Vísbending


Vísbending - 17.03.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 17.03.2006, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 17. mars 2006 10. tölublað 24. árgangur ISSN 1021-8483 Umrótið í bankakerfínu á undan- förnum dögum sýnir að menn eiga ekki að tala af kæmleysi. Að minnsta kosti ekki þeir menn sem mark er tckið á. Merrill Lynch gaf út skýrslu þann 7. mars síðastliðinn og ræddi um bankana hér á landi og taldi í undirfyrir- sögn að þeir væru „ekki það sem maður héldi.“ Afleiðingamar hafa verið þær að krónan hefur fallið og hlutabréfamarkað- urinn líka. Forsætisráðherra kom fram á blaðamannafúndi til þess að stappa í menn stálinu. Morgan Stanley birti skýrslu 13. mars sem telur að „sögusagnir og dylgj- ur“ hafí lækkað verð skuldabréfa Lands- banka og Glitnis. Merrill Lynch virðist svo draga í land. En í raun gerðist ekkert nema skýrsla varbirt þó að afleiðingarnar hafí verið miklar. Hvað sögðu útlendingarnir? Samkvæmt Morgunblaðinu kemur fram í skýrslunni „að óvissa ríki um það hvort mjúk lending verði í íslenska hagkerfínu og þar sem mikið af skuldum íslensku bankanna sé til fremur skamms tíma séu þeir sérstaklega viðkvæmir fyrir því ef tiltrú markaðarins breytist. „Veik- leikar íslensku bankanna sem skuldara eru með þeim hætti að þeir réttlæta tölu- vert hærra áhættuálag á skuldabréfþeirra í samanburði við aðra banka í Evrópu og núverandi vaxtaálag nær raunar ekki að vega upp á móti þessum veikleikum að fullu.““ Merrill Lynch segir einnig: „Við eig- um auðvelt með að sjá fyrir okkur að eign bankanna á hlutabréfum gæti leitt til þess að þeir töpuðu. ... Við höldum fram að áhætta íslensku bankanna nú sé meiri en nokkru sinni þannig að fortíðin er ekki viðunandi leiðbeining um framtíðina í þessum efnum.“ Morgan Stanley segir i skýrslu sinni að þó að menn taki vissa áhættu af íslensk- um skuldabréfum sé áhættan ekki mikil. „[Sjegjum að okkur skjátlist hrapallega i Orð eru dýr verði gjaldþrota. Að okkar mati verður þeim ekki lokað... heldur mun þeim ann- aðhvort verða bjargað af ríkinu eða annað fyrirtæki tekur við þeim.“ Þessi ummæli vekja vissan ugg. Fleiri hafa tekið í sama streng og rætt um að ríkið muni hlaupa undir bagga með bönkunum. Einkavæð- ingin átti einmitt aðrjúfasambandiðmilli bankanna og rikisins og því er mikilvægt að lögð sé áhersla áþað að bankarnirstandi á eigin fómm og geti ekki vænst hjálpar frá ríkinu. Reyndar hefur enginn bankamað- ur hérlendis beðið um slíka aðstoð enda vanséð hvers vegna íslenska ríkið ætti að hlaupa undir bagga með bönkum sem að stórum hluta eru orðnir útlendir. Morgan Stanley varar lika við því að bankamirséu samtvinnaðireinhverri „ís- lenskri áhættu“ og í skýrslu fyrirtækisins er bent á að þeir standi víða föstum fót- um. Viðbrögð megi ekki verða „móður- sýkisleg“. Bankinn mælir með kaupum á skuldabréfúm í Glitni (íslandsbanka) og Landsbanka en geti ekki mælt með Kaupþingi með sama hætti þó að hann gjarnan vildi. „Wejusl can ’tget comfort- able with Kaupthing.“ Skýrslan nefnir þar sérstaklega hlutabréfaeign Kaupþings Merrill Lynch MorganStaniey Investment Center en bankinn hefur sjálfur bent á að dregið hafi úr henni. Hvað hafa menn sagt hérlendis? Iviðtali í jólablaði Vísbendingar árið 2005 (sjá einnig á heimur.is) ræða stjómendur bankanna þriggja meðal ann- ars hættuna á því að keðj uverkun verði í ís- lensku viðskiptalífi. Bjarni Armannsson sagði: „Spilaborgaráhættan erfyrirhendi. Það er alveg ljóst að bankarnir hafa lánað þeim sem eru virkastir á markaðinum og tekið þátt í fjárfestingum og eftir því sem þeim aðilum fækkar em bankamir háðari því að þessum aðilum takist ætlunarverk sín. Spursmálið er hverjar afleiðingamar verða fyrir kerfíð ef þeim tekst ekki það sem þeir ætla sér. Aftur á móti er óhætt að segjaþað að undirstöðurfjármálakerf- isins hafa aldrei verið sterkari en nú.“ Sigurjón Amason kemur lika inn á hættuna á mistökum: „Það eru endalaus- ir vaxtarmöguleikar svo framarlega sem við höfum nægt aðgengi að almennum fjármálamörkuðum og tökum engin stór feilspor. Auðvitað taka menn feilspor inn á milli en þau þurfa að vera stórfelld til þess að hafa alvarleg áhrif. Ef einn banki af þessum þremur misstígur sig alvarlega og verður fyrir miklum áföllum skapar það hættu fyrir alla bankana. Enn eru óbein tengsl milli bankanna sem gera það að verkum að skellur hjá einum hefur áhrif hjá öðrnrn." Þetta er náttúrlega ein aðalhætta við mat á bönkunum núna. Þeir eru spyrtir saman og eiga reyndar eitthvað hver í öðrum en að einhverju leyti mun vera um geymslureikninga að ræða þannig að raunverulegur eigandi er annar (sem er reyndar kafli útaf fyrir sig að menn geti átt hlut í fyrirtæki á markaði undir nafni banka). Hreiðar Már bendir hins vegar á það að ekki sé eðlilegt að setjajafnaðarmerki milli íslands og KB-banka, áhættan sé matiokkaráislenskubönkunumogþeir (Framhald á siðu 4) f 'l Allt í einu virtust íslenskir \ 1 bankar vera komnir í mikinn / vanda ef trúa má erlendum skýrslum Viðbrögð voru of hörð. V Efnahagsstjórn hér á ^ landi og í Bretlandi er að mörgu leyti lík í grunninn en við getum samt lært af Bretum. i Krónubréfin voru til um- | fjöllunar í tveimur síðustu L Vísbendingum. Þar gætti nokkurs misskilnings segir Þorvarður Tjörvi Olafsson. A Stórfréttir dynja á J. landslýð dag eftir * dag. Stundum hugsar maður líka: Var þetta fréttnæmt?

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.