Vísbending


Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 46

Vísbending - 18.12.2003, Blaðsíða 46
VÍSBENDING orsteinn Pálsson varð formaður Sjálf- stæðisflokksins aðeins 36 ára að aldri en hafði þá verið bæði ritstjóri Vísis og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins. Þorsteinn er lögfræðingur að mennt og var talinn í hópi markaðssinn- aðra sjálfstæðismanna. Þegar Geir Hall- grímsson hafði ákveðið að hætta for- mennsku í flokknum kallaði hann þá Þor- stein og Davíð Oddsson, nýkjörinn borg- arstjóra í Reykjavík, á sinn fund og sagði að hann teldi annar hvor þeirra ætti að verða arftaki sinn. Davíð taldi sig ekki til- búinn til frekari ábyrgðarstarfa í þeirri stundu og svo fór að Þorsteinn náði kjöri. Uppgjörið þeirra á milli átti þó eftir að verða síðar. Þorsteinn var kjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins haustið 1983 og bar þar sigurorð af bæði Friðriki Sophussyni og Birgi Isleifi Gunnarssyni sem voru báðir reyndari stjórnmálamenn. Hann tók þó ekki sæti í ríkisstjórn fyrr en árið 1986 þegar hann tók við emb- ætti fjármálaráðherra af Albert Guðmundssyni. Ari síðar varð Albert að segja af sér ráðherraembætti þegar í ljós að hann hafði ekki talið fram greiðslu frá Hafskipum meðan hann var fjár- málaráðherra. í kjölfarið stofnaði Albert Borgaraflokkinn og fékk sjö menn kjörna í kosningunum 1987, en Sjálfstæðisflokk- urinn aðeins átján og tapaði fimm mönnum. Þetta gerði það að verkum að ríkisstjórn sjálfstæðismanna og Framsóknar hafði ekki meirihluta og eftir allnokkrar sviptingar var mynduð stjórn Alþýðuflokks, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Þorsteinn sagðist ekki gera tilkall til forystu en Steingrímur og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins, gátu hvorugur unnt hinum að verða forsætisráðherra og niðurstaðan var sú að Þorsteinn hreppti embættið. Ríkisstjórn hans sat þó aðeins í rúmt ár. Þrátt fyrir að Þorsteinn sjálfur sé talinn frjálslyndur varð ekki haldið lengra á þeirri braut sem hófst árið 1983 þar sem losað var um ýmis höft. Ekki náðist samstaða um efnahagsaðgerðir og samkomulag var ekki gott innan stjórnarinnar. Steingrím- ur og Jón Baldvin höfðu náð saman og margir töldu að Þorsteinn hefði ekki vilj- að gefa eftir því hann væri fastur fyrir. Stjórninni var svo slitið í beinni útsend- ingu í sjónvarpi og Alþýðubandalag og Stefán Valgeirsson komu til liðs við Framsókn og Krata. Síðar bættist Borg- araflokkurinn við og Albert gerður að sendiherra í París. Þorsteinn var áfram formaður Sjálfstæðisflokksins þar til um mánuði fyrir kosningar 1991, en þá bauð varaformaður flokks- ins, Davíð Oddsson, sig fram á móti honum og náði kjöri. Þor- steinn sat í ríkisstjórnum Davíðs sem sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra þar til hann tók við sendiherraembætti árið 1999. Margir töldu að Þorstein skorti snerpu í átökum við andstæðinga en hann getur verið mjög mælskur þegar hann er í ham. Hann leið hins vegar fyrir innanflokksátök og naut ekki þess sigurs sem vannst árið 1991 og var í sjónmáli þegar hann féll sem for- maður. ♦J* Þorsteinn Pálsson (1987-1988) Þjóðin horfir höggdofa á það sjónarspil er ráðherrar hera lygar hver á annan, sitja á svikráðum hver við annan og andmœla hver öðrum endalaust opinberlega. Benedikt Qröndal Davíð Oddsson (1991-2004) Frá árinu 1991 hefur Davíð Oddsson setið sem forsætisráðherra, fyrst í stjóm með Alþýðu- flokknum og síðan Framsóknarflokknum. Davíð hefur átt glæsilegri stjómmálaferil en flestir ef ekki allir íslenskir pólitíkusar. Hann varð borgarstjóri 34 ára gamall og árið 1990 vann Sjálfstæðisflokkurinn undir hans forystu stærsta sigur sinn í borgarstjómarkosningum og fékk 60% fylgi. Davíð var kosinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins árið 1989 og tveimur árum seinn bauð hann sig l'ram til formanns gegn Þorsteini Pálssyni, sitjandi formanni. Davíð hafði betur og varð forsætisráðherraefni flokksins. Flokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum og Davíð náði á skömmum tíma að mynda stjóm með Alþýðuflokknum. Eins og margir fyrirrennarar hans er Davíð lögfræðingur að mennt og lá leiðin til áhrifa um borgarstjórn Reykjavíkur. Enginn hefur setið lengur sem forsætisráðherra á Islandi. Ýmislegt hefur verið unnið til aukins frjálsræðis, sérstaklega á íjánnagnsmarkaði, og tekið var til við að einkavæða ríkisfyrirtæki. Verðbólgu hefur að mestu leyti verið haldið niðri og á seinni hluta tíunda áratugarins var mikið góðæri í íslenskum þjóðarbúskap. Stundum er haft á orði að Davíð sé með stjómsömustu forsætisráðherrum, a.m.k. hin síðari ár. Það fer ekki á milli mála að hann liggur ekki á skoðunum sínum ef honum mislíkar eitthvað. Engu að síður hafa ríkisstjómir hans með markvissum aðgerðum, einkum sölu ríkisfyrirtækja, dregið mjög úr möguleikum stjómmálamanna til þess að hafa bein áhrif á efnahags- og viðskiptalífið. í samkomulagi á milli stjómarflokkana eftir kosningamar árið 2003 var gert samkomulag um að Davíð myndi láta af embætti forsætisráðherra í september árið 2004. ♦♦♦ 46 Forsætisráðherrar í hundrað ár

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.