Vísbending


Vísbending - 20.01.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.01.2006, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 20. janúar 2006 2. tölublað 24. árgangur Ráða eigendur yfir fjölmiðlum sínum? Eignarhald á tjölmiðlum hefur verið eitt helsta umræðuefni almennings og stjómmálamanna undanfarin ár. Fjölmiðlalögin svonefndu voru mjög umdeild, eins og menn muna, og örlög þeirra í höndum forseta Islands em mönn- um enn í fersku minni. Eftir það hefur ein nefnd skilað áliti um hvað i slíkum lögum ætti að felast og nú er boðað að enn ein nefnd muni fjalla um það mál. Astæðan fyrirumtalinu er ávallt sú sama, óttinn við að eigendur misbeiti valdi sínu yfir fjölmiðlunum. DV-málið veltir upp nýjumfleti ámálinuþar sem almenningur krefst þess að eigendur grípi í taumana, að vísu eftir að ritstjórar ákveðins miðils neita að fara að siðareglum blaðamanna. Spumingin er að hve miklu leyti eigendur eigi að skipta sér af fjölmiðlum í sinni eigu. Reynslan frá Islandi r Aratugum saman komu út fimm til sex dagblöð hér á landi: Morgun- blaðið, Vísir/Dagblaðið/DV, Tíminn, Alþýðublaðið, Þjóðviljinn og loks Dagur. Ríkið styrkti útgáfu dagblaða beint og óbeint býsna lengi, meðal annars með því að kaupa nriklu fleiri eintök en þörf var á. Tíminn naut styrks frá Samband- inu enda pólitískt málgagn þess. Komið hefur í ljós Alþýðublaðið fékk styrk frá j afnaðarmannaflokkum á Norðurlöndum og Þjóðviljinn frá Sovétríkjunum. Yfir þessum styrkveitingum var alltaf mikil leynd en þær hafa verið staðfestar við rannsóknirsagnfræðinga. Morgunblaðið og DV voru alltaf í einkaeigu og hafa ekki notið sérstakra styrkja svo að vitað sé. Umræður hafa þó ávallt verið um að auglýsendur setji fyrst og fremstpeninga sína í þau blöð sem þeir hafi velþókn- un á og hafi þar með óbein áhrif á skrif blaða. í sjálfu sér hafa menn yfirleitt ekki miklar áhyggjur af því að eigendur láti í ljós skoðanir sínar í blöðum ef þær koma fram í forystugreinum eða öðrum slíkum dálkum og þau eru opin fyrir skrifum annarra með ólíkar skoðanir. Hættan er sú að skoðanirnar komi einnig fram í fréttaflutningi. Ekki þarf lengi að fletta íslenskum blöðum frá fyrri árum til þess að sjá að eignarhald litaói mjög allan fréttaflutning. Þeir senr lásu Þjóðvi/jann fengu allt aðra mynd af þjóðlífinu en lesendur Morgunblaðsins. Stærsti mun- urinn kom fram í umfjöllun um Austur- Evrópulönd þar sem Mogginn sagði allt svart en Þjóðviljinn kvað smjör drjúpa af hverju strái .Þjóðviljinn birti sjaldan frétt- ir af velgengni einkafyrirtækja án þess að hnýta í eigendur þeirra um leið. Hættan af því að eignarhald liti frétta- flutning er enn fyrir hendi, bæði hvað varðar fréttir sem eru birtar, hvemig þær eru skrifaðar og settar fram, og ekki síður fréttir sem ekki birtast. Þeir sem einungis lesa miðla þar sem þagað er um öll mál sem snerta ákveðin svið fá skekkta mynd af þjóðlífinu. Hvað um reynsluna erlendis? Viða erlendis eru íjölmiðlar í eigu einstaklinga eða fyrirtækja þeirra. I Bandaríkjunum á þetta við um stórblöð eins og New York Times og Washington Post, í Bretlandi er stór hluti pressunnar í eigu ijölmiðlakóngsins Murdochs, á Italíu á Berlusconi forsætisráðherra fjölmargar sjónvarpsstöðvar og svo mætti lengi telja. Fyrstnefndu blöðin tvö hafa reynt að byggja umijöllunina á trúverðugleika frétta og vanda hana en enginn efast um að Murdoch og Berlu- sconi beiti ijölmiðlum sínum eins ogþeim sýnist. Báðir hafa haft mjög mikil áhrif á úrslit kosninga þegar þeir hafa beitt sér. Vissulega má segja að þetta séu víti til þess að varast. En stjórnmálamenn sem kosnir eru með stuðningi sterkra ijölmiðla eru eðlilega ekki viljugir til þess að breyta lögum í þeim tilgangi að hefta frelsi þeirra. Alþekkt er sagan um það þegar blaða- menn Washington Post unnu að sögunni um Watergate. Öll önnur blöð voru hætt umijöllun en blaðamenn WP töldu sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Hvíta húsið kæmi við sögu í því að hylma yfir málið. Þeir fengu leyfi útgefandans, Katharine Graharn, til þess að halda áfram að skrifa um málið og Nixon forseta með alkunnum afleiðingum. I New York Times hefur sama fjöl- skylda verið við stjómvölinn lengst af. í bókinni The Trust segir frá því að útgef- endurhafi lagt línur um pólitískan stuðn- ing blaðsins við einstaka frambjóðendur, til dæmis forsetann, og jafnframt hafi útgefandinn setið fundi þar sem stefnan á leiðarasíðum var ákveðin. Jafnvel þó að útgefendur komi ekki að slíkum skrifum með beinum hætti hljóta þeir alltaf að leggja linur, þótt ekki værinemameð vali áritstjórum. Ritstjóri sem heldur úti blaði sem eigandanum líkar ekki verður ekki langlífur í starfi. Ekki er þar með sagt að útgefandinn sé á bak við hverja frétt eða jafnvel nokkra ffétt. Islenskurútgefandi sorpsnepilsfyrir rúmum áratug sagði eitthvað á þá leið að slík blöð yrðu alltaf gefin út hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Hann ætl- aði bara að vera sá sem hirti hagnaðinn. Reynslan hér á landi er hins vegar sú að tap hefur undantekningarlaust verið á slíkum blöðum til lengdar litið. Ekkert nýtt Umræða um það að menn kaupi sér áhrif er ekki ný. í bók sinni Vefarinn miklifrá Kasmír segir Halldór Laxness: Skáldin eru einmitt hættulegust, svar- aði Ömólfur. Það vartilgángslaustað ætla sér að mæta þeim á sama vettvángi og öðrum þjóðfélagsborgurum; þeir standa (Framhald á síðu 4) r 'l Ákveða eigendur hvað ^ Hóflega drukkið vín ^ ) Almenningur nýtur góðra / A Vísindamenn hafa falsað má eða má ekki standa í / gleður mannsins hjarta, j lífskjara hér á landi m.a. L. L niðurstöður rannsókna fjölmiðlum? Þeir marka en gleðjast menn af því *" vegna þess að menn hætta sem taldar voru merkar. stefnuna, hérlendis sem að fjárfesta í vini til þess síðar að vinna á ævinni Láta menn auðveldlega erlendis. að selja síðar meir? hér en erlendis. plata sig? ^

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.