráðherra í fjóra mánuði og utanríkisráðherra í 14 mánuði. Hann hafði lært til þingmennsku í Harvard- háskóla og voru utanríkismál honum mjög hugleikin. Enda fór það svo að hann kaus að taka við embætti sendi- herra í Svíþjóð og síðar hjá Sameinuðu þjóðunum í stað þess að sitja í stjórnar- andstöðu. ♦$♦ Ikosningum í desember árið 1979 bættu sjálfstæðismenn aðeins við sig einu þing- sæti og var um kennt slöku slagorði: Leiftur- sókn gegn verðbólgu, sem Þjóðviljinn sneri þegar í stað upp á Leiftursókn gegn lífskjör- um. Geir Hallgrímsson reyndi að mynda þjóðstjóm með þátttöku allra flokka en ekki náðist sameiginlegur gmndvöllur. í lokjanú- ar 1980 fréttist að elsti maðurinn á þingi, Gunnar Thoroddsen varafomtaður Sjálf- stæðisflokksins, ætlaði að mynda stjóm með framsóknarmönnum og Alþýðubandalagi. Opinberar stjómarmyndunarviðræður Geirs höfðu staðið á annan mánuð en þær virtust lítið annað en kák. Gunnar var ekki óreynd- ur á þessu sviði, því að Olafur Thors bað hann að reyna að ntynda stjóm eftir fall Ný- sköpunarstjómarinnar árið 1946.1 þetta sinn tókst ætlunarverkið og Gunnar varð forsæt- isráðherra á sjötugasta aldursári, með stuðn- ingi fjögurra samflokksmanna sinna á þingi, auk samstarfsflokkanna tveggja. Ferill Gunnars er glæsilegur. Hann var fyrst kosinn á þing 1934,23 ára að aldri, yngsti maður sem náð hefur kjöri þangað. Hann varð borgarstjóri 1947 og fjármálaráðherra í Viðreisnarstjóminni 1959. Hann bauð sig fram til for- seta 1968, en tapaði fyrir Kristjáni Eldjám. Hann varð hæstaréttardómari í ársbyijun 1970, en tók fljótlega að ókyrrast og hugði aftur á þátttöku í stjómmálum. „Þá kemur mér hann í hug er ég heyri lausrar stöðu getið", sagði Austri í Þjóðviljanum um þetta leyti. Haustið 1970 sagði Gunnar lausri dómarastöðunni og bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hann náði ágætri kosningu og varð ráðherra í stjóm Sjálfstæðisflokksins 1974, þó að ekki væri eining um hann í flokknum. Eftir stjómarmyndunina 1980 uppskar Gunnar óvild og jafnvel hatur þeima samflokks- manna sinna sem fylgdu flokksformanninum að málum („flokksbrots Geirs“, sem Gunnar kallaði). Þannig sagði til dæmis í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 1982 að ekki skipti mestu máli hvort stjómin næði árangri í efnahagsmálum eða öðmm þjóðmálum eða hvort forsætis- ráðherrann væri vinsæll, heldur „einfaldlega það, að myndun ríkisstjómarinnar hefur opnað svo djúpt sár í sterkustu þjóðmálahreyfingu landsmanna....að það mun taka mörg ár að græða þau sár [svo]. Stjómarmyndunin er illkynjað mein í þjóðlífi okkar og svo verður, meðan þessi ríkisstjóm situr.“ Gunnar var manna kurteisastur í fasi og hann hefði líklega aldrei haft götu- stráksleg orð um pólitíska andstæðinga. Stjóm hans náði miklum vinsældum eins og höfundur Reykjavíkurbréfsins ýjaði að og samstarfsmenn Gunnars láta vel af samstarfinu. Þess vegna hefur líklega sjaldan verið betra færi á að láta til skarar skríða gegn verðbólgunni. En ekki náðist samstaða um að eiga að ráði við vísitölubindingu launa. Steingrímur Hermannsson samráðherra hans kennir það þeirri af- stöðu Alþýðubandalagsins að ekkert mætti gera í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Ekki mátti heldur hefja aðhaldsaðgerðir með almennu aðhaldi í eftirspum (til dæmis stöðugra gengi). Verðbólgan hélst áfram mikil framan af stjómartíð Gunnars og hún sótti enn í sig veðr- ið eftir áföll í sjávarútvegi 1982 og hraðara gengisfall krónunnar í kjölfarið. Aðgerðir stjóm- arinnar gegn verðbólgu fólust einkum í „verðstöðvun“, eða „hertri verðstöðvun", sem lýsti sér í niðurskurði á hækkunarbeiðnum fyrirtækja, sem á þeim árum enduðu oft á borði ríkisstjóm- ar. Lítillega var kmkkað í verðbætur launa, en hvergi nærri nóg til þess að stöðva víxlhækk- anir verðs og kaups. Verðbólgan var komin upp í 120% þegar stjómin fór frá vorið 1983. Inn- byrðis sundrung stjómarflokkanna sfðustu mánuði var mikil og hún í raun spmngin. Verðbólgubasl þessarar ríkisstjómar hafði tvenns konar afleiðingar fyrir efnahagstjóm seinni tíma: Annars vegar sætti fólk sig við meira krukk í kaupið en ella, því að sú hugmynd náði fótfestu, að kauphækkanir væm helsta undinót verðbólgunnar og hins vegar hafa einka- sölur eins og rafveitur og hitaveitur lengst af síðan haft sjálfdæmi um gjaldskrár, vegna þess óorðs sem komst á verðlagseftirlit á mesta verðbólgutímanum. Gunnar lýsti yfir stuðningi við sinn gamla flokk í borgarstjómarkosningunum 1982 og studdi þannig Davíð Oddsson í upphafi valdaskeiðs hans. Ríkisstjóm Gunnars lét af völd- um eftir kosningar vorið 1983. Gunnar lést þá um haustið. ♦$♦ 44 Forsætisráðherrar í hundrað ár

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.