Vísbending - 31.03.2006, Blaðsíða 1
V
Viku
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
31. mars 2006
12. tölublað
24. árgangur
ÍSSN 1021-8483
Hvað næst, ungi maður?
r
kvikmyndinni Citizen Kane er aðal-
söguhetjan mikill fjölmiðlamógúll
sem allt virðist ganga í liaginn en
þegar hann ætlar sér að ná frama í stjóm-
málum fer hann að lenda í ýmiss konar
andstreymiogfjölmiðlarandstæðinganna
snúast gegn honum. Engu að síður er
hann borubrattur þótt á móti blási og
spyr keikur blaðamann sem þjarmar að
honum: Hvað næst, ungi maður?
íslendingar hafa náð miklum árangri
í fjárfestingum erlendis á undanfömum
árum. Kosturinn við þessar fjárfestingar
er sá að þær dreifa áhættu fjárfesta. Þeir
em ekki lengur eins háðir sveiflum á ein-
um markaði og þeir voru áður. Gallinn við
þær er hins vegar sá hversu stórhluti kaup-
verðs er greiddur með lánsfé í mörgum
tilvikum. Eigið fé er vöm gegn sveiflum
og það þarf að vera því meira sem áhættan
er meiri. Verðmæti eigna getur sveiflast
mikið og þekkt dæmi frá undanfömum
árum er lækkun á NASDAQ-markaðin-
um eftir að netbólan sprakk.
Þó að margt vitlaust hafi verið sagt um
íslenska hagkerfið á undanförnum vikum
er þó ljóst að ekki er ástæða til þess að
láta eins og hér geti ekkert betur farið.
Það dettur engum í hug. Jafnvitlaust er
að mála hér tómt svartnætti. Hagvöxt-
ur hefur verið mjög góður undanfarinn
áratug og þó að þetta góðæri hafi verið
óvenjulangt er ekkert sem bendir til þess
að úr því dragi á næstunni.
Hlutabréfam arkaður inn
Hlutabréf hafa hækkað meira í verði
hérlendis á undanfömum árum en
dæmi eru til um áður. Eðlilegt er talið
að hlutabréf gefi betri ávöxtun en áhættu-
minni fjárfestingar. Er þá oft talað um að
langtímaávöxtun hlutabréfa geti verið
milli fimm og tíu prósent á ári. Bandarísku
og bresku markaðirnir em til dæmis með
slíka ávöxtun á undanförnum áratug en
hafa sveiflast mjög mikið. Á skemmri
tímabilum hefur náðst miklu betri ávöxt-
un en svo hefur komið bakslag. Meira að
^ Mynd 1. NASDAQ 1996-2006 ^
5,500
3/2S/06
Markaðurinn hefur sveiflast mikið en
samt skilað 7,7% meðalársávöxtun.
segja NASDAQ er með 7,7% meðalárs-
ávöxtun á áratug þrátt fyrir mjög miklar
sveiflur.
Þess vegna er ekki raunhæft að búast
við því að hlutabréfaverð á íslenska mark-
aðinum geti hækkað um tugi prósenta ár
eftir ár án þess að því linni einhvern tíma.
Á móti má segja að íslenskt atvinnulíf
hafi losnað úr viðjum á undanförnum
árum. Nýirmöguleikarhafaopnast. Fyrir
rúmum áratug máttu íslendingar almennt
ekki festa fé erlendis og fyrsta árið sem
það var leyft máttu menn kaupa fyrir eina
milljón króna hver. Ótti var mikill við
þetta frelsi. Síðan hefúr það sýnt sig að
margir góðir fjárfestingarkostir voru fyrir
hendi í útlöndum. Þó er ekki allt gull sem
glóir. íslensk fyrirtæki hafa mátt reynaþað
að erfitt getur reynst að reka fyrirtæki á
erlendri grund. Eimskip lokaði starfsemi
fyrir botni Eystrasalts, íslensku fisksölu-
fyrirtækin hafa lent í vandræðum mcð
erlend fyrirtæki sem þau hafa keypt og
Bónus tapaði á verslunarkeðjum í suður-
hluta Bandaríkjanna. Fleiri dæmi mætti
nefna en þessi eru tekin vegna þess að
í öllum tilvikum hafa eigendumir náð
góðum árangri við aðrar fjárfestingar og
dæmin sýna því það eitt að lukkan getur
verið fallvölt.
I Danmörku var nýverið talað um
brunaútsölu á hlutabréfum en ástandið
er þó ekki verra en svo að úrvalsvísitalan
er nú um 6.000 en hún fór upp fyrir það
mark í fyrsta sinn 13. janúar síðastliðinn.
Verðmæti hlutabréfa ræðst af framboði
og eftirspum. Ef næg eftirspum er eftir
bréfúm er ekki ástæða til þess að óttast.
Stundum er talað um að verðmæti byggist
á lítilli veltu og sömu sjóðimir kaupi og
selji bréfin á víxl og borgi með öðmm
bréfúm sem einnig em hátt metin. Nokkuð
er til í því, en mörg „alvörusalan“ sýnir
að þó að menn hafa trú á verðmati á
markaðinum. Má þar nefna sölu Straums
á stórum hlut í íslandsbanka og kaup
Dagsbrúnar á Kögun.
Það væri óneitanlega til góðs fyrir
íslenska markaðinn að hann yrði alþjóð-
legri og fleiri erlendir fjárfestar löðuðust
að honum. Þegar islensk fyrirtæki tala um
að færa höfúðstöðvar sínar til útlanda felst
ekki í því nein hótun heldur em menn
einfaldlega að leita að því viðskiptaum-
hverfi sem best hentar. Mörg „íslensk“
fyrirtæki em með meginhluta af starfsemi
sinni erlendis og óþægindin afþví að vera
tengd við lítinn markað með óstöðugan
gjaldmiðil geta verið talsverð.
Krónan
engi krónunnar hefur fallið um nær
20% á nokkrum mánuðum. Ekkert
virðist benda til þess að frekari lækkun
sem neinu nemur sé y firvofandi. Eigendur
útflutningsfyrirtækja hafa gefið til kynna
að núverandi gengi krónunnar hafi ger-
breytt stöðu þeirra. Hagfræðingur LIU
hefur reiknað út um tólf milljarða króna
tekjuhækkun sjávarútvegsfyrirtækja
vegna þessa og það mun varlega áætlað.
Útgerðarfyrirtæki hafa farið gegnum mik-
ið hagræðingartímabil i tekjusamdrætti
undanfarinna ára og ættu því að njóta vel
þessarargóðu tekjuaukningar. Líklegtmá
telja að þau hyggi á frekari útrás í ljósi
þessa. Þá er rétt að hafa í huga skrif fram-
kvæmdastjóra Landssambands íslenskra
útvegsmanna fyrir skemmstu en hann
(Framhald á síðu 4)
1
Eftir mikla ólgu á hluta-
bréfa- og gjaldeyris-
markaði er líklegt að nú
sé komin ró á ný um hríð.
2
Það er fróðlegt að kynna
sér hvernig neysla lands-
manna er og hvemig hún
breytist með tekjum og
tímanum.
3
Stefán Svavarsson veltir
því fyrir sér hvað sé lán í
skilningi laganna og hvort
nýfallinn dómur hafi áhrif
á lagasmíð.
4
Vamarliðið er að fara
og íslendingar þurfa að
huga að eigin vömum.
Hverju eiga þeir að
verjast?