Vísbending


Vísbending - 12.05.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.05.2006, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 12. maí 2006 17. tölublað 24. árgangur Uppruni og áhrif valda Fjölmiðlar og fólk almennt talar um völd er eins og hugtakið sé hið ein- faldasta og allir viti í hverju þau felast, hverjir hafi völdin og hverjir ekki. Þannig veltu menn því gjaman íyrir sér þegar Davíð Oddsson varforsætisráðherra hvor væri valdameiri, hann eða Jón Asgeir Jóhannesson forstjóri Baugs Group. Þessi samanburður er að mörgu leyti ágætur sem dæmi um hvað felst í orðinu völd. Ógnar-, hvata- og skilyrt áhrif Max Weber skilgreindi hugtakið völd sem „möguleikinn til að þröngva sínum vilja á hegðun annarra“ sem er að mörgu leyti ágæturútgangspunktur. Flestir átta sig á að það em tvær leiðir til þess að ná þessu markmiði, sem er best lýst með myndlíkingum, þ.e. vendinum og gulrót- inni. Vöndurinn stendur fyrir ógnaráhrif sem beitt er til þess að fá fólk til að gera annað en það helst vildi. Refsing felst í ógnaráhrifunum. Þrælahald erjafnan rekið með slíkum ógnaráhrifumþar sem ofbeldi er beitt ef fólk gerir ekki það sem því er skipað. A hinn bóginn eru hvataáhrifin, sem felast í gulrótinni. Umbun felst í hvataáhrifun- um. Fyrirtæki eru að miklu leyti rekin með hvatafyrirkomulagi þar sem fólk fær umbun efþað skapar fyrirtækinu árangur. Sj aldgæft er að einungis annaðhvort ógnaráhrifum eða hvataáhrifum sé beitt heldureryfirleitt um að ræða einhverja blöndu af þessum áhrifum sem notuð eru til að stýra hegðun fólks. Jafnvel þrælarnir fengu umbun fyrir velunnin störf og stjórinn með háu launin á á hættu að verða sparkað ef hann skilar ekki því sem til er ætlast. John Kenneth Galbraith1 vakti athygli á þriðju leiðinni til að hafa áhrif á hegðun annarra en það mætti kalla skilyrt áhrif. Engin góð myndlíking kemur upp í hug- ann nema hugsanlega trúboðinn þar sem skilyrt áhrif fela það í sér að fólk lætur að vilja annarra vegna þess að það trúir því að það sé mikilvægara en að gera það sem það sjálft vill. Það er ýmist hægt að beita sannfæringunni eða mennta fólk til að fá það til að samþykkja skilyrðin en þau geta einnig verið innprentuð í menninguna sem eðlileg, viðeigandi og mikilvæg hefö. Vald karlmanna yfir konum í vanþróaðri löndum er ekki einungis byggt á ógnaráhrifum held- urmiklu ffemuráþessum skilyrtu áhrifum þar sem konur sætta sig við hlutskipti sitt af þvi að svoleiðis á heimurinn að vera. Uppruni valds Galbraith vekureinnig athygli á uppruna valdsins ogteluruppþtjáruppsprettur þess: persómivald, peningavald og stofn- anavald. Þessar þrjár uppsprettur birtast sjaldan stakar heldur blandast þær saman og styrkja hver aðra. Þær hafa mjög náin tengsl hver við sinn áhrifaþátt en þó ekki einvörðungu þann þátt. Hvataáhrifin eru tengd peningavöldum og skilyrt áhrif em áberandi í tilviki stofnanavalds. Þá hefur persónuvald sögulega verið tengt ógnaráhrifum þar sem hinir sterkari hafa getað beitt hina veikari ofbeldi. Þessi tengsl em enn greinileg t.d. í samskiptum fullorðinna og bama þó að þau hafi farið dvínandi með tíð og tíma. Persónuvald hefur í auknum mæli byggst á skilyrtum áhrifum þar sem sannfæring og tmverðugleiki leika sífellt stærra hlutverk. Off snýst það um að sá sem hefiir persónuvald viti eitthvað, eða láti í veðri vaka að hann viti eitthvað, sem aðrir vita ekki eða hafi áræði til að gera hluti sem aðrir geta ekki gert. Persónu- vald er eykst þó vemlega ef það tengist peningavaldi, sérstaklega í því þjóðfélagi sem við lifum nú í, sem og stofnanavaldi. Peningavald er það vald sem ræður oft ríkjum í markaðssamfélagi þar sem allt er til sölu og kaupa má fólk til þess að gera næstum hvað sem er. Peningavald getur jafhvel ráðið úrslitum í kosningum þar sem auglýsingarleikalykilhlutverk. Getan til að umbuna hefur jafhan skilyrt áhrif þar sem auður fær aðra til að trúa á yfirburði. Stofhanavald erað mörgu leyti megin- uppspretta valds þar sem persónu- og peningavald er mjög takmarkað ef það er ekki byggt á stofnanavaldi. Ríkið og sveitarfélög, fyriitæki, stjómmálaflokkar og félagasamtök em stofhanir sem fela í sér völd og áhrif. Yfirleitt em stofhanimarþeim mun sterkari og valdameiri sem markmið þeirra em markvissari. En þær fela ekki einungis í sér tilgangheldur verður fólk einn- ig að gangast undir vilja þeirra til að vera hluti afþeim. Það erþessi hlýðni eða und- irgefni við stofnunina innandyra sem gefúr henni völd útá við. Mátturverkalýðsfélaga er gott dærni um þetta. Stofiianavaldið er enn fremur styrkt með persónuvaldi, þ.e. áberandi leiðtoga, og peningavaldi. Davíð og Jón Davíð er gott dæmi um tengsl persónu- valds og stofnanavalds en sem for- maður Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra hafði hann gríðarleg völd í krafti þeirra stofiiana sem hann stóð fyrir. Það leynist heldur engum að persónuvald hans hafði áhrif á stofnanavaldið. Það hefur hins vegar orðið sjónarsviptir að Davíð og dregið hefur úr völdum hans effir að hann færði sig yfir í Seðlabankann, þó að persónuvald hans hafi hugsanlega styrkt Seðlabankann. Persónuvald Jóns Asgeirs byggist hins vegar að mestu á peningavaldi og því stofnanavaldi sem felst í þeim fyr- irtækjum sem hannhefúrræðuryfir. Stærsta verslunar- og fjölmiðlaveldi landsins felur í sér stofhanavald sem er farvegur fyrir pen- inga- og persónuvald Jóns Asgeirs. Báðir emþekktirfyriraðbeitaógnaráhrifum,„ann- aðhvort ertu með mér eða á móti“. Báðir hafa verið í aðstöðu til að hafa veruleg áhrif á f'rama fólks, Davíð innan þess opinbera og Jón Asgeir í verslun og viðskiptum. Davíð hafði ám sigurvegarans í stjómmálum sem allir vildu þekkja en Jón Asgeir hefur áru fiumkvöðulsins sem færirmönnum gull og græna skóga. Þeir hafa því báðir vemleg hvataáhrif. Hin skilyrtu áhrif Davíðs em mun meira áberandi þar sem hann er stjóm- málamaður og fáir hafa verið færari um að sannfæra fólk en hann. Jóni Asgeiri fylgir hins vegar sú trú um að ekkert sé ómögulegt í viðskiptum þegar hann er nærri. Völd þeirra beggja em því margþætt. I. Umræða um skoðanir og skilgreiningar Galbraiths byggjast að mestu á bók hans The Anatomy ofPower sem kom út árið 1984. Galbraith andaðist 29. apríl síðastliðinn. 1 Völd geta verið tilkomin vegna ólíkra áhrifa og uppsprettur þeirra eru mismunandi. 2 Sigurður Jóhannesson gerir próf á verðbólgumarkmiði Seðlabankans og kemst að því að það stenst ekki. 3 Guðmundur Magnús- son prófessor fjallar um lausafjáráhættu bankanna. Ljóst erað bankamirstanda 4 frammi fyrir talsverðri áskorun sem fólgin er í að fjármagna skuldir sínar á næsta ári.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.