Vísbending


Vísbending - 24.03.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 24.03.2006, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 24. mars 2006 11. tölublað 24. árgangur ISSN 1021-8483 Vamimar og veskið ó að brottför vamarliðsins komi ekki á óvart fer þ ví ij arri að hún hafi engin áhrif. Það hlakkar í mörgum vegna þess að margra ára baráttumál þeirra er komið í gegn. En vera herliðs hér á landi hefur aldrei verið markmið í sjálfu sér heldur hitt að fæla þá frá landinu sem menn vildu ekki fá, það er að segja Rússa eða Sovétmenn eins og þeir kölluðu sig á þeirn árum. Stundum hefurþetta markmið gleymst og menn talið að herinn hefði hér allt annað hlutverk, nú á síðustu árum sem björgunarsveit við erfiðar aðstæður, eða jafnvel fyrst og fremst að veita nokkrum íslendingum vinnu. Tölur um efnahags- áhrifinerunokkuðáreiki ogallsekki víst að þau horfi eins við Bandaríkjamönnum og Islendingum. Hvað borga Kanar? Bandaríkjamenn sjálfir hafa gefið upp að kostnaður við dvöl þeirra sé um 750 milljónir dala á ári, en það eru 17 til 18 milljarðar króna miðað við gengi að undanfömu. Þessi tala er þó ekki nákvæm því að ekki mun vera sérstakur liður í bókhaldi hersins sem heldur utan um allan kostnað af íslandsdvölinni. A það ber líka að líta að þeir munu meta kostnaðinn á greiðslugrunni og ekki telja með kostnað við uppbyggingu á vellinum eða þá bindingu í fjármunum sem felst í því að hafa hér dýr tæki, einkum þyrlur og þotur. Auk þcirra starfsmanna sem vinna beint hjá varnarliðinu hafa allmörg fyrir- tæki notið góðs af veru hersins hér á landi. Verktakafyrirtækin íslenskir aðalverktakar (ÍAV) og Keflavíkur- verktakar (ATAFL) höfðu lengi forgang við framkvæmdir á vellinum en það breyttist fyrir allmörgum ámm og fleiri hafa síðan komið að framkvæmdum á vellinum. Olíufélagið hf. (ESSO) hefur séð um eldsneytisafgreiðslu en herinn mun hafa átt eldsneytið sem hann not- aði á eigin vélar. Hitaveita Suðurnesja hefur fengið drjúgar tekjur af vellinum en herinn greiðir hærra verð fyrir heita vatnið en aðrir og er þar tekið mið af kostnaði við olíukyndingu. Þetta hefur auðveldað mjög uppbyggingu hitaveit- unnar en viðskipti vamarliðsins em um 20% af viðskiptum hennar. Vamarliðið hefúr einnig verið stór viðskiptavinur hj á Sorpeyðingu Suðumesja. Flutningar fyrir vamarliðið voru löng- um bitbein íslensku skipafélaganna og erlendra. Atlantsskip voru á sínum tíma stofnuð sem útibú amerísks félags sem náði varnarliðsflutningunum í útboði. Kögun var stofnuð í kringum ratsjárkerfí hersins og færþaðan fastar tekjur en þessar tekjur eru nú lítill hluti af tekjum fyrir- tækisins og óvist að brotthvarf hersins hafí áhrif á þær. Mörg störf r Arið 2005 vom að jafnaði hér á landi um 1.400 hermenn og þegar fjöl- skyldur þeirra eru meðtaldar voru hér alls um 3.200 manns. Þetta er nokkuð stór hópur ef litið er á aðra hópa útlend- inga hér á landi. Alls skráði Hagstofan um 14.000 manns með erlent ríkisfang árið 2005 á Islandi (og eru þá bandarískir hermenn ekki meðtaldir) og þar af em um 3.200 Pólverjar. Þess ber og að geta að herinn hefur verið sjálfum sér nógur um þjónustu að hluta þannig að hcrmenn hafa ekki tekið þátt í íslensku efnahagskerfi með sanra hætti og aðrir starfsmenn af erlendum uppruna. Þetta er mikil fækkun frá því að mest var í herliðinu en um 1960 voru um 5.000 hermenn hér á landi. Arið 1970 námu nettótekjur íslenska hagkerfisins afhemum 2,6% af vergri landsframleiðslu og árið 1983 fór hlutfallið í 3,3%. Á síðastliðnu ári var það hins vegar aðeins 0,8%, eða um átta milljarðar króna. Hlutfallið hefur lækkað um helming á fáum árum, bæði vegna minnkandi umsvifa varnarliðsins og vaxandi þjóðarframleiðslu. Á móti kemur að á Keflavíkurflugvelli vinna býsna margir islenskir starfsmenn í þágu varnarliðsins og mörg starfa þeirra munu leggjast niður þegar herinn fer. Alls starfa tæplega 600 Islendingar fyrir herinn og um helmingur þeirra er fimm- tugur eða eldri. Ríflega 60% starfsmanna hafa unnið meira en tíu ár fyrir vamar- liðið. Vinnan er almennt mjög hreinleg, laun ágæt og atvinnuöryggi mikið. Mikil umskipti urðu á Islandi þeg- ar Bretar hemámu landið árið 1940 og fjöldi ungra manna fékk vinnu fyrir hernámsliðið. Bretavinnan þótti ekki bæta vinnumóral Islendinga og það hefur löngum loðað við að herinn hafi ekki þótt vera kröfuharður vinnuveitandi en það kann að vera orðum aukið. Það breytir engu um það að skyndilega missir stór hluti þessa fólks vinnuna í einu vet- fangi. Að vísu eru sumþeirra starfa áfram nauðsynleg, einkum þau sem snúa að rekstri flugvallarins sjálfs, en þó má gera ráð fyrir því að um 2/3 hlutar starfsmanna standi eftir atvinnulausir eftir sex mánuði. Þetta skiptir miklu máli á Suðurnesjum og ljóst er að menn fá ekki allir vinnu á einu bretti. Það má því búast við nokkm tímabundnu atvinnuleysi á svæðinu. Til lengdar má þó reikna með því að jafnvægi náist með annarri atvinnustarfsemi eða menn finni sér vinnu annars staðar en um þcssar mundir er þensluástand og víða vinnu að fá. Það væri mjög óheppilegt ef stjórnvöld gripu inn í með því að búa til störf á þessu svæði. Ef hagkerfið nær að laga sig að breyttu ástandi er líklegt að svæðið geti staðið sterkara á eftir en áður vegna þess að menn munu vinna arðbærari störf en áður. Fjárfestingar og íjárbinding Sumir hafa rennt hýru auga til ýmissa mannvirkja á svæðinu en alls óljóst er á þessari stundu hvernig farið verður með þau. Þó að íslendingar hafi oft talað eins og þeir vilji ekki taka við öðmm peningum Bandaríkjamanna en þeim sem beint leiði af starfsemi þeirra hér er (Framhald á síðu 4) r •i Bandaríkjamenn hafa \ Skák og viðskipti eiga ''l IJppboð á lóðum hafa . N A Bankalcynd veldur I ákveðið að taka mestan hluta , / ýmislegt sameiginlegt. ^ 1 mikið verið í umræðu £ J. framteljendum vanda. herliðs síns frá íslandi. ^ Góður undirbúningur, undanfarið. Þeim fylgja 1 Verra er að bankamir hafa Efnahagsáhrifin af því eru ^ nokkur en takmörkuð. innsæi og þolinmæði em þar á meðal. kostir og gallar. ekki dregið nægilega vel fram stöðu sína. y

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.