Vísbending


Vísbending - 29.04.2005, Page 3

Vísbending - 29.04.2005, Page 3
V ISBENDING Peningaflæði og vextir T Roger Martin-Fagg *4 Í ‘i* hagfræðingur Verðbólgan er á ný farin að vekja ugg meðal íslendinga en mikil þensla hefur verið á íslandi að undanfömu. I þessari grein er íslenska hagkerfið skoðað með því að túlka nokkrar mikilvægartímaraðir: vergra landsfram- leiðslu, smásöluverslun og peningamagn í umferð (M4).1 Peningar í umferð Verg landsframleiðsla er summa þess virðisauka sem er skapaður með ein- hvers konar starfsemi. Hún er jafngildi samtölu launa og hagnaðar í hagkerfinu. Smásöluverslun er besti mælikvarðinn á bjartsýni neytenda og er gjaman á milli 30% og 40% af heildameyslu. Peninga- magnið, M4,jafngildirskuldum innlenda bankakerfisins. Þegar bankar taka lán eykst M4 sem svarar upphæð lánsins. Tilgátan sem hér er lögð til grundvallar er að M4 geti einungis vaxið ef innlenda bankakerfið eykur eignir sinar; þessar eignir eru að meginhluta lán til hins opin- bera, fyrirtækja og einstaklinga. Hversu hratt þessar eignir vaxa fer eftir vaxta- stiginu, aðgengi að fjármagni (e. Basle I fjármagni — sem fer eftir óinnleystum hagnaði bankanna) og sjálfstrausti og bjartsýni lántakenda. Lánspeningum er eytt á innlendum markaði eða erlendis. Tölur um smásölu- verslun sýna hvað best hvemig innlendri eyðslu er háttað. Þar að auki má skoða fasteignaviðskipti og fjárfestingar fyr- irtækja. Verðbólga verður til vegna þess að of mikið er af M4 í samanburði við getu hagkerfisins ti 1 að framleiða vömr og þjónustu. Yfirleitt leiðir mikið ljármagn í umferð til verðhækkana, sérstaklega á fasteignamarkaði, ogjafnframttil veikari gjaldmiðilsogþaðýtirundirverðhækkanir þar sem kostnaður innfluttra vara eykst. Markmið peningamálastefnunnar (sem Seðlabanki íslands stýrir) er að halda verðbólgunni stöðugri í um 2,5% á ári. Kraftmikið mótorhjól Ef horft er á meðfylgjandi línurit má sjá að peningaflæði jókst verulega á árunum 1997 til 1999. Afleiðingin var snörp aukning verðbólgu frá árinu 2000 sem náði hámarki í júní árið 2001 og var verðbólganþá9,25%. Ásamatímabili féll raungengi krónunnar um 16% og vextir hækkuðu úr 7% í 11 %. Við það dró veru- lega úr peningaflæði og smásöluverslun ogþetta leiddi til snarprarefnahagslægðar þar sem verg landsframleiðsla dróst sam- an árið 2002. Áhrif þessa umsnúnings voru að verðbólgan fór niður í 2% árið 2003 og krónan styrktist um 15%. Þá voru vextir lækkaðir niður í 5% árið 2003 og peningaflæði jókst hratt og það ýtti undir smásöluverslun og vöxt vergrar landsframleiðslu. Það hvemig lykilstærðirbregðast hver við annarri gefur til kynna að íslenska hagkerfið sé eins og öflugt mótorhjól þar sem hraðinn ræðst af því hversu mikið er gefið er í, ólíkt gámaflutningaskipi Evrulands og skemmtiferðaskipi breska hagkerfisins.Allar breytingar ogsnúning- ar taka mun meiri tíma hjá þeim. Stjóm peningaflæðis Ef horft er fram í tímann má telj a líklegt að hin mikla aukning peningaflæðis leiði til aukinnar verðbólgu sem gæti farið yfir 4% á ári og að gjaldmiðillinn veikistviðþað. EfSeðlabankinn hækkar vexti freistast hugsanlega innlendir lán- takendur til þess að taka lán erlendis á Evrópuvaxtakjörum. Til skemmri tíma, þ.e. til þriggja ára, gætu þeir hagnast en til lengri tíma litið, þ.e. ef litið er tíu ár eða meira fram í tímann, er líklegt að ávinningur vaxtamunarins fari fyrir lítið vegna gengislækkunar og lánakjör verði þess vegna hin sömu. Þetta á þó ekki við ef innlendur lántakandi hefur t.d. tekjur í evrum sem hægt er að nota til þess að borga vexti Evrópulánsins. Allir seðlabankar í heirni frjálsra fjármagnsflutninga standa gagnvart þeirri spurningu hvort þeir eiga að nota innlenda vexti til þess að ákvarða virði gjaldmiðilsins eða hvort stýra á innlendu peningaflæði (M4). Að minnsta kosti getur Island valið, ólíkt löndum innan evrusvæðisins. Liklegt er að vextir verði lágir of lengi, sem leiðir til þess að fjár- magnsdrifiðgóðæri leiðiraðöllum líkind- um til mun hærra vaxtastigs árið 2007 en ef Seðlabankinn myndi halda aftur af vexti peningaflæðisins nú þegar. Hagkerfi spákaupmanna að að nota peningaflæðistærðir sem grundvöll vaxtaákvarðana er ekki mjög nákvæm vísindaleg aðferð, það er öllu heldur listform. Fyrir land eins og Is- land verður að taka tillittil allra aðstæðna. T.d. gæti aukið peningaflæði falist í miklu innflæði fjármagns, sem eykur atvinnu þar sem auðlindir landsins eru betur nýtt- ar en áður. Seðlabanki Islands mun taka alla þessa þætti með í reikninginn þegar hann ákvarðar vaxtastigið. N iðurstaðan er sú að það má búast við hækkandi vöxtum næstu átján mánuðina, allt að 12%. Oft er freistandi að láta fjár- magnsdrifið góðæri leika lausum hala enda gerirþaðríkistjómirvinsælar,a.m.k. til skammstíma, enþaðleiðirtil hagkerfis sem fer að snúast um spákaupmennsku. Slíkur leikur endar yfirleitt með efna- hagslægð og verulegu fjármagnstapi. 1. Þessi grein er skrifuð af ótengdum áhorfanda sem hefur enga beina reynslu eða þekkingu á íslenska hagkerfinu. Verg latulsframleiðsla, smásöluverslun og peninga- ' magn (M4) frá 1995 til 2007 Allar tölur leiöréttar fyrir verðbólgu. Heimild: Seðlabanki íslands 3

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.